Pogba gekk í raðir Juventus á nýjan leik í sumar eftir að samningur hans við Manchester United rann út. Hinn 29 ára gamli miðvallarleikmaður meiddist hins vegar á hné áður en Serie A, ítalska úrvalsdeildin fór af stað, og hefur ekki enn leikið með liðinu á þessari leiktíð.
Juventus midfielder Paul Pogba is to undergo surgery on the meniscus in his right knee.
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 5, 2022
Pogba, 29, tore his meniscus in late July during #Juve's pre-season.
More from @JamesHorncastle https://t.co/uNphHsQSk7
Nú hefur The Athletic greint frá að eitthvað er í að Pogba snúi aftur á völlinn en hann þarf að fara undir hnífinn. Pogba og læknateymi Juventus vildi reyna komast hjá því að senda Frakkann í aðgerð en nú er ljóst að það er eina leiðin til að hann nái sér að fullu.
Juventus hefur átt erfitt uppdráttar í upphafi leiktíðar. Liðið hefur aðeins unnið tvo leiki og gert þrjú jafntefli í fyrstu fimm leikjum sínum. Þá hefur miðja liðsins verið til mikilla vandræða eins og var tekið fram í hlaðvarpsþættinum Punktur og basta nýverið en þar er fjallað um allt er viðkemur Serie A.
Þrátt fyrir þetta ákvað Juventus að lána Arthur Melo til Liverpool og Denis Zakaria til Chelsea. Mögulega taldi Max Allegri, þjálfari liðsins, að Pogba yrði leikfær fyrr heldur en seinna. Annað hefur nú komið á daginn.
Juventus er sem stendur í París þar sem liðið mætir heimamönnum í París Saint-Germain er Meistaradeild Evrópu fer af stað á nýjan leik á morgun. Verður leikurinn sýndur beint Stöð 2 Sport 2.