Fótbolti

Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann

Sindri Sverrisson skrifar
Finnur Tómas Pálmason þurfti að draga sig út úr íslenska hópnum.
Finnur Tómas Pálmason þurfti að draga sig út úr íslenska hópnum. Vísir/Diego

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli.

Ísland og Tékkland mætast í tveggja leikja umspilseinvígi um sæti á EM í Rúmeníu og Georgíu næsta sumar.

Ljóst er að Kristall Máni Ingason og Finnur Tómas Pálmason verða ekki með en þeir hafa þurft að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla.

Í stað Kristals kom Sveinn Margeir Hauksson úr KA inn en Davíð Snorri kaus að bæta við markverði í stað miðvarðarins Finns, og kallaði á Ólaf Kristófer Helgason markvörð Fylkis. Þar með eru þrír markverðir í íslenska hópnum.

Leikur Íslands og Tékklands á morgun hefst klukkan 16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×