Ríflega átta þúsund hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. ágúst 2022 12:00 SIlja Úlfarsdóttir er upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið. Stöð 2 Að minnsta kosti 8.200 munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á Menningarnótt á morgun. 88 milljónir hafa safnast í formi áheita og munu renna til hinna ýmsu góðgerðarfélaga. Menningarnótt Reykjavíkurborgar fer fram á morgun með tilheyrandi hátíðardagskrá. Matarvagnar verða staðsettir víða um miðbæinn, list verður nánast á hverju horni, tónleikar, dans, blöðrudýr, ís fyrir börnin og svo lengi mætti telja, en upplýsingar um helstu viðburði má finna í fréttinni hér að neðan. Frítt verður í Strætó og boðið upp á skutlþjónustu á milli Laugardals og Hallgrímskirkju. Skráning enn í gangi Dagskrá Menningarnætur hefst að venju með Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka en 8.200 hlauparar eru skráðir í hlaupið í dag. „Við vitum að það á eftir að bætast eitthvað við en skráningarhátíðin sem er í Laugardalshöll er opin í dag á milli 14:00 og 19:00 og það er hægt að skrá á staðnum þar,“ sagði Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Hún segir að erlendir hlauparar skili sér vel en í ár koma tvö þúsund til landsins til að spretta úr spori. „Annars eru þetta flest allt íslenskir hlauparar, en við söknum þess þó aðeins að í tíu kílómetrunum þá vantar aðeins hlauparana sem hafa verið að hlaupa síðustu ár.“ 88 milljónir í hús Tíu kílómetrarnir eru vinsælasta hlaupaleiðin en hálft maraþon kemur þar fast á eftir. Líkt og þekkt er safna hlauparar áheitum. „Söfnunin gengur mjög vel. Við erum núna komin hátt í 88 milljónir en á sama tíma árið 2019 sem var metárið okkar þá vorum við komin nokkuð vel fram úr því. Við erum bjartsýn og vitum að síðustu dagarnir skila mestu þannig við hvetjum fólk sem ætlar ekki að hlaupa til að styrkja öll þessi góðu góðgerðarfélög.“ Hlaupið verður frá Sóleyjargötu í fyrramálið. Maraþon og hálfmaraþon hefst klukkan 8:40, tíu kílómetrarnir byrja 9:40 og skemmtiskokkið hefst klukkan 12:00. Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Reykjavík Hlaup Íslandsbanki Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Menningarnótt Reykjavíkurborgar fer fram á morgun með tilheyrandi hátíðardagskrá. Matarvagnar verða staðsettir víða um miðbæinn, list verður nánast á hverju horni, tónleikar, dans, blöðrudýr, ís fyrir börnin og svo lengi mætti telja, en upplýsingar um helstu viðburði má finna í fréttinni hér að neðan. Frítt verður í Strætó og boðið upp á skutlþjónustu á milli Laugardals og Hallgrímskirkju. Skráning enn í gangi Dagskrá Menningarnætur hefst að venju með Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka en 8.200 hlauparar eru skráðir í hlaupið í dag. „Við vitum að það á eftir að bætast eitthvað við en skráningarhátíðin sem er í Laugardalshöll er opin í dag á milli 14:00 og 19:00 og það er hægt að skrá á staðnum þar,“ sagði Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Hún segir að erlendir hlauparar skili sér vel en í ár koma tvö þúsund til landsins til að spretta úr spori. „Annars eru þetta flest allt íslenskir hlauparar, en við söknum þess þó aðeins að í tíu kílómetrunum þá vantar aðeins hlauparana sem hafa verið að hlaupa síðustu ár.“ 88 milljónir í hús Tíu kílómetrarnir eru vinsælasta hlaupaleiðin en hálft maraþon kemur þar fast á eftir. Líkt og þekkt er safna hlauparar áheitum. „Söfnunin gengur mjög vel. Við erum núna komin hátt í 88 milljónir en á sama tíma árið 2019 sem var metárið okkar þá vorum við komin nokkuð vel fram úr því. Við erum bjartsýn og vitum að síðustu dagarnir skila mestu þannig við hvetjum fólk sem ætlar ekki að hlaupa til að styrkja öll þessi góðu góðgerðarfélög.“ Hlaupið verður frá Sóleyjargötu í fyrramálið. Maraþon og hálfmaraþon hefst klukkan 8:40, tíu kílómetrarnir byrja 9:40 og skemmtiskokkið hefst klukkan 12:00.
Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Reykjavík Hlaup Íslandsbanki Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira