Leikstjórinn Jean-Luc Godard er látinn Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2022 08:52 Jean-Luc Godard var einn af risum frönsku nýbylgjunnar í kvikmyndagerð. Getty Einn af risum franskrar kvikmyndagerðar, leikstjórinn Jean-Luc Godard, er látinn, 91 árs að aldri. Godard var einn af lykilmönnum hinnar frönsku nýbylgju á sjötta og sjöunda áratugnum og leikstýrði myndum á borð við À bout de souffle (Lafmóður) frá árinu 1960 sem gerði hann heimsfrægan, og Alphaville frá árinu 1965. Franska blaðið Libération greinir frá andláti Godard í morgun. Godard fæddist í París árið 1930 og stundaði nám í Sviss áður en hann sneri aftur til Parísar og hóf þá skrif um kvikmyndir í dagblaði. Godard leikstýrði nokkrum stuttmyndum áður en hann sló í gegn með kvikmyndinni À bout de souffle árið 1960. Jean-Luc Godard est mort https://t.co/gDLynUc7Ta pic.twitter.com/LQ5DXWPgap— Libération (@libe) September 13, 2022 Myndin skartaði þeim Jean-Paul Belmondo og Jean Seberg í aðalhlutverkum sem glæpamaðurinn Michel og bandarísk kærasta hans, Patricia. Godard leikstýrði miklum fjölda kvikmynda stuttmynda á árunum 1957 til 2018. Síðasta mynd Godards var myndin Le Livre d'image frá árinu 2018. Godard hlaut sérstök heiðursverðlaun Óskarsakademíunnar árið 2010. Frakkland Andlát Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Einn af risum franskrar kvikmyndasögu fallinn frá Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo, einn af risum franskrar kvikmyndasögu, lést í gær, 88 ára að aldri. Hann var ein af helstu stjörnum frönsku nýbylgjunnar innan kvikmyndanna. 7. september 2021 07:55 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Godard var einn af lykilmönnum hinnar frönsku nýbylgju á sjötta og sjöunda áratugnum og leikstýrði myndum á borð við À bout de souffle (Lafmóður) frá árinu 1960 sem gerði hann heimsfrægan, og Alphaville frá árinu 1965. Franska blaðið Libération greinir frá andláti Godard í morgun. Godard fæddist í París árið 1930 og stundaði nám í Sviss áður en hann sneri aftur til Parísar og hóf þá skrif um kvikmyndir í dagblaði. Godard leikstýrði nokkrum stuttmyndum áður en hann sló í gegn með kvikmyndinni À bout de souffle árið 1960. Jean-Luc Godard est mort https://t.co/gDLynUc7Ta pic.twitter.com/LQ5DXWPgap— Libération (@libe) September 13, 2022 Myndin skartaði þeim Jean-Paul Belmondo og Jean Seberg í aðalhlutverkum sem glæpamaðurinn Michel og bandarísk kærasta hans, Patricia. Godard leikstýrði miklum fjölda kvikmynda stuttmynda á árunum 1957 til 2018. Síðasta mynd Godards var myndin Le Livre d'image frá árinu 2018. Godard hlaut sérstök heiðursverðlaun Óskarsakademíunnar árið 2010.
Frakkland Andlát Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Einn af risum franskrar kvikmyndasögu fallinn frá Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo, einn af risum franskrar kvikmyndasögu, lést í gær, 88 ára að aldri. Hann var ein af helstu stjörnum frönsku nýbylgjunnar innan kvikmyndanna. 7. september 2021 07:55 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Einn af risum franskrar kvikmyndasögu fallinn frá Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo, einn af risum franskrar kvikmyndasögu, lést í gær, 88 ára að aldri. Hann var ein af helstu stjörnum frönsku nýbylgjunnar innan kvikmyndanna. 7. september 2021 07:55