Besta upphitun fyrir 13. umferð: Labbaði inn á slysó en kom út í gifsi og hjólastól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 15:30 Bergdís Fanney Einarsdóttir spilar ekki meira á þessu tímabili vegna meiðsla. Hún sagði frá því þegar hún ökklabrotnaði. S2 Sport Guðlaug Jónsdóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir þrettándu umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Upphitunarþáttinn má nú finna hér á Vísi en umferðin er óvenjuleg því tveir fyrstu leikir hennar fóru fram í júlímánuði. Leikjum Vals og Breiðabliks í umferðinni var flýtt vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppninni. Frestanir vegna Evrópuleikja Vals og Breiðabliks bitna sérstaklega illa á KR-konum því leik þeirra á móti Vals í næstu umferð var einnig frestað um óákveðinn tíma. Það þýðir að KR liðið, sem spilaði síðast 9. ágúst síðastliðinn spilar ekki aftur fyrr en 12. september. Eftir fjórtándu umferðina tekur nefnilega við landsleikfrí þar sem íslenska landsliðið er að klára undankeppni sína fyrir HM. „Við erum með KR-upphitun í dag því við höfum ekki verið með KR-ing áður í setti,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Bergdís Fanney Einarsdóttir varð fyrir því óláni að ökklabrotna í fyrsta leik eftir EM-hlé og missir því af restinni af tímabilinu. „Við spilum þarna fyrsta leik eftir hlé og þar brotna ég. Það kom ekki í ljós fyrr en eftir helgina. Ég hélt að þetta væri slæm tognun og ákvað bara að fara heim og kæla. Svo fannst mér bólgan ekki hafa hjaðnað vel og fór upp á slysó. Ég keyrði sjálf þangað og labbaði inn með eina hækju en kom út í gifsi og í hjólastól,“ sagði Bergdís Fanney Einarsdóttir. „Viku seinna fór ég í aðgerð og núna er ég sex skrúfum og einni plötu ríkari. Það er hægt að taka pinnana út eftir tíu til tólf vikur þegar liðbandið er orðið nógu gott. Það var víst orðið eitthvað lélegt eftir að maður var búin að labba á þessu,“ sagði Bergdís Fanney. „Það getur verið erfitt að horfa á liðið sitt ströggla og geta ekki hjálpað því. Maður þarf bara að halda í jákvæðnina og vera til staðar þegar maður getur og hvetja þær áfram. Ég veit að það býr fullt í þessu liði,“ sagði Bergdís. Það má horfa á allt spjallið við Bergdísi og Guðlaugu hér fyrir ofan. Þær ræða þær ýmislegt og velta fyrir sér leikjunum í Bestu deildinni annað kvöld. Leikirnir eru Þróttur R.-ÍBV, Selfoss-Þór/KA og Afturelding- Keflavík. Klippa: Besta upphitunin fyrir 13. umferð: Guðlaug og Bergdís Fanney Besta deild kvenna KR Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Upphitunarþáttinn má nú finna hér á Vísi en umferðin er óvenjuleg því tveir fyrstu leikir hennar fóru fram í júlímánuði. Leikjum Vals og Breiðabliks í umferðinni var flýtt vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppninni. Frestanir vegna Evrópuleikja Vals og Breiðabliks bitna sérstaklega illa á KR-konum því leik þeirra á móti Vals í næstu umferð var einnig frestað um óákveðinn tíma. Það þýðir að KR liðið, sem spilaði síðast 9. ágúst síðastliðinn spilar ekki aftur fyrr en 12. september. Eftir fjórtándu umferðina tekur nefnilega við landsleikfrí þar sem íslenska landsliðið er að klára undankeppni sína fyrir HM. „Við erum með KR-upphitun í dag því við höfum ekki verið með KR-ing áður í setti,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Bergdís Fanney Einarsdóttir varð fyrir því óláni að ökklabrotna í fyrsta leik eftir EM-hlé og missir því af restinni af tímabilinu. „Við spilum þarna fyrsta leik eftir hlé og þar brotna ég. Það kom ekki í ljós fyrr en eftir helgina. Ég hélt að þetta væri slæm tognun og ákvað bara að fara heim og kæla. Svo fannst mér bólgan ekki hafa hjaðnað vel og fór upp á slysó. Ég keyrði sjálf þangað og labbaði inn með eina hækju en kom út í gifsi og í hjólastól,“ sagði Bergdís Fanney Einarsdóttir. „Viku seinna fór ég í aðgerð og núna er ég sex skrúfum og einni plötu ríkari. Það er hægt að taka pinnana út eftir tíu til tólf vikur þegar liðbandið er orðið nógu gott. Það var víst orðið eitthvað lélegt eftir að maður var búin að labba á þessu,“ sagði Bergdís Fanney. „Það getur verið erfitt að horfa á liðið sitt ströggla og geta ekki hjálpað því. Maður þarf bara að halda í jákvæðnina og vera til staðar þegar maður getur og hvetja þær áfram. Ég veit að það býr fullt í þessu liði,“ sagði Bergdís. Það má horfa á allt spjallið við Bergdísi og Guðlaugu hér fyrir ofan. Þær ræða þær ýmislegt og velta fyrir sér leikjunum í Bestu deildinni annað kvöld. Leikirnir eru Þróttur R.-ÍBV, Selfoss-Þór/KA og Afturelding- Keflavík. Klippa: Besta upphitunin fyrir 13. umferð: Guðlaug og Bergdís Fanney
Besta deild kvenna KR Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira