Kaup ríkisins á hluta nýbyggingar Landsbankans enn til skoðunar Árni Sæberg skrifar 20. júlí 2022 11:56 Svona munu nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn líta út. Hugsanlega verður húsið einnig ný húsakynni utanríkisráðuneytisins. Viðræður hafa farið fram milli ríkisins og Landsbankans um kaup þess fyrrnefnda á 6500 fermetra hluta nýbyggingar Landsbankans við Austurhöfn. Kaupin eru enn til skoðunar og vonast er til að niðurstaða fáist á næstu vikum. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að kaup ríkisins á 6500 fermetra skrifstofurými í norðurhúsi nýja Landsbankans við Austurhöfn væru komin í strand. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ástæðan sé sú að óeining sé milli forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins um kaupin. Í sameiginlegu svari forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að á undanförnum misserum hafi verið unnið að því að skipa húsnæðismálum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands fyrir með haganlegum hætti, en núverandi húsnæði sé dreift og í sumum tilvikum úrelt. Við endurskoðun á þessari skipan hafi verið litið til þess að draga úr rýmisþörf, stuðla að samnýtingu og hagræðingu og auka sveigjanleika í nýtingu húsnæðisins. Kemur í ljós fljótlega hvort verði af kaupunum „Meðal kosta sem unnið hefur verið með eru möguleg kaup ríkisins á hluta af nýbyggingu Landsbankans við Austurhöfn, sem gæti hentað vel fyrir starfsemi Stjórnarráðsins. Viðræður hafa farið fram við Landsbankann um þann kost og standa vonir til þess að fá endanlega niðurstöðu um hvort af þeim kaupum verði á allra næstu vikum,“ segir í svarinu. Í fréttatilkynningu Stjórnarráðsins frá febrúar segir að kannað verði til hlítar hvort hægt sé að ná fram hagkvæmri niðurstöðu um kaup ríkisins á norðurhúsinu. Um sé að ræða nútímalegt og sveigjanlegt skrifstofuhúsnæði sem hægt er að sérsníða að þörfum Stjórnarráðsins innan tiltölulega skamms tíma og sé því um álitlegan kost að ræða. Áður hefur verið greint frá því að til standi að utanríkisráðuneytið flytji í húsnæði Landsbankans. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Stjórnsýsla Íslenskir bankar Tengdar fréttir Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. 19. nóvember 2021 19:21 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að kaup ríkisins á 6500 fermetra skrifstofurými í norðurhúsi nýja Landsbankans við Austurhöfn væru komin í strand. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ástæðan sé sú að óeining sé milli forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins um kaupin. Í sameiginlegu svari forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að á undanförnum misserum hafi verið unnið að því að skipa húsnæðismálum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands fyrir með haganlegum hætti, en núverandi húsnæði sé dreift og í sumum tilvikum úrelt. Við endurskoðun á þessari skipan hafi verið litið til þess að draga úr rýmisþörf, stuðla að samnýtingu og hagræðingu og auka sveigjanleika í nýtingu húsnæðisins. Kemur í ljós fljótlega hvort verði af kaupunum „Meðal kosta sem unnið hefur verið með eru möguleg kaup ríkisins á hluta af nýbyggingu Landsbankans við Austurhöfn, sem gæti hentað vel fyrir starfsemi Stjórnarráðsins. Viðræður hafa farið fram við Landsbankann um þann kost og standa vonir til þess að fá endanlega niðurstöðu um hvort af þeim kaupum verði á allra næstu vikum,“ segir í svarinu. Í fréttatilkynningu Stjórnarráðsins frá febrúar segir að kannað verði til hlítar hvort hægt sé að ná fram hagkvæmri niðurstöðu um kaup ríkisins á norðurhúsinu. Um sé að ræða nútímalegt og sveigjanlegt skrifstofuhúsnæði sem hægt er að sérsníða að þörfum Stjórnarráðsins innan tiltölulega skamms tíma og sé því um álitlegan kost að ræða. Áður hefur verið greint frá því að til standi að utanríkisráðuneytið flytji í húsnæði Landsbankans.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Stjórnsýsla Íslenskir bankar Tengdar fréttir Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. 19. nóvember 2021 19:21 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. 19. nóvember 2021 19:21