Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2022 20:46 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. Flugvél á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum var snúið við yfir Grænlandi á fjórða tímanum síðdegis í gær þegar tilkynning vegna sprengjuhótunar barst íslenskum flugmálayfirvöldum. Flugvélinni var lent á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í gær, þar sem við tók mikil aðgerð. Samkvæmt heimildum hafði farþegi í vélinni skrifað „BOMB“ eða „SPRENGJA“ á spegilinn á salerni vélarinnar. „Það sem gerist í tilviki sem þessu þá virkjum við neyðaráætlun vegna flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Þetta er áætlun sem í raun og veru er trúnaðarmál og ég get ekki farið efnislega í það hvað hún í smáatriðum snýst um, en það fer allt á hæsta viðbúnaðarstig. Þegar um sprengjuhótun er að ræða í loftfari er það lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stýrir aðgerðum í samstarfi við fjölda aðila,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þegar við erum að tala um sprengjuhótun þá annast sprengjuleitina sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar.“ Við tók ítarleg leit að sprengju, bæði um borð í vélinni og á farþegum og í farangri þeirra. „Vélin er auðvitað mjög vel skoðuð. Síðan er það farangur farþeganna og farþegarnir sjálfir. Þeir sæta skoðun eða rannsókn þegar búið er að tryggja að engin sprengja er í farangri eða á viðkomandi farþega. Eða á flugvélinni,“ segir Úlfar. „Ég held að ég geti fullyrt það að allt viðbragð og samstarf viðbragðsaðila í gær, aðgerðir stóðu fram á nótt, hafi gengið afbragðsvel. Það sem skiptir náttúrulega mestu máli er að í vélinni var engin sprengja.“ Flugvélinni, sem kom með farþegana frá Frankfurt, var snúið aftur til Þýskaland og önnur flugvél kom seint í gærkvöldi til að ferja farþegana yfir til Bandaríkjanna. Farþegarnir höfðu þá fengið áfallahjálp hjá áfallateymi Rauða krossins en 266 farþegar voru um borð í vélinni. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Flugvél á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum var snúið við yfir Grænlandi á fjórða tímanum síðdegis í gær þegar tilkynning vegna sprengjuhótunar barst íslenskum flugmálayfirvöldum. Flugvélinni var lent á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í gær, þar sem við tók mikil aðgerð. Samkvæmt heimildum hafði farþegi í vélinni skrifað „BOMB“ eða „SPRENGJA“ á spegilinn á salerni vélarinnar. „Það sem gerist í tilviki sem þessu þá virkjum við neyðaráætlun vegna flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Þetta er áætlun sem í raun og veru er trúnaðarmál og ég get ekki farið efnislega í það hvað hún í smáatriðum snýst um, en það fer allt á hæsta viðbúnaðarstig. Þegar um sprengjuhótun er að ræða í loftfari er það lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stýrir aðgerðum í samstarfi við fjölda aðila,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þegar við erum að tala um sprengjuhótun þá annast sprengjuleitina sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar.“ Við tók ítarleg leit að sprengju, bæði um borð í vélinni og á farþegum og í farangri þeirra. „Vélin er auðvitað mjög vel skoðuð. Síðan er það farangur farþeganna og farþegarnir sjálfir. Þeir sæta skoðun eða rannsókn þegar búið er að tryggja að engin sprengja er í farangri eða á viðkomandi farþega. Eða á flugvélinni,“ segir Úlfar. „Ég held að ég geti fullyrt það að allt viðbragð og samstarf viðbragðsaðila í gær, aðgerðir stóðu fram á nótt, hafi gengið afbragðsvel. Það sem skiptir náttúrulega mestu máli er að í vélinni var engin sprengja.“ Flugvélinni, sem kom með farþegana frá Frankfurt, var snúið aftur til Þýskaland og önnur flugvél kom seint í gærkvöldi til að ferja farþegana yfir til Bandaríkjanna. Farþegarnir höfðu þá fengið áfallahjálp hjá áfallateymi Rauða krossins en 266 farþegar voru um borð í vélinni.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07