Atli Sigurjónsson: Við gefum þeim mörkin Sverrir Mar Smárason skrifar 23. júní 2022 21:57 Atli Sigurjónsson í leiknum í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Atli Sigurjónsson, sóknarmaður KR, var ansi svekktur eftir 4-0 tap gegn Blikum í Kópavogi í kvöld. KR-ingar byrjuðu vel en voru svo sjálfum sér verstir þegar leið á. „Þetta er auðvitað bara mjög erfitt að fá svona stóran skell. Okkur leið ágætlega til að byrja með en svo gefum við þeim þessi tvö mörk og þá er þetta bara erfitt eftir það. Við gefum þeim mörkin, nýtum ekki sénsana okkar og það er mjög erfitt að vera að tala eitthvað jákvætt um okkar leik hérna, allavega í fjölmiðlum. Við tökum upp jákvæðu hlutina kannski inni í klefa frekar. Það eru engar afsakanir fyrir þessu,“ sagði Atli. Staðan var 2-0 í hálfleik og í upphafi síðari hálfleiks stýrðu Blikar leiknum áður en þeir komust svo í 4-0 eftir um klukkutíma leik. „Við ætluðum bara að nýta okkar sénsa og koma í veg fyrir þessi klaufamistök eins og hægt er að koma í veg fyrir mistök, þau gerast bara. Þetta fór ekki vel af stað í seinni og eftir það er bara mikið basl og erfitt að gera eitthvað úr þeirri stöðu sem við vorum komnir í,“ sagði Atli. Undirrituðum fannst sóknarleikur KR í kvöld vera tilviljanakenndur og sömuleiðis þegar leið á þá virkaði Atli eini KR-ingurinn sem hafði trú og vilja til þess að skapa færi. „Þetta lítur oft illa út þegar mörkin detta svo öðru megin, án þess að taka neitt af blikum, mörk breyta leikjum og hefðum við náð að pota inn einu áður en við gefum þessi mörk í byrjun þá lítur þetta öðruvísi við en eins og ég sagði áðan að þá eftir að hafa tapað 4-0 getum við ekki verið að setja út á eitt eða neitt. Þetta var lélegt.“ „Það er mjög erfið spurning fyrir mig að svara og ég get ekki verið sammála því [að hann sé eini leikmaður KR með trú]. Ég held það séu fleiri að reyna. Augljóslega í dag gekk það mjög illa en við erum allir að reyna og þetta er fyrsti tapleikurinn í nokkuð mörgum leikjum þannig að við rífum okkur bara strax í gang fyrir næsta leik. Bikarleikur fyrst og síðan höldum við áfram að reyna að safna stigum í deildinni,“ sagði Atli. Í bikarnum leikur KR gegn 2. deildarliði Njarðvíkur sem trónir taplaust á toppi 2.deildar og unnu m.a. 6-0 sigur á liðinu sem er að elta þá í gær. Atli telur það verða hörku leik. „Þetta verður bara mjög erfiður leikur, útileikur, þeir á „rönni“ og við að koma úr svona tapleik. Það er búið að vera mikið af leikjum svo við þurfum að ná góðri endurheimt og bara rífa okkur allverulega í gang því þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Atli að lokum um bikarleikinn. Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik KR Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2022 22:43 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Sjá meira
„Þetta er auðvitað bara mjög erfitt að fá svona stóran skell. Okkur leið ágætlega til að byrja með en svo gefum við þeim þessi tvö mörk og þá er þetta bara erfitt eftir það. Við gefum þeim mörkin, nýtum ekki sénsana okkar og það er mjög erfitt að vera að tala eitthvað jákvætt um okkar leik hérna, allavega í fjölmiðlum. Við tökum upp jákvæðu hlutina kannski inni í klefa frekar. Það eru engar afsakanir fyrir þessu,“ sagði Atli. Staðan var 2-0 í hálfleik og í upphafi síðari hálfleiks stýrðu Blikar leiknum áður en þeir komust svo í 4-0 eftir um klukkutíma leik. „Við ætluðum bara að nýta okkar sénsa og koma í veg fyrir þessi klaufamistök eins og hægt er að koma í veg fyrir mistök, þau gerast bara. Þetta fór ekki vel af stað í seinni og eftir það er bara mikið basl og erfitt að gera eitthvað úr þeirri stöðu sem við vorum komnir í,“ sagði Atli. Undirrituðum fannst sóknarleikur KR í kvöld vera tilviljanakenndur og sömuleiðis þegar leið á þá virkaði Atli eini KR-ingurinn sem hafði trú og vilja til þess að skapa færi. „Þetta lítur oft illa út þegar mörkin detta svo öðru megin, án þess að taka neitt af blikum, mörk breyta leikjum og hefðum við náð að pota inn einu áður en við gefum þessi mörk í byrjun þá lítur þetta öðruvísi við en eins og ég sagði áðan að þá eftir að hafa tapað 4-0 getum við ekki verið að setja út á eitt eða neitt. Þetta var lélegt.“ „Það er mjög erfið spurning fyrir mig að svara og ég get ekki verið sammála því [að hann sé eini leikmaður KR með trú]. Ég held það séu fleiri að reyna. Augljóslega í dag gekk það mjög illa en við erum allir að reyna og þetta er fyrsti tapleikurinn í nokkuð mörgum leikjum þannig að við rífum okkur bara strax í gang fyrir næsta leik. Bikarleikur fyrst og síðan höldum við áfram að reyna að safna stigum í deildinni,“ sagði Atli. Í bikarnum leikur KR gegn 2. deildarliði Njarðvíkur sem trónir taplaust á toppi 2.deildar og unnu m.a. 6-0 sigur á liðinu sem er að elta þá í gær. Atli telur það verða hörku leik. „Þetta verður bara mjög erfiður leikur, útileikur, þeir á „rönni“ og við að koma úr svona tapleik. Það er búið að vera mikið af leikjum svo við þurfum að ná góðri endurheimt og bara rífa okkur allverulega í gang því þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Atli að lokum um bikarleikinn.
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik KR Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2022 22:43 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2022 22:43