Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2022 10:37 Reykurinn sem stígur upp frá eldgosinu hefur bláleitan blæ. Það er merki um hið skaðlega brennisteinstvíoxíð. Vísir/Vilhelm Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. Skaðlegt brennisteinstvíoxíð stígur upp frá eldgosinu í Meradölum. Það hefur ertandi áhrif á fólk og sér í lagi þá sem glíma við veikindi í öndunarfærum. Því hefur Veðurstofa Íslands sett á fótt gasmengunarspá sem sýnir dreifingu gassins. Miðað við spánna mun gas koma yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan 4 á morgun og annað kvöld er spáð mengun upp á 2.600 til 9.000 míkrógrömm í einum rúmmetra andrúmslofts við yfirborð, í efri byggðum Reykjavíkur og Mosfellsbæ. Svona lítur spáin út klukkan 21 á morgun en um miðnætti verður rauði liturinn yfir Mosfellsbæ.Veðurstofa Íslands Samkvæmt töflu á loftgæðavef Umhverfisstofnunar er svo mikið magn brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti óhollt fólki. Fólk, sér í lagi viðkvæmir, geti upplifað hósta, höfuðverk og ertingu í augum, nefi og koki. Gasið helst uppi í loftinu Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að líkanið eigi það til að ofmeta magn koltvísýrings við yfirborð og því sé best að fylgjast með loftgæðum í rauntíma á vef Umhverfisstofnunar. „Við lærðum það síðast að það er helst þegar það er hvass vindur sem nær að berja plómuna niður á yfirborðið, sem við sjáum tölur eitthvað líkar því sem í líkaninu,“ segir hún. Ekki er spáð miklum vindi á morgun svo ósennilegt er að gasið nái til jarðar. Ekkert varð úr spáðri mengun í Vogum „Það var gert ráð fyrir talsvert háum styrk í Vogum í nótt og það mældist ekkert og ekki í Garði heldur. Við sáum plúmuna, hún bara náði ekki til yfirborðs,“ segir Elín Björk. Áfram er spáð nokkurri mengun í Vogum í dag og í Þorlákshöfn og nágrenni seinna í dag. Hún segir erfitt að gera nákvæma spá um gasmengun við yfirborð vegna þessa. „Þetta er erfið míkróeðlisfræði og við erum ekki með reikniafl til þess að fara í mjög fína möskvastærð,“ segir Elín Björk. Þess vegna sé betra skoða áhrifasvæðakort Veðurstofunnar, sem sýna dreifingu gass á sex og 24 klukkustunda tímabili, og loftgæðakort Umhverfisstofnunar. Hér má sjá hvar gas mun hafa áhrif frá hádegi í dag til hádegis á morgun.Veðurstofa Íslands „Það er alveg óþarfi að örvænta og ef fólk er viðkvæmt fyrir er gott að forðast áreynslu utandyra og loka gluggum,“ segir Elín Björk og bætir við að eðlilegt sé að einhver loftmengun komi frá eldgosi í nágrenni við byggð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Skaðlegt brennisteinstvíoxíð stígur upp frá eldgosinu í Meradölum. Það hefur ertandi áhrif á fólk og sér í lagi þá sem glíma við veikindi í öndunarfærum. Því hefur Veðurstofa Íslands sett á fótt gasmengunarspá sem sýnir dreifingu gassins. Miðað við spánna mun gas koma yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan 4 á morgun og annað kvöld er spáð mengun upp á 2.600 til 9.000 míkrógrömm í einum rúmmetra andrúmslofts við yfirborð, í efri byggðum Reykjavíkur og Mosfellsbæ. Svona lítur spáin út klukkan 21 á morgun en um miðnætti verður rauði liturinn yfir Mosfellsbæ.Veðurstofa Íslands Samkvæmt töflu á loftgæðavef Umhverfisstofnunar er svo mikið magn brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti óhollt fólki. Fólk, sér í lagi viðkvæmir, geti upplifað hósta, höfuðverk og ertingu í augum, nefi og koki. Gasið helst uppi í loftinu Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að líkanið eigi það til að ofmeta magn koltvísýrings við yfirborð og því sé best að fylgjast með loftgæðum í rauntíma á vef Umhverfisstofnunar. „Við lærðum það síðast að það er helst þegar það er hvass vindur sem nær að berja plómuna niður á yfirborðið, sem við sjáum tölur eitthvað líkar því sem í líkaninu,“ segir hún. Ekki er spáð miklum vindi á morgun svo ósennilegt er að gasið nái til jarðar. Ekkert varð úr spáðri mengun í Vogum „Það var gert ráð fyrir talsvert háum styrk í Vogum í nótt og það mældist ekkert og ekki í Garði heldur. Við sáum plúmuna, hún bara náði ekki til yfirborðs,“ segir Elín Björk. Áfram er spáð nokkurri mengun í Vogum í dag og í Þorlákshöfn og nágrenni seinna í dag. Hún segir erfitt að gera nákvæma spá um gasmengun við yfirborð vegna þessa. „Þetta er erfið míkróeðlisfræði og við erum ekki með reikniafl til þess að fara í mjög fína möskvastærð,“ segir Elín Björk. Þess vegna sé betra skoða áhrifasvæðakort Veðurstofunnar, sem sýna dreifingu gass á sex og 24 klukkustunda tímabili, og loftgæðakort Umhverfisstofnunar. Hér má sjá hvar gas mun hafa áhrif frá hádegi í dag til hádegis á morgun.Veðurstofa Íslands „Það er alveg óþarfi að örvænta og ef fólk er viðkvæmt fyrir er gott að forðast áreynslu utandyra og loka gluggum,“ segir Elín Björk og bætir við að eðlilegt sé að einhver loftmengun komi frá eldgosi í nágrenni við byggð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41
Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17