Erlent

Breyta kosningareglunum fyrir leiðtogakjörið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Aðeins tveir frambjóðendur af ellefu uppfylla ný skilyrði 1922 nefndarinnar, þau Penny Mordaunt og Rishi Sunak.
Aðeins tveir frambjóðendur af ellefu uppfylla ný skilyrði 1922 nefndarinnar, þau Penny Mordaunt og Rishi Sunak. epa

Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður kynntur til leiks þann 5. september næst komandi. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi af 1922 nefndinni svo kölluðu sem sér um kjörið.

Nýjar reglur voru einnig kynntar til sögunnar sem eiga að flýta ferlinu en þeir sem ætla að taka þátt í kapphlaupinu verða nú að hafa stuðning 20 þingmanna til að mega taka þátt en áður þurftu menn aðeins átta stuðningsmenn. 

Ellefu hafa þegar tilkynnt um framboð en aðeins tveir þeirra hafa stuðning 20 eða fleiri þingmanna, þau Rishi Sunak og Penny Mordaunt. 

Hinir fá nú nokkra daga til að reyna að ná markinu, ella heltast þau úr lestinni. 

Í fyrstu umferð atkvæðagreiðslunnar, sem fer fram 13. júlí næst komandi, detta allir út sem ekki fá atkvæði að minnsta kosti 30 þingmanna. Eftir það verða nokkrar umferðir þar sem sá sem fær fæst atkvæði er útilokaður uns aðeins tveir standa eftir. 

Þá verður farið í póstkosningu innan flokksins og er búist við að niðurstöður hennar liggi fyrir 5. september næst komandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×