Áfengisneysla að öllu leyti skaðleg heilsu ungs fólks Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 17. júlí 2022 14:31 Ungt fólk að skemmta sér á Plaza del Sol í Barcelona. Thiago Prudencio/GettyImages Ríki heims þurfa að grípa til sértækra ráðstafana til þess að draga úr áfengisneyslu ungs fólks. Niðurstöður stærstu rannsóknar sem gerð hefur verið á áhrifum áfengisneyslu benda til þess að þær séu að öllu leyti skaðlegar ungu fólki, en geti í hófi dregið úr sjúkdómum eldra fólks. Þessi könnun var birt í hinu virta vísindariti The Lancet undir lok vikunnar og er talin sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á áhrif áfengisneyslu á manninn. Hún nær yfir 30 ára tímabil, frá 1990 til 2020 og nær til 204ra landa. Getur fyrirbyggt sjúkdóma eldra fólks Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er í stuttu máli að áfengisneysla er slæm að flestu leyti. Þó eru á því undantekningar, en þær gilda eingöngu fyrir fólk sem er 40 ára og eldra. Fyrir fólk undir 40 ára er ekkert jákvætt við að neyta áfengis. Út frá sjónarhóli heilbrigðis það er að segja. Þegar fólk hefur náð fertugsaldri getur verið jákvætt að neyta u.þ.b. 2ja glasa af víni á dag, það getur einkum dregið úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og líkum á sykursýki. Það má rekja til þess að áfengi inniheldur etanól, sem eykur framleiðni „góðs“ kólesteróls. Túlka þarf jákvæð áhrif með varúð Juan Turnes, talsmaður Lifrarrannsóknarstofnunar Spánar, segir í samtali við El País að túlka verði niðurstöðurnar um jákvæð áhrif áfengisneyslu með mikilli varúð. Þrátt fyrir allt þá leiði áfengisneysla oft til fíknar og meðmæli með því að neyta tveggja glasa af víni á dag leiði oft til aukinnar drykkju, sem aldrei geti verið jákvæð. Emmanuela Gakidou, prófessor við Washington-háskóla, sem stýrði rannsókninni, segir niðurstöðurnar skýrar að einu leyti: Ungt fólk eigi alls ekki að neyta áfengis. Eldra fólk geti hins vegar haft lítinn ávinning af hóflegri neyslu. Hún segir ekki raunsætt að ætla sér að ungt fólk haldi sig frá neyslu áfengra drykkja en hins vegar sé mikilvægt að það taki þá ákvörðun á upplýstum forsendum. Karlar valda sér skaða með drykkju sinni Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess í útfærðum tölum að 1,3 milljarðar manna í heiminum neyti áfengis með skaðlegum hætti. Þar eru karlar í yfirgnæfandi meirihluta, en rúmur milljarður karla veldur sér skaða með áfengisneyslu sinni. Sá hópur sem veldur sér mestum skaða eru karlar undir fertugu. Höfundar rannsóknarinnar ganga svo langt að fullyrða að grípa þurfi til sértækra ráðstafana til þess að draga úr áfengisneyslu yngri kynslóða svo draga megi úr þeirri skaðsemi sem áfengisneysla valdi um heim allan. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Sjá meira
Þessi könnun var birt í hinu virta vísindariti The Lancet undir lok vikunnar og er talin sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á áhrif áfengisneyslu á manninn. Hún nær yfir 30 ára tímabil, frá 1990 til 2020 og nær til 204ra landa. Getur fyrirbyggt sjúkdóma eldra fólks Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er í stuttu máli að áfengisneysla er slæm að flestu leyti. Þó eru á því undantekningar, en þær gilda eingöngu fyrir fólk sem er 40 ára og eldra. Fyrir fólk undir 40 ára er ekkert jákvætt við að neyta áfengis. Út frá sjónarhóli heilbrigðis það er að segja. Þegar fólk hefur náð fertugsaldri getur verið jákvætt að neyta u.þ.b. 2ja glasa af víni á dag, það getur einkum dregið úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og líkum á sykursýki. Það má rekja til þess að áfengi inniheldur etanól, sem eykur framleiðni „góðs“ kólesteróls. Túlka þarf jákvæð áhrif með varúð Juan Turnes, talsmaður Lifrarrannsóknarstofnunar Spánar, segir í samtali við El País að túlka verði niðurstöðurnar um jákvæð áhrif áfengisneyslu með mikilli varúð. Þrátt fyrir allt þá leiði áfengisneysla oft til fíknar og meðmæli með því að neyta tveggja glasa af víni á dag leiði oft til aukinnar drykkju, sem aldrei geti verið jákvæð. Emmanuela Gakidou, prófessor við Washington-háskóla, sem stýrði rannsókninni, segir niðurstöðurnar skýrar að einu leyti: Ungt fólk eigi alls ekki að neyta áfengis. Eldra fólk geti hins vegar haft lítinn ávinning af hóflegri neyslu. Hún segir ekki raunsætt að ætla sér að ungt fólk haldi sig frá neyslu áfengra drykkja en hins vegar sé mikilvægt að það taki þá ákvörðun á upplýstum forsendum. Karlar valda sér skaða með drykkju sinni Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess í útfærðum tölum að 1,3 milljarðar manna í heiminum neyti áfengis með skaðlegum hætti. Þar eru karlar í yfirgnæfandi meirihluta, en rúmur milljarður karla veldur sér skaða með áfengisneyslu sinni. Sá hópur sem veldur sér mestum skaða eru karlar undir fertugu. Höfundar rannsóknarinnar ganga svo langt að fullyrða að grípa þurfi til sértækra ráðstafana til þess að draga úr áfengisneyslu yngri kynslóða svo draga megi úr þeirri skaðsemi sem áfengisneysla valdi um heim allan.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Sjá meira