Rússnesk fréttakona sem mótmælti innrásinni handtekin fyrir að gagnrýna herinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 18:02 Marina Ovsyannikova hefur verið handtekin fyrir að fara niðrandi orðum um rússneska herinn og gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi. AP Rússneska fréttakonan Marina Ovsyannikova, sem vakti athygli í mars síðastliðnum fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu í beinni útsendingu, hefur verið ákærð fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að tíu ára dóm verði hún sakfelld, segir lögmaður hennar. Ovsyannikova stóð fyrir mótmælum í síðasta mánuði, þar sem hún hélt á skilti sem stóð á „(Rússlandsforseti Vladimír) Pútín er morðingi, hermenn hans eru fasistar. 352 börn hafa verið myrt (í Úkraínu). Hve mörg börn þurfa að deyja til að þið hættið?“ Lögreglan gerði húsleit á heimili Ovsyannikova í dag og var hún þá handtekin. Hún dvelur nú í fangaklefa á lögreglustöð í Moskvu. Dmitry Zakhvatov, lögmaður Ovsyannikova, sagði í færslu á Telegram að ef Ocsyannikova verði sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm vegna nýrra laga sem refsa fólki fyrir yfirlýsingar gegn rússneska hernum en þau voru fest í gildi skömmu eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Ítrekað sektuð fyrir að lítillækka herinn Ovsyannikova varð heimsfræg í mars síðastliðnum þegar hún hélt uppi skilti í beinni útsendingu í rússnesku sjónvarpi sem stóð á „Stöðvið stríðið, ekki trúa áróðrinum, þeir eru að ljúga að ykkur hér.“ Fyrir þann gjörning var hún ákærð fyrir að lítillækka rússneska herinn og fékk sekt upp á 30 þúsund rúblur (sem jafngilti þá um 36 þúsund krónum). Osyannikova með mótmælendaskiltið skömmu eftir að innrás rússa hófst.skjáskot Ovsyannikova vann sjálf á fréttastofunni en hætti í kjölfar mótmælanna og hefur síðan þá starfað sem aktívisti, staðið fyrir mótmælum og talað gegn stríðinu opinberlega. Þá var hún um tíma á flakki erlendis og fékk meðal annars vinnu hjá þýska blaðinu Die Welt. Á undanförnum vikum hefur hún verið sektuð tvisvar til viðbótar fyrir að lítillækka rússneska herinn. Annars vegar var hún sektuð um 40 þúsund rúblur vegna ummæla um herinn í Facebook-færslu. Hins vegar var hún sektuð um 50 þúsund rúblur fyrir að lýsa yfir stuðningi við Ilya Yashin, rússneskan stjórnarandstöðuþingmann, sem var fangelsaður fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Fréttakonan sem mótmælti innrásinni handtekin Rússneska fréttakonan sem mótmælti innrás rússa í beinni útskendingu á rússneska ríkissjónvarpinu skömmu eftir innrásina hefur verið handtekin. 18. júlí 2022 07:39 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Ovsyannikova stóð fyrir mótmælum í síðasta mánuði, þar sem hún hélt á skilti sem stóð á „(Rússlandsforseti Vladimír) Pútín er morðingi, hermenn hans eru fasistar. 352 börn hafa verið myrt (í Úkraínu). Hve mörg börn þurfa að deyja til að þið hættið?“ Lögreglan gerði húsleit á heimili Ovsyannikova í dag og var hún þá handtekin. Hún dvelur nú í fangaklefa á lögreglustöð í Moskvu. Dmitry Zakhvatov, lögmaður Ovsyannikova, sagði í færslu á Telegram að ef Ocsyannikova verði sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm vegna nýrra laga sem refsa fólki fyrir yfirlýsingar gegn rússneska hernum en þau voru fest í gildi skömmu eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Ítrekað sektuð fyrir að lítillækka herinn Ovsyannikova varð heimsfræg í mars síðastliðnum þegar hún hélt uppi skilti í beinni útsendingu í rússnesku sjónvarpi sem stóð á „Stöðvið stríðið, ekki trúa áróðrinum, þeir eru að ljúga að ykkur hér.“ Fyrir þann gjörning var hún ákærð fyrir að lítillækka rússneska herinn og fékk sekt upp á 30 þúsund rúblur (sem jafngilti þá um 36 þúsund krónum). Osyannikova með mótmælendaskiltið skömmu eftir að innrás rússa hófst.skjáskot Ovsyannikova vann sjálf á fréttastofunni en hætti í kjölfar mótmælanna og hefur síðan þá starfað sem aktívisti, staðið fyrir mótmælum og talað gegn stríðinu opinberlega. Þá var hún um tíma á flakki erlendis og fékk meðal annars vinnu hjá þýska blaðinu Die Welt. Á undanförnum vikum hefur hún verið sektuð tvisvar til viðbótar fyrir að lítillækka rússneska herinn. Annars vegar var hún sektuð um 40 þúsund rúblur vegna ummæla um herinn í Facebook-færslu. Hins vegar var hún sektuð um 50 þúsund rúblur fyrir að lýsa yfir stuðningi við Ilya Yashin, rússneskan stjórnarandstöðuþingmann, sem var fangelsaður fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Fréttakonan sem mótmælti innrásinni handtekin Rússneska fréttakonan sem mótmælti innrás rússa í beinni útskendingu á rússneska ríkissjónvarpinu skömmu eftir innrásina hefur verið handtekin. 18. júlí 2022 07:39 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13
Fréttakonan sem mótmælti innrásinni handtekin Rússneska fréttakonan sem mótmælti innrás rússa í beinni útskendingu á rússneska ríkissjónvarpinu skömmu eftir innrásina hefur verið handtekin. 18. júlí 2022 07:39