Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö verður nánar sagt frá því að fjórir menn á þrítugsaldri eru nú grunaðir um að hafa verið að undirbúa hryðjuverk hér á landi gagnvart almennum borgurum, Alþingi og fleiri stofnunum. Tveir þeirra hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Við ræðum við forsætisráðherra, formann þjóðaröryggisráðs um málið sem er fyrsta sinnar tegundar hér. Þá verður ríkislögreglustjóri í beinni útsendingu í fréttatímanum.

Við segjum frá því að íslenskar konur mæta einna verst allra kvenna á Norðurlöndum í brjóstakrabbameinsskimun. Við ræðum við yfirlækni í kvöldfréttatímanum.

Í fréttatímanum hittum við sviðshöfund með fötlun sem telur að sleppa hefði átt umdeildri persónu í nýjasta stórsöngleik Þjóðleikhússins. Leikaravalið sé ekki stóra málið, heldur hvernig fatlað fólk sé ítrekað smættað niður í staðalímyndir.

Icelandair hefur skrifað sig fyrir fimm rafmagnsflugvélum og telur raunhæft að orkuskipti í farþegaflugi hefjist á þessum áratug.

Þá skoðum við aðgengismál í nýja Orkuhúsinu í Urðarhvarfi en bíllausir kvarta yfir hörmulegu aðgengi fyrir gangandi og hjólandi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu.

Og í Íslandi í dag verður rætt við Margréti Erlu Guðmundsdóttur listræna athafnakonu og móður þriggja farsælla listamanna.

Hlusta má á fréttatímann í beinni í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×