Hrúga af orðum Gunnar Dan Wiium skrifar 21. september 2022 07:31 Þetta er ekki skoðun heldu reynsla, reynsla sem sýndi mér að það er okkur hulin heimur sem tækin geta ekki mælt. Við rífumst og hótum hvort öðru með sprengjum, eitrum fyrir hvort öðru eins og að ég sé ekki þú. En ég sat í þessu rými með öðru fólki. Þetta var svona hugleiðslufundur, shitt hvað ég var búin að langt úti, þetta var einskonar geðrof, tengslarof. Ég var svo búin á því inn í kjarnan, ekkert eftir en allt út um allt, hvernig er það hægt, að eiga ekkert eftir en á sama tíma er allt út um allt eiginlega? Það eru 3 vikur síðan ég stöðvaði neyslu á öllu þessu drasli ég var að klína í mig og á, lungun, nefholið, maginn, fylla þetta drasl af drasli þar til fyrir 3 vikum. Mér var sagt á degi eitt að sársaukin og þreytan kæmi yfir mig eins og heil herdeild um leið og rofaði til. Það var rétt, það fór að rofa til og vonleysið heltist yfir mig, sársaukinn inn í, allt var á iði og mér var allsstaðar íllt nema þegar ég svaf. Mér var sagt að allt væri út um allt og athyglin sprengt og því þyrfti ég, égið að verða eftirtekt, sargent eftirtekt. Ég þyrfti að beina athygli að föstum takt, sveiflu, búm-búm-búm-búm, möntru. Ég þyrfti að hengja athyglina á hana, möntruna og um leið og athyglin byrjaði að leita annað ætti ég að beina henni tilbaka að möntrunni. Mantran eru fótsporin að miklum hvell. Þarna sit ég með öllu þessu fólki og hugleiðslan hefst, hún á að standa í hálftíma og rýmið er myrkvað. Mér er allstaðar íllt, axlir, bak, og hné, mér klæjar allstaðar, það er allt asnalegt. En ég fer af stað eins og ég er búin að gera síðustu 3 vikur, það veitir mér slökun en andskotanum erfitt að halda fókus í meira en nokkrar sekundur í einu, en aftur að möntrunni. Svo gerist það, slökun færist yfir mig, ég fer að finna fyrir doða í höndum. Það er eins og líkaminn stífni upp án áreynslu, steingervist. Útlimir mínir eru kassóttir gráir steinar, þungir sem allt sem er til en engin sársauki. Hann er horfin, engin sársauki. Ég dreg athyglina aftur að möntrunni, spáðu ekki í þessu hugsaði ég, haltu áfram. Smátt og smátt er sem andardrátturinn nánast hverfi, hann er þarna, örfínn, eins og silki, grunnur, mjúkur og stöðugur en nánast óþarfur. Ég finn ekkert fyrir líkamanum lengur, hann er horfin. Það er bara þessi silki fíni dráttur af lofti, drátturinn er mantran, orðin eru horfin. Yfir mig, ég´ið, það, sá, hana sem sér, upplifir, yfir hina kjörnuðu eftirtekt ríður yfir eins og öldur af orku, einskonar ljósi svo öflugu að það hafði og hefur massa. Ríður yfir mig með ólýsanlegri sælutilfinningu. Ég sleppi öllu og er hvergi og þar er eftirtektin dregin upp giltan silkiþráð og svo er bara ljós, ekkert nema ljós, allt ljós sem er. Þar er allt en ekkert samtímis. Ég skynja ekkert nema ljós og með henni fylgir vissa sem sagði mér allan sannleika heimsins í einu hljóðlausu orði. Engin tími, ekkert en allt. Ég er að koma tilbaka og þá finn ég fyrir lífinu í kringum mig, ég finn það án fjarlægðar, ég finn og skynja lífið óendanlega langt í burtu en í mér og ég í þeim á sama tíma. Ég var allir í rýminu, allt í rýminu. Ég kom tilbaka grátin, hlæjandi, verkjalaus, heill. Ég vissi að allt færi vel því framtíðin er hér og ekkert stenst núið. Ég kem þessari lýsingu, reynslu í orð því hún er hornsteinninn, þetta móment þar sem augun opnast og aftur er ég fæddur og í þeim eina tilgangi að deyja með reisn og í öryggi. Eitthvað dó og eitthvað fæddist, andardrátturinn sem fæðir af sér. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er ekki skoðun heldu reynsla, reynsla sem sýndi mér að það er okkur hulin heimur sem tækin geta ekki mælt. Við rífumst og hótum hvort öðru með sprengjum, eitrum fyrir hvort öðru eins og að ég sé ekki þú. En ég sat í þessu rými með öðru fólki. Þetta var svona hugleiðslufundur, shitt hvað ég var búin að langt úti, þetta var einskonar geðrof, tengslarof. Ég var svo búin á því inn í kjarnan, ekkert eftir en allt út um allt, hvernig er það hægt, að eiga ekkert eftir en á sama tíma er allt út um allt eiginlega? Það eru 3 vikur síðan ég stöðvaði neyslu á öllu þessu drasli ég var að klína í mig og á, lungun, nefholið, maginn, fylla þetta drasl af drasli þar til fyrir 3 vikum. Mér var sagt á degi eitt að sársaukin og þreytan kæmi yfir mig eins og heil herdeild um leið og rofaði til. Það var rétt, það fór að rofa til og vonleysið heltist yfir mig, sársaukinn inn í, allt var á iði og mér var allsstaðar íllt nema þegar ég svaf. Mér var sagt að allt væri út um allt og athyglin sprengt og því þyrfti ég, égið að verða eftirtekt, sargent eftirtekt. Ég þyrfti að beina athygli að föstum takt, sveiflu, búm-búm-búm-búm, möntru. Ég þyrfti að hengja athyglina á hana, möntruna og um leið og athyglin byrjaði að leita annað ætti ég að beina henni tilbaka að möntrunni. Mantran eru fótsporin að miklum hvell. Þarna sit ég með öllu þessu fólki og hugleiðslan hefst, hún á að standa í hálftíma og rýmið er myrkvað. Mér er allstaðar íllt, axlir, bak, og hné, mér klæjar allstaðar, það er allt asnalegt. En ég fer af stað eins og ég er búin að gera síðustu 3 vikur, það veitir mér slökun en andskotanum erfitt að halda fókus í meira en nokkrar sekundur í einu, en aftur að möntrunni. Svo gerist það, slökun færist yfir mig, ég fer að finna fyrir doða í höndum. Það er eins og líkaminn stífni upp án áreynslu, steingervist. Útlimir mínir eru kassóttir gráir steinar, þungir sem allt sem er til en engin sársauki. Hann er horfin, engin sársauki. Ég dreg athyglina aftur að möntrunni, spáðu ekki í þessu hugsaði ég, haltu áfram. Smátt og smátt er sem andardrátturinn nánast hverfi, hann er þarna, örfínn, eins og silki, grunnur, mjúkur og stöðugur en nánast óþarfur. Ég finn ekkert fyrir líkamanum lengur, hann er horfin. Það er bara þessi silki fíni dráttur af lofti, drátturinn er mantran, orðin eru horfin. Yfir mig, ég´ið, það, sá, hana sem sér, upplifir, yfir hina kjörnuðu eftirtekt ríður yfir eins og öldur af orku, einskonar ljósi svo öflugu að það hafði og hefur massa. Ríður yfir mig með ólýsanlegri sælutilfinningu. Ég sleppi öllu og er hvergi og þar er eftirtektin dregin upp giltan silkiþráð og svo er bara ljós, ekkert nema ljós, allt ljós sem er. Þar er allt en ekkert samtímis. Ég skynja ekkert nema ljós og með henni fylgir vissa sem sagði mér allan sannleika heimsins í einu hljóðlausu orði. Engin tími, ekkert en allt. Ég er að koma tilbaka og þá finn ég fyrir lífinu í kringum mig, ég finn það án fjarlægðar, ég finn og skynja lífið óendanlega langt í burtu en í mér og ég í þeim á sama tíma. Ég var allir í rýminu, allt í rýminu. Ég kom tilbaka grátin, hlæjandi, verkjalaus, heill. Ég vissi að allt færi vel því framtíðin er hér og ekkert stenst núið. Ég kem þessari lýsingu, reynslu í orð því hún er hornsteinninn, þetta móment þar sem augun opnast og aftur er ég fæddur og í þeim eina tilgangi að deyja með reisn og í öryggi. Eitthvað dó og eitthvað fæddist, andardrátturinn sem fæðir af sér. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun