Víti Dagnýjar skilaði sjö milljónum en Ísland rétt missti af mun hærri upphæð Sindri Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 09:31 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Elín Metta Jensen og Dagný Brynjarsdóttir daprar í bragði í leikslok eftir jafnteflið við Frakkland í gærkvöld. Eitt mark í viðbót hefði skilað Íslandi í 8-liða úrslit. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann sér inn verðlaunafé frá UEFA í öllum þremur leikjum sínum á EM. Liðið vann sér samtals inn rúmlega 100 milljónir króna með því að komast á EM og gera þar þrjú jafntefli. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, tvöfaldaði verðlaunaféð frá því á EM í Hollandi árið 2017 fyrir mótið í Englandi í ár. Fyrir það að komast á EM fékk Ísland eins og önnur lið 600.000 evrur, sem í dag jafngildir um 83 milljónum króna. Fyrir hvert jafntefli fékk Ísland svo 50.000 evrur eða samtals 150.000 evrur, eftir 1-1 jafntefli við Belgíu, Ítalíu og Frakkland. Þó að vítaspyrna Dagnýjar Brynjarsdóttur seint í uppbótartíma gegn Frökkum í gær hafi ekki dugað til að skila Íslandi í 8-liða úrslit var hún því engu að síður sjö milljóna króna virði. Ísland varð fyrsta liðið í sögu EM til þess að falla úr keppni án þess að tapa leik en hefði liðið komist áfram í 8-liða úrslit hefði það skilað liðinu 205.000 evrum til viðbótar, eða jafnvirði rúmlega 28 milljóna króna. Þýskaland og England unnu alla leiki sína í riðlakeppninni á EM og skilaði það hvoru liði því 300.000 evrum. Ef annað liðið verður Evrópumeistari mun það samtals hafa unnið sér inn 2.085.000 evrur í verðlaunafé frá UEFA, eða jafnvirði um 290 milljóna króna. Sú upphæð er þó enn langtum lægri en er í boði á EM karla en fyrir að komast á síðasta Evrópumót karla fengust 9.250.000 evrur og sigurvegarinn gat mest fengið 34.000.000 evra í sinn hlut, eða rúmlega 16 sinnum hærri upphæð en Evrópumeistarar kvenna. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, tvöfaldaði verðlaunaféð frá því á EM í Hollandi árið 2017 fyrir mótið í Englandi í ár. Fyrir það að komast á EM fékk Ísland eins og önnur lið 600.000 evrur, sem í dag jafngildir um 83 milljónum króna. Fyrir hvert jafntefli fékk Ísland svo 50.000 evrur eða samtals 150.000 evrur, eftir 1-1 jafntefli við Belgíu, Ítalíu og Frakkland. Þó að vítaspyrna Dagnýjar Brynjarsdóttur seint í uppbótartíma gegn Frökkum í gær hafi ekki dugað til að skila Íslandi í 8-liða úrslit var hún því engu að síður sjö milljóna króna virði. Ísland varð fyrsta liðið í sögu EM til þess að falla úr keppni án þess að tapa leik en hefði liðið komist áfram í 8-liða úrslit hefði það skilað liðinu 205.000 evrum til viðbótar, eða jafnvirði rúmlega 28 milljóna króna. Þýskaland og England unnu alla leiki sína í riðlakeppninni á EM og skilaði það hvoru liði því 300.000 evrum. Ef annað liðið verður Evrópumeistari mun það samtals hafa unnið sér inn 2.085.000 evrur í verðlaunafé frá UEFA, eða jafnvirði um 290 milljóna króna. Sú upphæð er þó enn langtum lægri en er í boði á EM karla en fyrir að komast á síðasta Evrópumót karla fengust 9.250.000 evrur og sigurvegarinn gat mest fengið 34.000.000 evra í sinn hlut, eða rúmlega 16 sinnum hærri upphæð en Evrópumeistarar kvenna.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira