„Erum svo þakklát þjóðinni“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 12:31 Vanda Sigurgeirsdóttir ræddi við Vísi á Galgenwaard-leikvanginum í Utrecht, þar sem örlög íslenska kvennalandsliðsins ráðast í kvöld. vísir/Arnar „Þetta er risaskref,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um möguleikann á því að Ísland tryggi sér í kvöld farseðilinn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn. Til þess þarf liðið jafntefli eða sigur gegn Hollandi í Utrecht. „Við höfum verið nálægt þessu og eins og margir vita komist fjórum sinnum í röð á EM. En HM, þá er maður kominn í allan heiminn, og það er erfitt að koma því í orð hversu mikla þýðingu það hefði fyrir okkur,“ segir Vanda. Náist takmarkið í kvöld myndi Ísland spila á stórmóti tvö sumur í röð, því HM er í Eyjaálfu næsta sumar og EM fór fram í Englandi í sumar, ári seinna en ella vegna kórónuveirufaraldursins. „Við fundum stemninguna heima í sumar alla leið til Englands, og að fá annað svona sumar væri bara frábært fyrir okkur öll. Áhuginn og áhorfið, 63% á leikinn gegn Frökkum, við fundum þetta svo vel. Við öll, stjórnin, starfsfólkið og stelpurnar, erum svo þakklát þjóðinni, bæði þeim sem voru á staðnum og þeim sem voru heima, fyrir allan þennan stuðning og áhuga sem við finnum. Þetta var ekki alltaf svona,“ segir Vanda sem sjálf spilaði 37 A-landsleiki fyrir Ísland á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Klippa: Vanda segir umgjörð landsliðanna alltaf að batna Eitt af stóru markmiðunum að bæta aðbúnað landsliða Umgjörðin í kringum íslenska landsliðið verður líklega aldrei eins góð og hjá stærstu þjóðunum en ekki er annað að heyra á leikmönnum en að ánægja sé með hana. Það var þó til að mynda gagnrýnt af öðrum í sumar að Ísland skyldi ekki fá heimaleik í aðdraganda EM, og liðið ferðaðist með áætlunarflugi frá Íslandi í úrslitaleikinn sem fram fer í kvöld. „KSÍ getur alltaf gert betur. Við erum að reyna það. Við virkilega reyndum að fá heimaleik fyrir EM. Ég á afmæli 28. júní og sá það alveg fyrir mér að fá heimaleik á afmælisdaginn til að fólk gæti komið og kvatt liðið. Það bara gekk ekki. Við erum alltaf að bæta umgjörðina en við erum að reka stórt samband og það þarf allt að ganga upp. Við erum að koma upp úr svolítið erfiðum tíma en þetta er stefnan og eitt af mínum stóru markmiðum, að bæta aðbúnaðinn hjá A-landsliðum kvenna og karla, og líka yngri liðunum. Við megum ekki gleyma þeim því að þau taka við seinna meir. Við erum alltaf að gera okkar besta,“ segir Vanda. Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti KSÍ Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Í beinni: Man. Utd - Real Sociedad | Fyrirliði Íslands á Old Trafford Í beinni: Fiorentina - Panathinaikos | Íslendingar kljást í Flórens Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar Sjá meira
„Við höfum verið nálægt þessu og eins og margir vita komist fjórum sinnum í röð á EM. En HM, þá er maður kominn í allan heiminn, og það er erfitt að koma því í orð hversu mikla þýðingu það hefði fyrir okkur,“ segir Vanda. Náist takmarkið í kvöld myndi Ísland spila á stórmóti tvö sumur í röð, því HM er í Eyjaálfu næsta sumar og EM fór fram í Englandi í sumar, ári seinna en ella vegna kórónuveirufaraldursins. „Við fundum stemninguna heima í sumar alla leið til Englands, og að fá annað svona sumar væri bara frábært fyrir okkur öll. Áhuginn og áhorfið, 63% á leikinn gegn Frökkum, við fundum þetta svo vel. Við öll, stjórnin, starfsfólkið og stelpurnar, erum svo þakklát þjóðinni, bæði þeim sem voru á staðnum og þeim sem voru heima, fyrir allan þennan stuðning og áhuga sem við finnum. Þetta var ekki alltaf svona,“ segir Vanda sem sjálf spilaði 37 A-landsleiki fyrir Ísland á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Klippa: Vanda segir umgjörð landsliðanna alltaf að batna Eitt af stóru markmiðunum að bæta aðbúnað landsliða Umgjörðin í kringum íslenska landsliðið verður líklega aldrei eins góð og hjá stærstu þjóðunum en ekki er annað að heyra á leikmönnum en að ánægja sé með hana. Það var þó til að mynda gagnrýnt af öðrum í sumar að Ísland skyldi ekki fá heimaleik í aðdraganda EM, og liðið ferðaðist með áætlunarflugi frá Íslandi í úrslitaleikinn sem fram fer í kvöld. „KSÍ getur alltaf gert betur. Við erum að reyna það. Við virkilega reyndum að fá heimaleik fyrir EM. Ég á afmæli 28. júní og sá það alveg fyrir mér að fá heimaleik á afmælisdaginn til að fólk gæti komið og kvatt liðið. Það bara gekk ekki. Við erum alltaf að bæta umgjörðina en við erum að reka stórt samband og það þarf allt að ganga upp. Við erum að koma upp úr svolítið erfiðum tíma en þetta er stefnan og eitt af mínum stóru markmiðum, að bæta aðbúnaðinn hjá A-landsliðum kvenna og karla, og líka yngri liðunum. Við megum ekki gleyma þeim því að þau taka við seinna meir. Við erum alltaf að gera okkar besta,“ segir Vanda. Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti KSÍ Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Í beinni: Man. Utd - Real Sociedad | Fyrirliði Íslands á Old Trafford Í beinni: Fiorentina - Panathinaikos | Íslendingar kljást í Flórens Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar Sjá meira