Fótbolti

Gummi Ben skammar KR-inga: „Þetta er barna­legt“

Atli Arason skrifar
Gummi biður KR-inga um að vera meiri menn en þetta
Gummi biður KR-inga um að vera meiri menn en þetta Stöð 2 Sport

Sparkspekingurinn Guðmundur Benediktsson er ekki sáttur með sitt fyrrum félag í Vesturbænum en Guðmundur lætur KR-inga heyra það eftir tilkynningu félagsins um starfslok Sigurvins Ólafssonar hjá KR.

„Mér finnst þetta eiginlega bara skítt. Þú ert að kveðja þjálfara og reyna að gera minna úr störfum hans með því að breyta einhverjum titli þegar hann er að fara. Verið meiri menn en þetta, það er það eina sem ég bið um. Þetta er barnalegt og mér blöskraði þegar ég sá þetta,“ sagði Guðmundur í Stúkunni í gærkvöld.

Sigurvin Ólafsson hefur yfirgefið KR til að verða aðstoðarmaður Eiðs Smára hjá FH. Í tilkynningu KR-inga er Sigurvin titlaður sem ráðgjafi innan þjálfarateymis KR, ekki aðstoðarþjálfari.

„Ég held að allir vita það sem vilja vita að Sigurvin Ólafsson var aðstoðarþjálfari hjá KR en einhvern vegin orðuðu KR-ingar það þannig að hann væri orðinn ráðgjafi innan þjálfarateymis meistaraflokks KR. Ég ætla að kalla þetta bullshit,“ sagði Guðmundur. Hægt er að sjá eldræðu hans í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Gummi Ben skammar KR-inga: Þetta er barnalegt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×