Enski boltinn

Ton­ey með þrennu í stór­sigri Brent­ford | Bour­nemouth kom til baka gegn For­est

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ivan Toney fagnar einu þriggja marka sinna í dag.
Ivan Toney fagnar einu þriggja marka sinna í dag. Steve Bardens/Getty Images

Brentford vann 3-1 sigur á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ivan Toney gerði sér lítið fyrir og skoraði öll mörk Brentford í dag. Wolves vann Southampton, Bournemouth kom til baka og náði í stig gegn Nottingham Forest og Newcastle United gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace.

Ivan Toney var svo sannarlega allt í öllu hjá Brentford er liðið lagði Leeds að velli í dag. Eftir hálftíma fengu heimamenn vítaspyrnu og fyrir þau sem fylgjast með Brentford má bóka mark þá en Toney hefur ekki klúðraði einni slíkri í búningi Brentford. 

Áður en fyrri hálfleikur var úti tvöfaldaði Toney forystuna með glæsilegu marki úr aukaspyrnu en Luis Sinisterra minnkaði muninn fyrir gestina og staðan 2-1 er liðin fóru til búningsherbergja. 

Það var tæp klukkustund liðin er Toney fullkomnaði þrennu sína og svo gott sem kláraði leikinn fyrir heimamenn. Gestirnir eru hins vegar seigir og eftir að þjálfari þeirra Jesse Marsch lét reka sig af velli á 64. mínútu vöknuðu þeir heldur betur til lífsins.

Diego Llorente minnkaði muninn þegar tíu mínútur voru eftir en heimamenn létu það ekki á sig fá og bættu við tveimur mörkum til viðbótar. Bryan Mbeumo skoraði fjórða mark liðsins og Yoane Wissa fullkomnaði 5-2 sigur Brentford.

Í öðrum leikjum kom Bournemouth til baka eftir að lenda 2-0 undir gegn Nottingham Forest í uppgjöri nýliðanna. Cheikhou Kouyate og Brennan Johnson komu Forest í 2-0 í fyrri hálfleik. Philip Billing minnkaði muninn fyrir gestina og Dominic Solanke jafnaði metin áður en Jaidon Anthony kom Bournemouth yfir. 

Lokatölur 3-2 gestunum í vil og fyrsti sigur gestanna á leiktíðinni staðreynd. Daniel Podence tryggði Úlfunum 1-0 sigur á Southampton og að lokum gerðu Newcastle United og Crystal Palace markalaust jafntefli.


Tengdar fréttir

Tottenham upp í annað sæti

Tottenham Hotspur vann 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Fulham er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Ben Chilwell og Andrew Madl­ey hetjur Chelsea

Chelsea og West Ham United eigast við í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 14:00. Chelsea hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum og þurfa á góðum úrslitum að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×