Erlent

Uppgötvuðu elstu stjörnu­þoku sem hefur sést

Magnús Jochum Pálsson skrifar
GLASS-z13 sem 13,5 milljarða ára gömul er elsta stjörnuþokan sem hefur fundist til þessa.
GLASS-z13 sem 13,5 milljarða ára gömul er elsta stjörnuþokan sem hefur fundist til þessa. JWST/NASA/CSA/ESA/STScI

James Webb-geimsjónaukinn náði nýverið mynd af stjörnuþokunni GLASS-z13 sem er 13,5 milljarða gömul og þar af leiðandi elsta stjörnuþoka sem hefur verið uppgötvuð til þessa.

Það er stutt síðan myndir frá James Webb-geimsjónaukanum voru sýndar almenningi og nú virðist hann búinn að slá heimsmet þegar það náðust myndir af stjörnuþokunni GLASS-z13. 

Að sögn Rohan Naidu, stjörnufræðings hjá Harvard Center for Astrophysics, myndaðist GLASS-z13 þrjú hundruð milljón árum eftir Miklahvell og er því um hundrað milljón árum eldri en nokkuð annað sem hefur verið uppgötvað.

„Við erum mögulega að horfa á fjarlægasta stjörnuljós sem nokkur hefur séð,“ segir Naidu.

Þó GLASS-z13 hafi myndast á elsta tímabili alheimsins er nákvæmur aldur stjörnuþokunnar óvitaður þar sem hún gæti hafa myndast hvenær sem er á fyrstu þrjú hundruð milljón árunum eftir Miklahvell.


Tengdar fréttir

Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans

Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum.

Segir sjónaukann marka nýtt upphaf í stjarnvísindum

Fyrsta ljósmyndin úr James-Webb geimsjónaukanum birtist í gærkvöldi og eru fleiri myndir væntanlegar klukkan hálf þrjú í dag. Þetta eru skýrustu myndir sem mannkynið hefur tekið og séðaf sumum af daufustu og fjarlægustu vetrarbrautum til þessa. Stjörnu-Sævar segir þetta sögulegan dag og marka nýtt upphaf í stjarnvísindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×