Leggja niður störf í kæfandi hita á Suður-Jótlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 12:05 Karen Guðnadóttir með Molly sína fyrr í sumar, í þægilegum 20 stigum. Hitabylgjan sem herjað hefur á Evrópubúa síðustu daga færist nú norður á bóginn en hitameti er spáð í Danmörku í dag. Íslendingur syðst á Jótlandi, þar sem hitametið gæti fallið, segir hitann óbærilegan og fólk sé byrjað að leggja niður störf vegna hans. Gærdagurinn var vægast sagt þrúgandi í álfunni en hæsti hiti frá upphafi, 40,3 stig, mældist í Bretlandi. Þá fór hitinn í 37,7 stig í Belgíu, næsthæsti hiti sem mælst hefur, og gærdagurinn var jafnframt sá heitasti það sem er sumri í Þýskalandi - þar fór hitinn upp í 39,5 stig í Duisburg. Og hjá nágrönnum okkar í Danmörku búast veðurfræðingar við hitameti. Núverandi met er 47 ára gamalt en 10. ágúst 1975 mældust 36,4 stig í Holstebro á norðvestanverðu Jótlandi. Sören Jacobsen veðurfræðingur segir við danska ríkisútvarpið DR að vel gæti orðið heitara í dag. Og ef ekki verði í það minnsta júlímetið að öllum líkindum slegið en það stendur nú í 35,3 gráðum árið 1941. Þá verði líklegast heitast á Suður-Jótlandi. Erfitt að venjast hitanum Karen Guðnadóttir vinnur á golfvelli á Suður-Jótlandi, um tuttugu mínútur frá þýsku landamærunum. Hún var stödd á vellinum þegar fréttastofa náði tali af henni rétt fyrir fréttir. „Ég var að spyrja kollega minn hérna, því hún var með hitamæli í skugga og það eru búnar að mælast yfir 34 gráður. Og enn er spáð meiri hita eftir því sem líður á daginn. Þess vegna eru verkamenn sem vinna úti bara hættir að vinna. Því þegar þetta kemur í svona tvo, þrjá daga þá venst maður þessu ekkert,“ segir Karen. „Þetta er bara eins og að labba inn í gufu.“ Karen, sem er fyrrverandi landsliðskylfingur, vinnur innandyra á golfvellinum svo hún getur haldið sínu striki í dag. En hún segir ljóst lítið verði um að vera á vellinum sjálfum í þessum mikla hita. „Fólk er hætt að spila. Og ég sjálf myndi aldrei fara í golf í þessu,“ segir Karen. Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Sjá meira
Gærdagurinn var vægast sagt þrúgandi í álfunni en hæsti hiti frá upphafi, 40,3 stig, mældist í Bretlandi. Þá fór hitinn í 37,7 stig í Belgíu, næsthæsti hiti sem mælst hefur, og gærdagurinn var jafnframt sá heitasti það sem er sumri í Þýskalandi - þar fór hitinn upp í 39,5 stig í Duisburg. Og hjá nágrönnum okkar í Danmörku búast veðurfræðingar við hitameti. Núverandi met er 47 ára gamalt en 10. ágúst 1975 mældust 36,4 stig í Holstebro á norðvestanverðu Jótlandi. Sören Jacobsen veðurfræðingur segir við danska ríkisútvarpið DR að vel gæti orðið heitara í dag. Og ef ekki verði í það minnsta júlímetið að öllum líkindum slegið en það stendur nú í 35,3 gráðum árið 1941. Þá verði líklegast heitast á Suður-Jótlandi. Erfitt að venjast hitanum Karen Guðnadóttir vinnur á golfvelli á Suður-Jótlandi, um tuttugu mínútur frá þýsku landamærunum. Hún var stödd á vellinum þegar fréttastofa náði tali af henni rétt fyrir fréttir. „Ég var að spyrja kollega minn hérna, því hún var með hitamæli í skugga og það eru búnar að mælast yfir 34 gráður. Og enn er spáð meiri hita eftir því sem líður á daginn. Þess vegna eru verkamenn sem vinna úti bara hættir að vinna. Því þegar þetta kemur í svona tvo, þrjá daga þá venst maður þessu ekkert,“ segir Karen. „Þetta er bara eins og að labba inn í gufu.“ Karen, sem er fyrrverandi landsliðskylfingur, vinnur innandyra á golfvellinum svo hún getur haldið sínu striki í dag. En hún segir ljóst lítið verði um að vera á vellinum sjálfum í þessum mikla hita. „Fólk er hætt að spila. Og ég sjálf myndi aldrei fara í golf í þessu,“ segir Karen.
Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Sjá meira