„Gríðarlega svekkt að fara úr þessum leik með eitt stig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2022 19:20 Glódís Perla var frábær í hjarta varnar íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm „Við vorum klárlega betra liðið og fáum færi til að klára þennan leik. Er eiginlega gríðarlega svekkt að fara úr þessum leik með eitt stig,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Belgíu fyrr í dag. Glódís Perla var að venju frábær í hjarta íslensku varnarinnar er liðið gerði jafntefli við Belgíu í fyrsta leik sínum á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem nú fer fram í Englandi. Svekkjandi niðurstaða þar sem íslenska liðið var mun sterkara á löngum köflum. Mark Belga kom úr vítaspyrnu og var Glódís Perla næst spurð út í brotið sem leiddi til vítaspyrnunnar. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég sé þetta ekki nægilega vel, það er rosalega mikið af fólki fyrir framan mig. Fyrst við erum með VAR (í. myndbandsdómgæslu) þá ætla ég að giska á þetta hafi verið rétt ákvörðun. Gríðarlega svekkjandi samt sem áður, við komum okkur í vonda stöðu þar sem boltinn er skoppandi inn í teig.“ „Þetta víti, það hefði getað verið hendi eða eitthvað annað en við eigum að geta hreinsað boltann betur þannig að við lendum ekki í þessu. Við áttum að klára þetta sjálfar þrátt fyrir þetta víti.“ „Þetta er fyrsti af þremur leikjum og þeir telja allir jafn mikið. Við förum með eitt stig með okkur áfram sem er flott byrjun. Nú þurfum við að taka með okkur það sem gekk vel í þessum leik yfir í næsta leik og vinna hann.“ Að endingu var Glódís Perla spurð út í varnarlínu Íslands og hversu sátt hún væri með frammistöðu þeirra. „Ekki bara mér við hlið heldur líka fram á við heldur líka fram á við. Það eru í rauninni þær sem eru fyrir framan okkur sem eru að vinna boltann oftast og vinna gríðarlega mikla grunnvarnarvinnu sem skilar miklu.“ „Þær eru að hlaupa gríðarlega vegalengdir til að verja svæði, þær voru að spila mjög vel í dag og Belgía var ekki að komast í neinar hættulegar stöður fyrir framan okkur í vörninni þannig að jú við tókum það sem datt í gegn en þær fyrir framan eiga klárlega skilið mikið hrós fyrir flottan varnarleik.“ Klippa: Glódís Perla eftir leik Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. 10. júlí 2022 19:08 „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. 10. júlí 2022 18:45 „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Glódís Perla var að venju frábær í hjarta íslensku varnarinnar er liðið gerði jafntefli við Belgíu í fyrsta leik sínum á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem nú fer fram í Englandi. Svekkjandi niðurstaða þar sem íslenska liðið var mun sterkara á löngum köflum. Mark Belga kom úr vítaspyrnu og var Glódís Perla næst spurð út í brotið sem leiddi til vítaspyrnunnar. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég sé þetta ekki nægilega vel, það er rosalega mikið af fólki fyrir framan mig. Fyrst við erum með VAR (í. myndbandsdómgæslu) þá ætla ég að giska á þetta hafi verið rétt ákvörðun. Gríðarlega svekkjandi samt sem áður, við komum okkur í vonda stöðu þar sem boltinn er skoppandi inn í teig.“ „Þetta víti, það hefði getað verið hendi eða eitthvað annað en við eigum að geta hreinsað boltann betur þannig að við lendum ekki í þessu. Við áttum að klára þetta sjálfar þrátt fyrir þetta víti.“ „Þetta er fyrsti af þremur leikjum og þeir telja allir jafn mikið. Við förum með eitt stig með okkur áfram sem er flott byrjun. Nú þurfum við að taka með okkur það sem gekk vel í þessum leik yfir í næsta leik og vinna hann.“ Að endingu var Glódís Perla spurð út í varnarlínu Íslands og hversu sátt hún væri með frammistöðu þeirra. „Ekki bara mér við hlið heldur líka fram á við heldur líka fram á við. Það eru í rauninni þær sem eru fyrir framan okkur sem eru að vinna boltann oftast og vinna gríðarlega mikla grunnvarnarvinnu sem skilar miklu.“ „Þær eru að hlaupa gríðarlega vegalengdir til að verja svæði, þær voru að spila mjög vel í dag og Belgía var ekki að komast í neinar hættulegar stöður fyrir framan okkur í vörninni þannig að jú við tókum það sem datt í gegn en þær fyrir framan eiga klárlega skilið mikið hrós fyrir flottan varnarleik.“ Klippa: Glódís Perla eftir leik
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. 10. júlí 2022 19:08 „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. 10. júlí 2022 18:45 „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. 10. júlí 2022 19:08
„Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. 10. júlí 2022 18:45
„Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15