Stúkan um innkomu Antons Loga í byrjunarlið Blika: „Smellur bara eins og flís við rass“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 09:00 Anton Logi Lúðvíksson hefur komið við sögu í átta leikjum Breiaðbliks á leiktíðinni og skorað tvö mörk. Breiðablik „Mér fannst hann spila eins og hann væri þrítugur,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur Stúkunnar um frammistöðu hins 19 ára gamla Antons Loga Lúðvíkssonar í 4-1 sigri Breiðabliks á KA í 10. umferð Bestu deildar karla. Farið var yfir ákvörðun Óskars Hrafns Þorvaldssonar, og þjálfarateymis Breiðabliks, að breyta til og setja Anton Loga í byrjunarliðið er KA mætti á Kópavogsvöll. Sjá má innslag þáttarins í spilaranum neðst í fréttinni. „Þeir eru með Oliver Sigurjónsson sem er búinn að vera frábær fyrir Blika allt tímabilið. Spilað eins og kóngur inn á miðsvæðinu. Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins) tekur þá ákvörðun fyrir leikinn í gær að Oliver er búinn að spila mikið og ég ætla að hvíla hann aðeins í þessum leik. Inn á kemur 19 ára gamall Anton Logi Lúðvíksson,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, áður en Reynir Leósson fékk orðið. „Þetta var stórt í raun og veru traust sem Óskar sýndi honum. Hann hefur alveg sýnt það í sumar en þetta er risaleikur eftir tapleik á móti Val. Anton Logi kemur þarna inn og smellur eins og flís við rass. Mér fannst hann spila eins og hann væri þrítugur.“ „Við sjáum hvað hann les leikinn vel og er frábær á boltanum. Hann er stærri útgáfa af Oliver og gæti náð enn þá lengra. Í leik þar sem mikið er undir þá hendir Óskar Hrafn þessum strák inn og ekkert vesen, hann spilar eins og hann hafi aldrei gert neitt annað,“ sagði Reynir einnig. „Manni finnst hlutverkin svo skýr hjá Óskari. Þessir drengir, þó ungir séu, eru að fylgja skipulaginu. Auðvitað erum við að sjá takta, erum að sjá flott mörk og flottar sendingar en fyrst og fremst eru þeir að fylgja skapilagi. Mér finnst það aðdáunarvert,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við að endingu. Hér að neðan má sjá umfjöllun Stúkunnar um Anton Loga og hversu miklu Óskar Hrafn er að ná út úr ungum leikmönnum Breiðabliks. Klippa: Stúkan: Ungir leikmenn Breiðabliks Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Breiðablik Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Farið var yfir ákvörðun Óskars Hrafns Þorvaldssonar, og þjálfarateymis Breiðabliks, að breyta til og setja Anton Loga í byrjunarliðið er KA mætti á Kópavogsvöll. Sjá má innslag þáttarins í spilaranum neðst í fréttinni. „Þeir eru með Oliver Sigurjónsson sem er búinn að vera frábær fyrir Blika allt tímabilið. Spilað eins og kóngur inn á miðsvæðinu. Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins) tekur þá ákvörðun fyrir leikinn í gær að Oliver er búinn að spila mikið og ég ætla að hvíla hann aðeins í þessum leik. Inn á kemur 19 ára gamall Anton Logi Lúðvíksson,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, áður en Reynir Leósson fékk orðið. „Þetta var stórt í raun og veru traust sem Óskar sýndi honum. Hann hefur alveg sýnt það í sumar en þetta er risaleikur eftir tapleik á móti Val. Anton Logi kemur þarna inn og smellur eins og flís við rass. Mér fannst hann spila eins og hann væri þrítugur.“ „Við sjáum hvað hann les leikinn vel og er frábær á boltanum. Hann er stærri útgáfa af Oliver og gæti náð enn þá lengra. Í leik þar sem mikið er undir þá hendir Óskar Hrafn þessum strák inn og ekkert vesen, hann spilar eins og hann hafi aldrei gert neitt annað,“ sagði Reynir einnig. „Manni finnst hlutverkin svo skýr hjá Óskari. Þessir drengir, þó ungir séu, eru að fylgja skipulaginu. Auðvitað erum við að sjá takta, erum að sjá flott mörk og flottar sendingar en fyrst og fremst eru þeir að fylgja skapilagi. Mér finnst það aðdáunarvert,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við að endingu. Hér að neðan má sjá umfjöllun Stúkunnar um Anton Loga og hversu miklu Óskar Hrafn er að ná út úr ungum leikmönnum Breiðabliks. Klippa: Stúkan: Ungir leikmenn Breiðabliks Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Breiðablik Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira