Hallbera: Höfum ekkert verið að missa okkur í spennuföllum hingað til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2022 10:30 Hallbera Guðný Gísladóttir er á sínu þriðja Evrópumóti og spilar landsleik númer 129 í dag. Vísir/Vilhelm Hallbera Guðný Gísladóttir er ein af hundrað landsleikja leikmönnum í íslenska landsliðshópnum og er nú komin á sitt þriðja Evrópumót. Það eru miklar líkur á því að hún verði í byrjunarliðinu á móti Belgum í dag. Hallbera segist vera búin að bíða spennt eftir þessu móti og sú spenna á sinn þátt í því að hún er enn að spila á hæsta stigi þrátt fyrir að það séu liðnir nítján mánuðir síðan Ísland komst inn á þetta EM. „Ég man alveg eftir því þegar ákveðið var að mótið færi fram í Englandi. Þá fékk maður extra búst og þetta er eitthvað sem maður vildi vera partur af. Maður sér hvernig opnunarleikirnir eru búnir að vera, fullt af fólki og ógeðslega gaman,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir. „Þetta er það sem er búið að vera að gerast í Evrópu og örugglega fleiri stöðum eins og Bandaríkjunum. Það er mikill áhugi, verið að setja hvert áhorfendametið á fætur öðru. Munurinn er svo mikill, þegar maður hugsar tíu ár til baka, að þetta fáránlegt og geggjað að við náðum að vera partur að þessu,“ sagði Hallbera. „Þessar ungu stelpur hjá okkur eru að spila í Bayern og Wolfsborg og þessum liðum. Ef maður hugsar til baka þegar ég var á þeirra aldri þá var maður eins og einhver algjör kjúklingaskítur. Svo koma þær hérna eins og einhverjar stjörnur og drottningar,“ sagði Hallbera. Hallbera viðurkennir að það hafi komið til greina að hætta að spila fótbolta á hæsta stigi. En ætlaði hún að hætta? „Ekki alveg strax. Maður hugsaði um það þegar mótinu var frestað. Ég fékk ekki góða tilfinningu. Það var svolítið spurning um hvort maður yrði með eða ekki. Það er ekki sjálfgefið að vera 35 ára gamall og reyna að hanga í þessum stelpum hérna. Það er ákveðinn sigur að vera hérna í þessum hóp. Það er alls ekki sjálfgefið að kroppurinn haldi og allt það. Það þarf allt að ganga upp,“ sagði Hallbera. Hún hætti að spila með Val og komst að hjá AIK í sænsku deildinni. Núna er hún komin til Kalmar. „Allt þetta Covid dæmi heima og maður fékk leiða. Ég þurfti að skipta um umhverfi og það gerði mjög mikið fyrir mig. Ég flyt til Stokkhólms og næ að klára þar nám í leiðinni. Þetta spilaðist allt mjög vel fyrir mig. Ég fékk smá auka búst að skipta um umhverfi og það gaf mér þennan aukakraft,“ sagði Hallbera. Margir eru að velta fyrir sér hvort spennustigið verði til vandræða í leiknum við Belgíu í dag. Það er búið að bíða lengi eftir þessu móti og spennan hefur magnast mikið eftir komuna til Englands. „Varðandi spennustigið hjá okkur þá höfum við ekkert verið að missa okkur í einhverjum spennuföllum hingað til. Ég held að það sé alltaf ákveðin spenna þegar maður er að fara í fyrsta leik. Ég fann það þegar ég vaknaði í morgun og fattaði að það eru bara tveir dagar í leik. Þetta verður ógeðslega gaman og svo er maður fljótur að hrista úr sér skrekkinn þegar leikurinn er byrjaður. Ég á ekki von á því að við verðum eitthvað á tauginni í þessum leik,“ sagði Hallbera. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verður vel fylgst með honum hér inn á Vísi. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Hallbera segist vera búin að bíða spennt eftir þessu móti og sú spenna á sinn þátt í því að hún er enn að spila á hæsta stigi þrátt fyrir að það séu liðnir nítján mánuðir síðan Ísland komst inn á þetta EM. „Ég man alveg eftir því þegar ákveðið var að mótið færi fram í Englandi. Þá fékk maður extra búst og þetta er eitthvað sem maður vildi vera partur af. Maður sér hvernig opnunarleikirnir eru búnir að vera, fullt af fólki og ógeðslega gaman,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir. „Þetta er það sem er búið að vera að gerast í Evrópu og örugglega fleiri stöðum eins og Bandaríkjunum. Það er mikill áhugi, verið að setja hvert áhorfendametið á fætur öðru. Munurinn er svo mikill, þegar maður hugsar tíu ár til baka, að þetta fáránlegt og geggjað að við náðum að vera partur að þessu,“ sagði Hallbera. „Þessar ungu stelpur hjá okkur eru að spila í Bayern og Wolfsborg og þessum liðum. Ef maður hugsar til baka þegar ég var á þeirra aldri þá var maður eins og einhver algjör kjúklingaskítur. Svo koma þær hérna eins og einhverjar stjörnur og drottningar,“ sagði Hallbera. Hallbera viðurkennir að það hafi komið til greina að hætta að spila fótbolta á hæsta stigi. En ætlaði hún að hætta? „Ekki alveg strax. Maður hugsaði um það þegar mótinu var frestað. Ég fékk ekki góða tilfinningu. Það var svolítið spurning um hvort maður yrði með eða ekki. Það er ekki sjálfgefið að vera 35 ára gamall og reyna að hanga í þessum stelpum hérna. Það er ákveðinn sigur að vera hérna í þessum hóp. Það er alls ekki sjálfgefið að kroppurinn haldi og allt það. Það þarf allt að ganga upp,“ sagði Hallbera. Hún hætti að spila með Val og komst að hjá AIK í sænsku deildinni. Núna er hún komin til Kalmar. „Allt þetta Covid dæmi heima og maður fékk leiða. Ég þurfti að skipta um umhverfi og það gerði mjög mikið fyrir mig. Ég flyt til Stokkhólms og næ að klára þar nám í leiðinni. Þetta spilaðist allt mjög vel fyrir mig. Ég fékk smá auka búst að skipta um umhverfi og það gaf mér þennan aukakraft,“ sagði Hallbera. Margir eru að velta fyrir sér hvort spennustigið verði til vandræða í leiknum við Belgíu í dag. Það er búið að bíða lengi eftir þessu móti og spennan hefur magnast mikið eftir komuna til Englands. „Varðandi spennustigið hjá okkur þá höfum við ekkert verið að missa okkur í einhverjum spennuföllum hingað til. Ég held að það sé alltaf ákveðin spenna þegar maður er að fara í fyrsta leik. Ég fann það þegar ég vaknaði í morgun og fattaði að það eru bara tveir dagar í leik. Þetta verður ógeðslega gaman og svo er maður fljótur að hrista úr sér skrekkinn þegar leikurinn er byrjaður. Ég á ekki von á því að við verðum eitthvað á tauginni í þessum leik,“ sagði Hallbera. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verður vel fylgst með honum hér inn á Vísi.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti