Stuðningsfólk Mainz brjálað vegna fyrirhugaðs æfingaleiks við Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 17:01 Kieran Trippier var fyrsti leikmaðurinn sem Newcastle United keypti eftir yfirtöku PIF. Owen Humphreys/PA Stuðningsfólk þýska knattspyrnufélagsins Mainz 05 er vægast sagt ósátt vegna fyrirhugaðs æfingaleiks við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United. Þann 18. júlí næstkomandi eiga Mainz og Newcastle að mætast í Þýskalandi en enska félagið er á leið yfir Ermasundið og þaðan til Þýskalands í æfingaferð. Þann 15. júlí spilar liðið við 1860 München og þremur dögum síðar átti Newcastle að heimsækja Mainz. Stuðningsfólk Mainz hefur engan áhuga á að sjá lið sitt spila við félag sem er tæknilega séð í eigu Sádi-Arabíu. Á síðustu leiktíð keypti fjárfestingarsjóðurinn PIF 80 prósent hlut í Newcaste en sjóðurinn er í raun leppur krónprins S-Arabíu til að fjárfesta í því sem honum dettur í hug hverju sinni. Mannréttindi eru ekki í hávegum höfð þar í landi og vill stuðningsfólk Mainz ekki að félag sitt sé bendlað við slíka ógnarstjórn. „Newcastle United er ekki aðeins fótboltafélag heldur gjallarhorn til að koma á framfæri hagsmunum ógnarstjórnar sem traðkar ítrekað á mannréttindum þegna sinna. Þeir hagsmunir gætu ekki verið fjær því sem Mainz stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu sem stuðningsfólk Mainz gaf frá sér. „Á tímum þar sem einræðisríki, risavaxnar samsteypur og milljarðamæringar kaupa fótboltafélög til að tryggja hagsmuni sína þá er ekki lengur hægt að aðskilja fótbolta og pólitík. Með því að spila vináttuleik gegn Newcastle er Mainz að bjóða ríkisstjórn Sádi-Arabíu upp í dans og ómeðvitað að samþykkja þá pólitík sem þar fer fram,“ segir einngi í yfirlýsingunni sem endar svo á skýrum skilaboðum: „Aflýsið leiknum gegn Newcastle United.“ Newcastle United are facing a backlash over a pre-season friendly against Mainz 05, with supporters of the German side calling for the game to be cancelled.#NUFC More from @ChrisDHWaugh https://t.co/UNao9wzAnh— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 5, 2022 Newcastle reiknar með að leikurinn fari fram þrátt fyrir mótmælin. Liðið mun síðan fara til Portúgals og leika þar tvo leiki áður en það fær Atalanta og Athletic Bilbao í heimsókn á St. James´s Park í norðurhluta Englands. Lærisveinar Eddie Howe fá svo nýliða Nottingham Forest í heimsókn er enska úrvalsdeildin fer af stað helgina 5. til 7. ágúst. Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Bjarki Már öflugur Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira
Þann 18. júlí næstkomandi eiga Mainz og Newcastle að mætast í Þýskalandi en enska félagið er á leið yfir Ermasundið og þaðan til Þýskalands í æfingaferð. Þann 15. júlí spilar liðið við 1860 München og þremur dögum síðar átti Newcastle að heimsækja Mainz. Stuðningsfólk Mainz hefur engan áhuga á að sjá lið sitt spila við félag sem er tæknilega séð í eigu Sádi-Arabíu. Á síðustu leiktíð keypti fjárfestingarsjóðurinn PIF 80 prósent hlut í Newcaste en sjóðurinn er í raun leppur krónprins S-Arabíu til að fjárfesta í því sem honum dettur í hug hverju sinni. Mannréttindi eru ekki í hávegum höfð þar í landi og vill stuðningsfólk Mainz ekki að félag sitt sé bendlað við slíka ógnarstjórn. „Newcastle United er ekki aðeins fótboltafélag heldur gjallarhorn til að koma á framfæri hagsmunum ógnarstjórnar sem traðkar ítrekað á mannréttindum þegna sinna. Þeir hagsmunir gætu ekki verið fjær því sem Mainz stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu sem stuðningsfólk Mainz gaf frá sér. „Á tímum þar sem einræðisríki, risavaxnar samsteypur og milljarðamæringar kaupa fótboltafélög til að tryggja hagsmuni sína þá er ekki lengur hægt að aðskilja fótbolta og pólitík. Með því að spila vináttuleik gegn Newcastle er Mainz að bjóða ríkisstjórn Sádi-Arabíu upp í dans og ómeðvitað að samþykkja þá pólitík sem þar fer fram,“ segir einngi í yfirlýsingunni sem endar svo á skýrum skilaboðum: „Aflýsið leiknum gegn Newcastle United.“ Newcastle United are facing a backlash over a pre-season friendly against Mainz 05, with supporters of the German side calling for the game to be cancelled.#NUFC More from @ChrisDHWaugh https://t.co/UNao9wzAnh— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 5, 2022 Newcastle reiknar með að leikurinn fari fram þrátt fyrir mótmælin. Liðið mun síðan fara til Portúgals og leika þar tvo leiki áður en það fær Atalanta og Athletic Bilbao í heimsókn á St. James´s Park í norðurhluta Englands. Lærisveinar Eddie Howe fá svo nýliða Nottingham Forest í heimsókn er enska úrvalsdeildin fer af stað helgina 5. til 7. ágúst.
Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Bjarki Már öflugur Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira