Moustafa Zeidan kom Malmö yfir strax á 10. mínútu áður en hann lagði upp seinna markið á 54. mínútu fyrir Isaac Thelin.
Malmö klifrar upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er nú með 27 stig eftir 15 leiki. Ari Freyr og félagar í Norrköping eru áfram í 11. sæti með 16 stig eftir 14 umferðir.

Í næst efstu deild í Svíþjóð var Axel Óskar Andrésson í byrjunarliði Örebro sem vann 0-2 útisigur gegn Dalkurd. Axel lék allan fyrri hálfleikinn áður en honum var skipt af velli í leikhlé.
Kevin Walker og Noel Milleskog skoruðu mörk Örebrö í fyrri hálfleiknum. Með sigrinum fer Örebro upp í 10. sæti deildarinnar með 20 stig en Dalkurd er 14. sæti með 11 stig.
Upplýsingar um markaskorara kemur af vef Flashscore.