Guðmundur Axel Hilmarsson kom Þrótti yfir snemma leiks en það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins. Í síðari hálfleik skoraði Ernest Slupski tvívegis og sigur Þróttar aldrei í hættu. Lokatölur í Laugardalnum 3-0 og heimamenn eru komnir upp í Lengjudeildina á nýjan leik.
Þróttur er með 45 stig að loknum 20 leikjum og getur enn náð toppsæti deildarinnar af Njarðvík sem er með 49 stig þegar tvær umferðir eru eftir.