Sandra Sigurðardóttir mun verja mark íslenska liðsins á móti Belgum sem hefst klukkan 16.00 á æfingavelli Manchester City.
Hallbera Guðný Gísladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir og Sif Atladóttir verða í fjögurra manna varnarlínu.
Sara Björk Gunnarsdóttir, sem ber fyrirliðabandið, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir verða inni á miðsvæðinu.
Sveindís Jane Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verða svo í framlínunni.
Byrjunarliðið gegn Belgíu!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 10, 2022
This is how we start vs Belgium!#dóttir pic.twitter.com/9vXKkQQJHZ




