Fólk getur varla hreyft sig án þess að vera tekið upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. september 2022 08:01 Valdimar Óskarsson forstjóri Syndis segir fólk oft ekki átta sig á hvað það sé í raun að samþykkja þegar það samþykkir notendaskilmála. Vísir/Egill Sérfræðingur í netöryggismálum segir notendaskilmála öryggismyndavéla oft fela í sér að söluaðili búnaðarins geti notað myndefnið á nánast hvaða hátt sem er. Þá séu myndavélar komnar það víða að fólk geti varla hreyft sig lengur án þess að eiga von á að vera tekið upp. Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Við sögðum frá því á dögunum í kvöldfréttum að sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast. Það eru þó ekki allir sem átta sig á því að oft á tíðum er myndefnið vistað hjá þeim sem selur búnaðinn. „Þegar að fólk er að setja upp svona búnað þá er það nú oft þannig að það eru ákveðnir notendaskilmálar sem að fólk samþykkir og það er nú þekkt í flestu tilfellum að fólk samþykkir allt án þess að lesa. En í mörgum tilfellum ertu að gefa upplýst samþykki um að það sé hægt að nota þetta myndefni á nánast hvaða hátt sem er af þeim sem er að selja þér þennan búnað,“ segir Valdimar Óskarsson forstjóri Syndis. Þá eru dæmi um það í útlöndum að þeir sem selja búnaðinn hafi afhent lögreglu gögn úr honum án samþykkis eigenda ef grunur hefur verið um refsiverða háttsemi. Slíkt er heimilt Valdimar segir að fólk þurfi að vera meðvitað um hversu oft er verið að taka það upp. „Þú getur varla hreyft þig og í raun ef þú ert að fara inn í fyrirtæki sem er með upptöku í gangi þá ber þér að segja frá því þannig að þú getur tekið þá upplýsta ákvörðun viltu fara þarna inn. Þú veist að það er upptaka í gangi. Við erum að sjá sama vandamál með dróna. Við erum að sjá dróna allt of nálægt húsum og þeir geta verið notaðir í misjöfnum tilgangi. Þannig að það er allt of mikið af þessu. Þú getur varla hreyft þig þá gengur þú fram hjá dyrabjöllu og þú ert tekinn upp án nokkurrar vitundar og þú veist ekkert hvað er gert við þær myndir sem eru teknar upp.“ Netöryggi Lögreglumál Tengdar fréttir Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. 14. september 2022 15:01 Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Við sögðum frá því á dögunum í kvöldfréttum að sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast. Það eru þó ekki allir sem átta sig á því að oft á tíðum er myndefnið vistað hjá þeim sem selur búnaðinn. „Þegar að fólk er að setja upp svona búnað þá er það nú oft þannig að það eru ákveðnir notendaskilmálar sem að fólk samþykkir og það er nú þekkt í flestu tilfellum að fólk samþykkir allt án þess að lesa. En í mörgum tilfellum ertu að gefa upplýst samþykki um að það sé hægt að nota þetta myndefni á nánast hvaða hátt sem er af þeim sem er að selja þér þennan búnað,“ segir Valdimar Óskarsson forstjóri Syndis. Þá eru dæmi um það í útlöndum að þeir sem selja búnaðinn hafi afhent lögreglu gögn úr honum án samþykkis eigenda ef grunur hefur verið um refsiverða háttsemi. Slíkt er heimilt Valdimar segir að fólk þurfi að vera meðvitað um hversu oft er verið að taka það upp. „Þú getur varla hreyft þig og í raun ef þú ert að fara inn í fyrirtæki sem er með upptöku í gangi þá ber þér að segja frá því þannig að þú getur tekið þá upplýsta ákvörðun viltu fara þarna inn. Þú veist að það er upptaka í gangi. Við erum að sjá sama vandamál með dróna. Við erum að sjá dróna allt of nálægt húsum og þeir geta verið notaðir í misjöfnum tilgangi. Þannig að það er allt of mikið af þessu. Þú getur varla hreyft þig þá gengur þú fram hjá dyrabjöllu og þú ert tekinn upp án nokkurrar vitundar og þú veist ekkert hvað er gert við þær myndir sem eru teknar upp.“
Netöryggi Lögreglumál Tengdar fréttir Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. 14. september 2022 15:01 Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. 14. september 2022 15:01
Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00