Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni og eru eigendur þeirra, Glazer-fjölskyldan, mögulega að toppa sig í óvinsældum um þessar mundir. Mikið andúð hefur ríkt í garð eigendanna síðan fjölskyldan keypti félagið og steypti því í skuldir.
Stuðningsfólk Man United bíður í ofvæni eftir nýjum eigendum og því hafa eflaust mörg þeirra hoppað hæð sína er Musk sagðist ætla að kaupa félagið en ljóst er að hann hefur efni á því. Musk, sem er enn í málaferlum við Twitter þar sem hann ætlaði sér að kaupa samfélagsmiðilinn en hætti svo við, grínaðist með þetta á Twitter.
Also, I m buying Manchester United ur welcome
— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022
Eftir að segja „Til að taka allan vafa af, ég styð vinstri hluta Repúblikanaflokksins og hægri hluta Demókrataflokksins“ þá bætti Musk við:
„Einnig er ég að festa kaup á Manchester United. Verði ykkur að því.“
Lét Musk ummælin standa og hefur meira en hálf milljón líkað við það þegar þetta er skrifað. Musk viðurkenndi þó að hann væri að grínast er hann var spurður hvort honum væri alvara.
Although, if it were any team, it would be Man U. They were my fav team as a kid.
— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022
„Nei, þetta er brandari sem hefur verið lengi í gangi á Twitter, ég er ekki að fara kaupa íþróttalið … ef ég myndi hins vegar kaupa íþróttalið þá væri það Man United. Þeir voru uppáhaldsliðið mitt þegar ég var krakki.“
„Uppistand er aukavinnan mín,“ sagði hinn 51 árs gamli Musk að endingu og hefur ekki tíst síðan.
Standup is my side-hustle
— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022