Kevin Durant kveikti í plönum allra framkvæmdastjóra NBA-deildarinnar þegar hann lýsti því yfir að hann vildi yfirgefa Brooklyn Nets í sumar. Hann hefur viðrað þá hugmynd að fara áfram en þá þurfa framkvæmdastjórinn Sean Marks og þjálfarinn Steve Nash að víkja. Sem stendur halda möguleg skipti Durant deildinni í gíslingu.
Á sama tíma hafði Kyrie Irving íhugað að færa sig um set og þá helst til Los Angeles þar sem hann hugðist ætla að reyna vinna hring með LeBron James á nýjan leik. Hinn þrítugi leikstjórnandi elskar hins vegar að koma á óvart og nú virðist sem Kyrie og stjórn Nets sé sammála um að það sé best fyrir hans eigin hagsmuni að vera áfram í Brooklyn, allavega um stundarsakir.
The Nets have made it clear to interested teams that they plan on keeping Kyrie Irving, per @ShamsCharania
— Bleacher Report (@BleacherReport) August 22, 2022
Sources say he's been 'holding constructive dialogue' with the team this offseason pic.twitter.com/PsDvzsOmId
Það virðist sem Kyrie verði áfram í svörtu sem þýðir að Russell Westbrook verður áfram í fjólubláu og gulu. Stuðningsfólk Lakers var þegar farið að slefa við tilhugsununni að skipta Westbrook út fyrir Irving en það virðist ekkert ætla að verða af þeim skiptum.
Irving er hins vegar að fara inn í „samningsár“ og ef hann er nálægt sínu besta í vetur er ljóst að nær öll lið deildarinnar verða tilbúin að semja við hann næsta sumar. Hvað varðar Durant og hans næsta áfangastað þá virðist það algjörlega óvíst en nýjasta liðið til að blanda sér í umræðuna er Memphis Grizzles.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.