Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að hægt sé að millifæra og greiða reikninga. Staða reikninga í netbönkum, öppum og hraðbönkum er rétt en greiðslur og millifærslur sjást ekki alltaf á yfirliti strax. Unnið er að lagfæringu og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem tafirnar kunna að valda.
Á meðan unnið er að því að laga þetta eru viðskiptavinir beðnir um að gæta þess að endurtaka ekki greiðslur eða millifærslur þótt þær sjáist ekki á yfirliti strax.