Niðurstaða Íslands einsdæmi í sögu EM Sindri Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 08:30 Stelpurnar þökkuðu fyrir stuðninginn úr stúkunni eftir jafnteflið gegn Frökkum í gær, vonsviknar á svip eftir að hafa verið svo nálægt því að komast í 8-liða úrslit. VÍSIR/VILHELM Íslenska landsliðið þarf að halda heim á leið frá Englandi í dag þrátt fyrir að vera eitt af sex liðum sem ekki tapaði einum einasta leik í riðlakeppninni á EM kvenna í fótbolta. Ísland gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum, gegn Frakklandi, Ítalíu og Belgíu, og endaði því með þrjú stig. Það dugði þó ekki til að komast áfram því Frakkar unnu tvo leiki og Belgar unnu svo leik sinn við Ítali í gær, 1-0, og fylgdu Frökkum í 8-liða úrslitin. Auk Íslands og Frakklands voru það aðeins Englendingar, Þjóðverjar, Hollendingar og Svíar sem komust í gegnum riðlakeppnina án þess að tapa leik. Ísland er eina liðið af þessum sex sem þarf að bíta í það súra epli að falla úr leik. Þar að auki bendir tölfræðiveitan Squawka á þá staðreynd að Ísland er fyrsta liðið í sögu EM til þess að falla úr keppni þrátt fyrir að hafa ekki tapað einum einasta leik. Iceland are the first ever side to be knocked out in the group stages of a single European Championship tournament while remaining unbeaten since the group stages were introduced:1-1 vs Belgium1-1 vs Italy 1-1 vs France Not the record they would have wanted. pic.twitter.com/S7dThMPUnX— Squawka (@Squawka) July 18, 2022 Þetta er met sem gerir lítið til að draga úr vonbrigðum Íslendinga, sem voru aðeins einu marki frá því að komast áfram í 8-liða úrslitin. Þannig hefði það dugað liðinu að skora annað mark gegn Frökkum en einnig hefði dugað að Ítalía hefði jafnað metin gegn Belgíu í hinum leik riðilsins. Íslenska liðið getur þó státað sig af því að hafa náð að stöðva langa sigurgöngu Frakka sem höfðu unnið alla sína leiki frá því í apríl árið 2021, eða samtals 16 leiki. Þess má geta að Ísland er ekki eina liðið í sögunni til að falla taplaust úr leik á stórmóti í fótbolta. Það gerðist að minnsta kosti einnig á HM karla árið 2010 þegar Nýja-Sjáland gerði jafntefli í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni en féll úr leik. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum, gegn Frakklandi, Ítalíu og Belgíu, og endaði því með þrjú stig. Það dugði þó ekki til að komast áfram því Frakkar unnu tvo leiki og Belgar unnu svo leik sinn við Ítali í gær, 1-0, og fylgdu Frökkum í 8-liða úrslitin. Auk Íslands og Frakklands voru það aðeins Englendingar, Þjóðverjar, Hollendingar og Svíar sem komust í gegnum riðlakeppnina án þess að tapa leik. Ísland er eina liðið af þessum sex sem þarf að bíta í það súra epli að falla úr leik. Þar að auki bendir tölfræðiveitan Squawka á þá staðreynd að Ísland er fyrsta liðið í sögu EM til þess að falla úr keppni þrátt fyrir að hafa ekki tapað einum einasta leik. Iceland are the first ever side to be knocked out in the group stages of a single European Championship tournament while remaining unbeaten since the group stages were introduced:1-1 vs Belgium1-1 vs Italy 1-1 vs France Not the record they would have wanted. pic.twitter.com/S7dThMPUnX— Squawka (@Squawka) July 18, 2022 Þetta er met sem gerir lítið til að draga úr vonbrigðum Íslendinga, sem voru aðeins einu marki frá því að komast áfram í 8-liða úrslitin. Þannig hefði það dugað liðinu að skora annað mark gegn Frökkum en einnig hefði dugað að Ítalía hefði jafnað metin gegn Belgíu í hinum leik riðilsins. Íslenska liðið getur þó státað sig af því að hafa náð að stöðva langa sigurgöngu Frakka sem höfðu unnið alla sína leiki frá því í apríl árið 2021, eða samtals 16 leiki. Þess má geta að Ísland er ekki eina liðið í sögunni til að falla taplaust úr leik á stórmóti í fótbolta. Það gerðist að minnsta kosti einnig á HM karla árið 2010 þegar Nýja-Sjáland gerði jafntefli í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni en féll úr leik.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira