Pólitísk upplausn í aðsigi í Evrópu: „Þetta lítur út fyrir að vera einhvers konar leikrit“ Snorri Másson skrifar 17. september 2022 09:15 Sigríður Á. Andersen fyrrverandi ráðherra segir að evrópskir ráðamenn hafi átt að vera betur undirbúnir fyrir afleiðingarnar sem refsiaðgerðir gegn Rússum hefðu á hagkerfin heima fyrir. Sumar refsiaðgerðirnar séu að reynast refsiaðgerðir ríkja gegn eigin borgurum. Sigríður og Gunnar Smári ræddu stríðið í Úkraínu og eldfimt stjórnmálaástand í Evrópu í Íslandi í dag á miðvikudag. Horfa má á viðtalið hér að ofan. Það hefst snemma í innslaginu. Hér neðar í greininni er líka farið yfir ummæli beggja á öðrum vettvangi. Gunnar Smári benti í Íslandi í dag á kosningarnar fram undan á Ítalíu. „Þar eru Bræður Ítalíu langstærsti flokkurinn, Meloni verður líklega forsætisráðherra þar með Salvini og Berlusconi í ríkisstjórn. Þetta byggir á óánægju almennings með ástandið, versnandi kjör, hækkandi orkuverð og minnkandi kaupmáttur. Þetta hafði áhrif í Svíþjóð, þetta mun hafa áhrif út um alla Evrópu, þetta mun leiða til pólitískrar upplausnar í Evrópu,“ sagði Gunnar Smári. Leikrit sem bitnar á borgurum og framlengir mögulega ástandið Sigríður sagði nýverið í hlaðvarpi Þjóðmála að menn hefðu átt að sjá í upphafi að þeir myndu lenda í ógöngum með efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússum. Sigríður Andersen ræddi stríðið í Úkraínu við Ísland í dag.Vísir/Arnar „Mér hefur ekki þótt leiðtogar Vesturveldanna, að minnsta kosti í næsta nágrenni við þetta ríki, vera nógu undirbúin fyrir þetta,“ sagði Sigríður í Íslandi í dag. Hún vísaði til ræðu Ursulu von der Leyen í Evrópuþinginu í gær, þar sem hún boðaði frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi og sagði þær komnar til að vera. Sigríður segir að sífellt meira ósættis gæti um þessar refsiaðgerðir. „Einstök ríki eru að detta úr skaftinu í Evrópusambandinu og neita að styðja slíkt. Þau eru að benda á að refsiaðgerðir gagnvart svona stríðsríki mega auðvitað ekki enda í refsiaðgerðum gagnvart eigin borgurum. Það er svolítið að gerast í Evrópu, því miður.“ Gunnar Smári: „Með allri virðingu fyrir því að fólk vilji gera eitthvað, þá er ekki alltaf best að gera bara eitthvað, heldur verður að vera eitthvað gagn af því.“ Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur ítrekað lýst óbilandi stuðningi ESB við Úkraínumenn og sagði nýlega að efnahagsþvinganir gegn Rússum væru komnar til að vera.AP/Jean-Francois Badias Sigríður segir ekki fara saman hljóð og mynd meðal evrópskra leiðtoga sem banna kaup á orkugjöfum frá Rússum en að sama skapi rífa í hár sitt og skegg af bræði þegar Pútín lokar gasleiðslum til Evrópu. „Þetta lítur út fyrir að vera einhvers konar leikrit sem mér finnst vont að bitni á borgurum í Evrópu og mögulega, mögulega er að framlengja þetta ömurlega ástand í Donbas-héruðunum og í Úkraínu,“ segir Sigríður Andersen. Komið hefur fram í máli Sigríðar að jafnvel þótt margir telji Rússa ekki viðræðuhæfa til að reyna að binda enda á stríðið, þá sé raunin engu að síður sú að þeir séu auðvitað einhverjir viðræðuhæfir, þótt Pútín sjálfur sé það kannski ekki. „Það er friður sem endar stríð“ Gunnar Smári sagði í skeyti til fréttastofu eftir viðtalið að hann sé sammála Sigríði um að hefja þurfi friðarviðræður. Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á Íslandi.Vísir/Arnar „Þær geta leitt til vopnahlés og síðan til friðar. En jafnvel stutt vopnahlé mun bjarga mannslífum og draga um stund úr þeim hörmungum sem stríðið er. Svo til öll stríð enda við samningaborðið, ekki á vígvellinum. Síðasta stríð sem ég man eftir að endaði á vígvellinum var seinni heimsstyrjöldin og það var rússneski herinn sem vann það stríð. Ég er á móti hernaði. Og finnst magnað að fólk sem er á móti hernaði sé í dag sakað um að vera á bandi Pútín. Samt er Pútin hernaðarsinni sem fer með hernaði gagnvart nágrönnum sínum. Pútin er miklu líkari Pentagon, Washington og Nató en okkur friðarsinnum. Ég skil ekki hvað fólk er að tala um með fullnaðarsigri á rússneska hernum. Ætla menn þá að hrekja Rússa út úr Úkraínu og rekja svo flóttann til Moskvu? Brjóta niður rússneska herinn sem á næg kjarnorkuvopn til að eyða mannkyninu þrisvar eða fjórum sinnum? Það er auðvelt að berja í borðið og segja annað hvort fellum við Pútín eða lífið er hvort sem er ekki þess virði að verja það. En mér finnst þetta óráðshjal. Það er friður sem endar stríð. Það gerist voða sjaldan að stríð endi stríð. Ég veit að Pentagon vill að þetta stríð vari sem lengst. Þar vilja menn veikja Rússland og þar er mönnum hjartanlega sama um Úkraínu, hvort landið verði byggilegt eftir margra ára stríð eða hvort einhver af þeim tíu milljónum sem eru á flótta fái að snúa aftur heim, fái að lifa í friði. Fram undan er vondur vetur fyrir Evrópu. Orkukreppan hefur grafið undan lífskjörum og það mun leiða til félagslegrar upplausnar og pólitískra hamfara. Bræður Ítalíu munu taka Ítalíu seinna í mánuðinum og Svíþjóðardemókratar eru með lykilstöðu í Svíþjóð, hvort tveggja miklir mátar Pútíns og skoðanabræður um flest. Og svo munu löndin líklega falla eitt af öðru. Í upphafi stríðsins talaði fólk um að Evrópa myndi þjappa sér sama um sín gildi. Ég veit ekki til hvaða gilda fólk var að vísa til, en stríðið mun efla framgöngu fasismans. Og Pútín hlær.“ Innrás Rússa í Úkraínu Ísland í dag Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Sigríður og Gunnar Smári ræddu stríðið í Úkraínu og eldfimt stjórnmálaástand í Evrópu í Íslandi í dag á miðvikudag. Horfa má á viðtalið hér að ofan. Það hefst snemma í innslaginu. Hér neðar í greininni er líka farið yfir ummæli beggja á öðrum vettvangi. Gunnar Smári benti í Íslandi í dag á kosningarnar fram undan á Ítalíu. „Þar eru Bræður Ítalíu langstærsti flokkurinn, Meloni verður líklega forsætisráðherra þar með Salvini og Berlusconi í ríkisstjórn. Þetta byggir á óánægju almennings með ástandið, versnandi kjör, hækkandi orkuverð og minnkandi kaupmáttur. Þetta hafði áhrif í Svíþjóð, þetta mun hafa áhrif út um alla Evrópu, þetta mun leiða til pólitískrar upplausnar í Evrópu,“ sagði Gunnar Smári. Leikrit sem bitnar á borgurum og framlengir mögulega ástandið Sigríður sagði nýverið í hlaðvarpi Þjóðmála að menn hefðu átt að sjá í upphafi að þeir myndu lenda í ógöngum með efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússum. Sigríður Andersen ræddi stríðið í Úkraínu við Ísland í dag.Vísir/Arnar „Mér hefur ekki þótt leiðtogar Vesturveldanna, að minnsta kosti í næsta nágrenni við þetta ríki, vera nógu undirbúin fyrir þetta,“ sagði Sigríður í Íslandi í dag. Hún vísaði til ræðu Ursulu von der Leyen í Evrópuþinginu í gær, þar sem hún boðaði frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi og sagði þær komnar til að vera. Sigríður segir að sífellt meira ósættis gæti um þessar refsiaðgerðir. „Einstök ríki eru að detta úr skaftinu í Evrópusambandinu og neita að styðja slíkt. Þau eru að benda á að refsiaðgerðir gagnvart svona stríðsríki mega auðvitað ekki enda í refsiaðgerðum gagnvart eigin borgurum. Það er svolítið að gerast í Evrópu, því miður.“ Gunnar Smári: „Með allri virðingu fyrir því að fólk vilji gera eitthvað, þá er ekki alltaf best að gera bara eitthvað, heldur verður að vera eitthvað gagn af því.“ Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur ítrekað lýst óbilandi stuðningi ESB við Úkraínumenn og sagði nýlega að efnahagsþvinganir gegn Rússum væru komnar til að vera.AP/Jean-Francois Badias Sigríður segir ekki fara saman hljóð og mynd meðal evrópskra leiðtoga sem banna kaup á orkugjöfum frá Rússum en að sama skapi rífa í hár sitt og skegg af bræði þegar Pútín lokar gasleiðslum til Evrópu. „Þetta lítur út fyrir að vera einhvers konar leikrit sem mér finnst vont að bitni á borgurum í Evrópu og mögulega, mögulega er að framlengja þetta ömurlega ástand í Donbas-héruðunum og í Úkraínu,“ segir Sigríður Andersen. Komið hefur fram í máli Sigríðar að jafnvel þótt margir telji Rússa ekki viðræðuhæfa til að reyna að binda enda á stríðið, þá sé raunin engu að síður sú að þeir séu auðvitað einhverjir viðræðuhæfir, þótt Pútín sjálfur sé það kannski ekki. „Það er friður sem endar stríð“ Gunnar Smári sagði í skeyti til fréttastofu eftir viðtalið að hann sé sammála Sigríði um að hefja þurfi friðarviðræður. Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á Íslandi.Vísir/Arnar „Þær geta leitt til vopnahlés og síðan til friðar. En jafnvel stutt vopnahlé mun bjarga mannslífum og draga um stund úr þeim hörmungum sem stríðið er. Svo til öll stríð enda við samningaborðið, ekki á vígvellinum. Síðasta stríð sem ég man eftir að endaði á vígvellinum var seinni heimsstyrjöldin og það var rússneski herinn sem vann það stríð. Ég er á móti hernaði. Og finnst magnað að fólk sem er á móti hernaði sé í dag sakað um að vera á bandi Pútín. Samt er Pútin hernaðarsinni sem fer með hernaði gagnvart nágrönnum sínum. Pútin er miklu líkari Pentagon, Washington og Nató en okkur friðarsinnum. Ég skil ekki hvað fólk er að tala um með fullnaðarsigri á rússneska hernum. Ætla menn þá að hrekja Rússa út úr Úkraínu og rekja svo flóttann til Moskvu? Brjóta niður rússneska herinn sem á næg kjarnorkuvopn til að eyða mannkyninu þrisvar eða fjórum sinnum? Það er auðvelt að berja í borðið og segja annað hvort fellum við Pútín eða lífið er hvort sem er ekki þess virði að verja það. En mér finnst þetta óráðshjal. Það er friður sem endar stríð. Það gerist voða sjaldan að stríð endi stríð. Ég veit að Pentagon vill að þetta stríð vari sem lengst. Þar vilja menn veikja Rússland og þar er mönnum hjartanlega sama um Úkraínu, hvort landið verði byggilegt eftir margra ára stríð eða hvort einhver af þeim tíu milljónum sem eru á flótta fái að snúa aftur heim, fái að lifa í friði. Fram undan er vondur vetur fyrir Evrópu. Orkukreppan hefur grafið undan lífskjörum og það mun leiða til félagslegrar upplausnar og pólitískra hamfara. Bræður Ítalíu munu taka Ítalíu seinna í mánuðinum og Svíþjóðardemókratar eru með lykilstöðu í Svíþjóð, hvort tveggja miklir mátar Pútíns og skoðanabræður um flest. Og svo munu löndin líklega falla eitt af öðru. Í upphafi stríðsins talaði fólk um að Evrópa myndi þjappa sér sama um sín gildi. Ég veit ekki til hvaða gilda fólk var að vísa til, en stríðið mun efla framgöngu fasismans. Og Pútín hlær.“
Innrás Rússa í Úkraínu Ísland í dag Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira