Segir þjálfarateymi Real ætlast til að leikmenn spili þó þeir séu meiddir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2022 13:46 Kosovare Asllani virðist fegin að vera laus frá Real Madríd. Eric Verhoeven/Getty Images Sænski framherjinn Kosovare Asllani segir umhverfi kvennaliðs Real Madríd óheilbrigt og hættulegt. Þjálfarateymið hlusti ekki á sjúkraþjálfara né lækna félagsins og ætlist til að leikmenn spili þó meiddir séu. Hin 32 ára gamla Asllani er hluti af leikmannahóp Svíþjóðar sem fer á Evrópumótið sem hefst í byrjun júlí. Hún hefur leikið með Real síðan árið 2019 en hún var fyrsta stórstjarnan sem samdi félagið. Skoraði Asllani tvö mörk er Real Madríd lagði Breiðablik í aftakaveðri á Kópavogsvelli í desember síðastliðinum. Úr leik liðanna á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm Hún er nú á förum frá félaginu og opnaði sig varðandi umhverfi félagsins á blaðamannafundi sænska landsliðsins nýverið. „Ég tel vera menningu félagsins vera óheilbrigða fyrir leikmenn þess. Ég hef næstum verið neytt til að spila þrátt fyrir að vera meidd. Þjálfarar liðsins hlusta ekki á læknateymið. Umhverfið er orðið mjög óheilbrigt og hættulegt,“ sagði Asllani um stöðuna hjá Real en hún hefur einnig spilað með París Saint-Germain og Manchester City á ferli sínum. „Ég hef gert mikið fyrir félagið og ég hef séð hversu illa það hefur komið fram við leikmenn á undanförnum árum. Ég tel það vera mikilvægt fyrir mig að tjá mig þar sem enginn annar hefur stigið fram. Ég hef reynt að koma á breytingum en það er ekki hlustað á leikmenn né læknateymið.“ „Það er engin tilviljun að ég var alltaf að meiðast aftur og aftur þar sem það er þrýst á mann að spila þó maður sé meiddur. Þetta er ekki heilbrigt umhverfi, ég elska félagið en tel það vera í röngum höndum eins og staðan er í dag,“ bætti Asllani við. Precamp day 1 #WEURO2022 pic.twitter.com/fgujrB1Ks4— Kosovare Asllani (@KosovareAsllani) June 20, 2022 Í frétt ESPN um málið segir að David Aznar hafi verið rekinn í nóvember á síðasta ári þar sem hann hafði misst traust leikmanna. Þjálfunaraðferðir hans voru gagnrýndar og talið er að undirbúningstímabilið hafi leitt til mikilla meiðsla í leikmannahópi liðsins. Alberto Toril tók við stjórnartaumunum en það virðist ekki mikið hafa skánað síðan þá. „Ég hefði getað farið síðasta sumar en ákvað að gefa þessu eitt tækifæri til viðbótar. Ég hef verið stór hluti af sögu félagsins en því miður er umhverfið þar ekki heilbrigt, og það er ekki bara ég sem er þeirrar skoðunar. Ég tel umhverfið vera svona því félagið þráir að vinna og sér leikmenn bara sem leið til þess,“ sagði Asllani að endingu. Sara Björk Gunnarsdóttir var orðuð við Real Madríd áður en hún samdi við ítalska meistaraliðið Juventus. Sem betur fer ef marka má frásögn Asllani. Fótbolti Spænski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Hin 32 ára gamla Asllani er hluti af leikmannahóp Svíþjóðar sem fer á Evrópumótið sem hefst í byrjun júlí. Hún hefur leikið með Real síðan árið 2019 en hún var fyrsta stórstjarnan sem samdi félagið. Skoraði Asllani tvö mörk er Real Madríd lagði Breiðablik í aftakaveðri á Kópavogsvelli í desember síðastliðinum. Úr leik liðanna á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm Hún er nú á förum frá félaginu og opnaði sig varðandi umhverfi félagsins á blaðamannafundi sænska landsliðsins nýverið. „Ég tel vera menningu félagsins vera óheilbrigða fyrir leikmenn þess. Ég hef næstum verið neytt til að spila þrátt fyrir að vera meidd. Þjálfarar liðsins hlusta ekki á læknateymið. Umhverfið er orðið mjög óheilbrigt og hættulegt,“ sagði Asllani um stöðuna hjá Real en hún hefur einnig spilað með París Saint-Germain og Manchester City á ferli sínum. „Ég hef gert mikið fyrir félagið og ég hef séð hversu illa það hefur komið fram við leikmenn á undanförnum árum. Ég tel það vera mikilvægt fyrir mig að tjá mig þar sem enginn annar hefur stigið fram. Ég hef reynt að koma á breytingum en það er ekki hlustað á leikmenn né læknateymið.“ „Það er engin tilviljun að ég var alltaf að meiðast aftur og aftur þar sem það er þrýst á mann að spila þó maður sé meiddur. Þetta er ekki heilbrigt umhverfi, ég elska félagið en tel það vera í röngum höndum eins og staðan er í dag,“ bætti Asllani við. Precamp day 1 #WEURO2022 pic.twitter.com/fgujrB1Ks4— Kosovare Asllani (@KosovareAsllani) June 20, 2022 Í frétt ESPN um málið segir að David Aznar hafi verið rekinn í nóvember á síðasta ári þar sem hann hafði misst traust leikmanna. Þjálfunaraðferðir hans voru gagnrýndar og talið er að undirbúningstímabilið hafi leitt til mikilla meiðsla í leikmannahópi liðsins. Alberto Toril tók við stjórnartaumunum en það virðist ekki mikið hafa skánað síðan þá. „Ég hefði getað farið síðasta sumar en ákvað að gefa þessu eitt tækifæri til viðbótar. Ég hef verið stór hluti af sögu félagsins en því miður er umhverfið þar ekki heilbrigt, og það er ekki bara ég sem er þeirrar skoðunar. Ég tel umhverfið vera svona því félagið þráir að vinna og sér leikmenn bara sem leið til þess,“ sagði Asllani að endingu. Sara Björk Gunnarsdóttir var orðuð við Real Madríd áður en hún samdi við ítalska meistaraliðið Juventus. Sem betur fer ef marka má frásögn Asllani.
Fótbolti Spænski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira