Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2022 22:34 Úkraínskir hermenn að störfum. Getty/Vyacheslav Madiyevskyi Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. Yfirvöld í Úkraínu verjast allra fregna af átökunum í Kherson en gagnárásirnar eru Úkraínumönnum gífurlega mikilvægar. Þeir vonast til þess að sýna þjóðinni og bandamönnum sínum í Vesturlöndum að þeir geti sigrað Rússa. Átta hermenn sem særðust í átökunum í Kherson og eru á sjúkrahúsi ræddu þó við blaðamann Wall Street Journal (áskriftarvefur) um átökin. Einn þeirra sagði rússneska hermenn tiltölulega fáa en þeir væru vel vopnum búnir og með yfirburði á nokkrum sviðum og verðust með skriðdrekum, stórskotaliði, þyrlum og sprengjuvörpum. Gagnárásirnar í suðri hófust á mánudag og sögðust Úkraínumenn fljótt hafa brotið sér leið í gegnum fyrstu varnir Rússa á nokkrum stöðum. Í aðdraganda sóknarinnar höfðu Úkraínumenn varið nokkrum vikum í að grafa undan birgðaneti Rússa og gera þeim erfiðara með að flytja liðsauka á svæðið. Einn viðmælandi WSJ sagði sóknina hafa byrjað vel fyrir sína herdeild. Það væri baráttuandi í deildinni og að Rússar hefðu í fyrstu hörfað. Annar sagði Úkraínumenn sækja fram á nokkrum stöðum á víglínunni en þeir hefðu verið stöðvaðir á öðrum og misst marga menn. Sérfræðingar segja að það muni líklega taka nokkrar vikur og jafnvel mánuði að sjá hvort gagnárásirnar skili árangri. Rússar hafa enn mikla yfirburði þegar kemur að stórskotaliði.EPA/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Læknar að þroti komnir Ráðamenn í Úkraínu og hernaðarsérfræðingar hafa varað við miklu mannfalli, jafnvel þótt sóknin gangi vel hjá Úkraínumönnum. Þeir séu að ráðast á víggirtar varnir rússneska hersins og Rússar búi enn yfir sérstaklega miklum yfirburðum þegar komi að stórskotaliði. Læknir á sjúkrahúsinu sem hermennirnir voru á sagði álagið gífurlegt. Margir læknar og hjúkrunarfræðingar hefðu hætt að mæta til vinnu þegar Rússar skutu eldflaugum á sjúkrahúsið í ágúst. Læknarnir á sjúkrahúsinu keppist við að bjarga lífi alvarlegra særðra hermanna, áður en þeir væru sendir til annarra betur búinna sjúkrahúsa vestar í landinu. Viðmælandi WSJ sagði einnig að þrátt fyrir mikinn fjölda særðra hermanna kæmi baráttuandi þeirra honum á óvart. Þeir vildu flestir komast aftur á vígvöllinn eins fljótt og mögulegt væri. Undirbúa frekari árásir Quentin Sommerville, fréttamaður BBC sem er staddur á Donbas-svæðinu í austurhluta Úkraínu, segir Úkraínumenn einnig undirbúa gagnárásir þar og í kringum Kharkiv í norðurhluta landsins. Úkraínumenn vilji ná frumkvæðinu í átökunum af Rússum fyrir veturinn. Það að hafa frumkvæðið í átökum felur í stuttu máli sagt í sér að stjórna framvindu mála. Andstæðingurinn þarf þá að bregðast við aðgerðum og sækir síður fram. Að hafa frumkvæðið er gífurlega mikilvægt í átökum. #Ukraine: Perhaps everyone assumed that Bayraktar TB-2 UCAVs are no longer used for offensive actions- but that isn't true.Aided by HARM strikes, they are operating intensely during the #Kherson Offensive- such as this Russian 2S3 Akatsiya 152mm SPG torn apart just yesterday. pic.twitter.com/Xw3TXAkPzq— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 1, 2022 Eftir að Rússar hörfuðu frá svæðinu við Kænugarð og frá norðurhluta Úkraínu, einbeittu þeir sér að því að ná Donetsk- og Luhansk-héruðum, sem saman mynda Donbas-svæðið. Eftir hægan og stöðugan árangur þar í sumar hefur sókn Rússa að mestu stöðvast þar og víglínan hefur lítið breyst í ágúst. Úkraínskir hermenn í héraðinu segja að árásum Rússa hafi fækkað og færri hermenn taki þar að auki þátt í þeim. Einn yfirmaður sagði Sommerville að þegar Severodonetsk féll í hendur Rússa í lok júlí, hafi hlutfall hermanna verið um einn á móti sjö, Rússum í vil. Nú sé hlutfallið nær einum á móti þremur í austurhluta landsins. Rússar hafa á undanförnum vikum flutt hermenn frá Donbas til Kherson, vegna gagnárása Úkraínumanna. Betur þjálfaðir herlæknar Valerii Zaluzhnyi, herforingi í úkraínska hernum, sagði Sommerville að um níu þúsund hermenn hefðu fallið frá upphafi stríðsins. Engar opinberar tölur hafa verið gefnar upp en óhætt er að segja að níu þúsund er í lægri kantinum þegar kemur að áætlunum um fallna hermenn. Zaluzhnyi segir að úkraínski herinn hafi tekið stakkaskiptum frá 2014, þegar Rússar réðust fyrst inn í Úkraínu og innlimuðu Krímskaga og hjálpuðu aðskilnaðarsinnum að leggja undir sig hluta Donbas. Þær breytingar séu bersýnilegar þegar komið að herlæknum og það hafi hjálpað til við að draga úr mannfalli. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. 1. september 2022 12:48 Stjórnarformaður olíurisa látinn eftir fall út um sjúkrahúsglugga Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíu- og gasrisans Lukoil, er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á sjúkrahúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. 1. september 2022 08:17 Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26 Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49 Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Yfirvöld í Úkraínu verjast allra fregna af átökunum í Kherson en gagnárásirnar eru Úkraínumönnum gífurlega mikilvægar. Þeir vonast til þess að sýna þjóðinni og bandamönnum sínum í Vesturlöndum að þeir geti sigrað Rússa. Átta hermenn sem særðust í átökunum í Kherson og eru á sjúkrahúsi ræddu þó við blaðamann Wall Street Journal (áskriftarvefur) um átökin. Einn þeirra sagði rússneska hermenn tiltölulega fáa en þeir væru vel vopnum búnir og með yfirburði á nokkrum sviðum og verðust með skriðdrekum, stórskotaliði, þyrlum og sprengjuvörpum. Gagnárásirnar í suðri hófust á mánudag og sögðust Úkraínumenn fljótt hafa brotið sér leið í gegnum fyrstu varnir Rússa á nokkrum stöðum. Í aðdraganda sóknarinnar höfðu Úkraínumenn varið nokkrum vikum í að grafa undan birgðaneti Rússa og gera þeim erfiðara með að flytja liðsauka á svæðið. Einn viðmælandi WSJ sagði sóknina hafa byrjað vel fyrir sína herdeild. Það væri baráttuandi í deildinni og að Rússar hefðu í fyrstu hörfað. Annar sagði Úkraínumenn sækja fram á nokkrum stöðum á víglínunni en þeir hefðu verið stöðvaðir á öðrum og misst marga menn. Sérfræðingar segja að það muni líklega taka nokkrar vikur og jafnvel mánuði að sjá hvort gagnárásirnar skili árangri. Rússar hafa enn mikla yfirburði þegar kemur að stórskotaliði.EPA/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Læknar að þroti komnir Ráðamenn í Úkraínu og hernaðarsérfræðingar hafa varað við miklu mannfalli, jafnvel þótt sóknin gangi vel hjá Úkraínumönnum. Þeir séu að ráðast á víggirtar varnir rússneska hersins og Rússar búi enn yfir sérstaklega miklum yfirburðum þegar komi að stórskotaliði. Læknir á sjúkrahúsinu sem hermennirnir voru á sagði álagið gífurlegt. Margir læknar og hjúkrunarfræðingar hefðu hætt að mæta til vinnu þegar Rússar skutu eldflaugum á sjúkrahúsið í ágúst. Læknarnir á sjúkrahúsinu keppist við að bjarga lífi alvarlegra særðra hermanna, áður en þeir væru sendir til annarra betur búinna sjúkrahúsa vestar í landinu. Viðmælandi WSJ sagði einnig að þrátt fyrir mikinn fjölda særðra hermanna kæmi baráttuandi þeirra honum á óvart. Þeir vildu flestir komast aftur á vígvöllinn eins fljótt og mögulegt væri. Undirbúa frekari árásir Quentin Sommerville, fréttamaður BBC sem er staddur á Donbas-svæðinu í austurhluta Úkraínu, segir Úkraínumenn einnig undirbúa gagnárásir þar og í kringum Kharkiv í norðurhluta landsins. Úkraínumenn vilji ná frumkvæðinu í átökunum af Rússum fyrir veturinn. Það að hafa frumkvæðið í átökum felur í stuttu máli sagt í sér að stjórna framvindu mála. Andstæðingurinn þarf þá að bregðast við aðgerðum og sækir síður fram. Að hafa frumkvæðið er gífurlega mikilvægt í átökum. #Ukraine: Perhaps everyone assumed that Bayraktar TB-2 UCAVs are no longer used for offensive actions- but that isn't true.Aided by HARM strikes, they are operating intensely during the #Kherson Offensive- such as this Russian 2S3 Akatsiya 152mm SPG torn apart just yesterday. pic.twitter.com/Xw3TXAkPzq— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 1, 2022 Eftir að Rússar hörfuðu frá svæðinu við Kænugarð og frá norðurhluta Úkraínu, einbeittu þeir sér að því að ná Donetsk- og Luhansk-héruðum, sem saman mynda Donbas-svæðið. Eftir hægan og stöðugan árangur þar í sumar hefur sókn Rússa að mestu stöðvast þar og víglínan hefur lítið breyst í ágúst. Úkraínskir hermenn í héraðinu segja að árásum Rússa hafi fækkað og færri hermenn taki þar að auki þátt í þeim. Einn yfirmaður sagði Sommerville að þegar Severodonetsk féll í hendur Rússa í lok júlí, hafi hlutfall hermanna verið um einn á móti sjö, Rússum í vil. Nú sé hlutfallið nær einum á móti þremur í austurhluta landsins. Rússar hafa á undanförnum vikum flutt hermenn frá Donbas til Kherson, vegna gagnárása Úkraínumanna. Betur þjálfaðir herlæknar Valerii Zaluzhnyi, herforingi í úkraínska hernum, sagði Sommerville að um níu þúsund hermenn hefðu fallið frá upphafi stríðsins. Engar opinberar tölur hafa verið gefnar upp en óhætt er að segja að níu þúsund er í lægri kantinum þegar kemur að áætlunum um fallna hermenn. Zaluzhnyi segir að úkraínski herinn hafi tekið stakkaskiptum frá 2014, þegar Rússar réðust fyrst inn í Úkraínu og innlimuðu Krímskaga og hjálpuðu aðskilnaðarsinnum að leggja undir sig hluta Donbas. Þær breytingar séu bersýnilegar þegar komið að herlæknum og það hafi hjálpað til við að draga úr mannfalli.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. 1. september 2022 12:48 Stjórnarformaður olíurisa látinn eftir fall út um sjúkrahúsglugga Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíu- og gasrisans Lukoil, er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á sjúkrahúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. 1. september 2022 08:17 Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26 Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49 Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. 1. september 2022 12:48
Stjórnarformaður olíurisa látinn eftir fall út um sjúkrahúsglugga Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíu- og gasrisans Lukoil, er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á sjúkrahúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. 1. september 2022 08:17
Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26
Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. 31. ágúst 2022 06:49
Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01