Þetta verður fyrsti leikur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Englandi og eins og flestir vita þá er gríðarlega mikilvægt að byrja mótið vel ekki síst á móti liði sem er fyrir fram vera í svipaðri stöðu og íslenska liðið í þessum D-riðli mótsins.
Strax eftir blaðamannafundinn mun íslenska liðið síðan æfa á vellinum í Manchester í fyrsta sinn og þar verður lokaundirbúningur liðsins fyrir leikinn á morgun.
Vísir sýndi beint frá þessum blaðamannafundi og má sjá upptökuna frá fundinum hér fyrir neðan.