Uppreisn á Spáni: Vilja þjálfarann burt og sambandið hótar bönnum Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2022 09:00 Búast má við töluverðum breytingum á spænska liðinu sem keppti á EM í sumar. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images 15 leikmenn spænska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hafnað því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Þær vilja ekki spila fyrir þjálfarann Jorge Vilda. Leikmennirnir hafa allir sent bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Leikmönnunum mistókst að koma þjálfaranum frá í ágúst en hafa nú neitað að taka þátt í landsliðsverkefnum á meðan hans nýtur við í þjálfarastólnum. Sex leikmenn Barcelona eru á meðal þeirra sem sendu bréf, sem og Ona Batlle og Lucía García úr Manchester City og Laia Aleixandri og Leila Ohabi úr Manchester United. Knattspyrnusambandið í hart Spænska knattspyrnusambandið, RFEF, sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þessu er lýst sem „fordæmalausu í sögu fótboltans“ og ástandi sem „fari út fyrir íþróttir og sé spurning um reisn“. Sambandið ætli sér ekki að láta undan þrýstingi leikmannana. Enn fremur benti sambandið á að ákvörðun leikmanna um að draga sig í hlé gæti varðað allt að tveggja til fimm ára bann frá landsliðinu. Enginn leikmannana verði valinn í landsliðið fyrr en þeir biðjist afsökunar og komi til þess muni liðið vera skipað unglingum. Vilda er ekki vinsæll en sambandið stendur við bakið á honum.Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Aðeins þrjár vikur eru síðan leikmenn liðsins létu óánægju sína með Vilda í ljós við Luis Rubiales, forseta sambandsins. Þær gerðu slíkt hið sama við Vilda sem neitaði að segja af sér. Leikmenn héldu í kjölfarið blaðamannafund þar sem greint var frá því að krafan hefði ekki verið um afsögn á þeim tíma, en þær hafi verið fullvissaðar um breytingar - sem lítið hafi borið á síðan. Spánn á leik við Svíþjóð þann 7. október næst komandi. Liðið komst í átta liða úrslit á EM í sumar undir stjórn Vilda hvar þær spænsku töpuðu fyrir Englandi, sem vann mótið. Spænski boltinn Spánn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Leikmennirnir hafa allir sent bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Leikmönnunum mistókst að koma þjálfaranum frá í ágúst en hafa nú neitað að taka þátt í landsliðsverkefnum á meðan hans nýtur við í þjálfarastólnum. Sex leikmenn Barcelona eru á meðal þeirra sem sendu bréf, sem og Ona Batlle og Lucía García úr Manchester City og Laia Aleixandri og Leila Ohabi úr Manchester United. Knattspyrnusambandið í hart Spænska knattspyrnusambandið, RFEF, sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þessu er lýst sem „fordæmalausu í sögu fótboltans“ og ástandi sem „fari út fyrir íþróttir og sé spurning um reisn“. Sambandið ætli sér ekki að láta undan þrýstingi leikmannana. Enn fremur benti sambandið á að ákvörðun leikmanna um að draga sig í hlé gæti varðað allt að tveggja til fimm ára bann frá landsliðinu. Enginn leikmannana verði valinn í landsliðið fyrr en þeir biðjist afsökunar og komi til þess muni liðið vera skipað unglingum. Vilda er ekki vinsæll en sambandið stendur við bakið á honum.Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Aðeins þrjár vikur eru síðan leikmenn liðsins létu óánægju sína með Vilda í ljós við Luis Rubiales, forseta sambandsins. Þær gerðu slíkt hið sama við Vilda sem neitaði að segja af sér. Leikmenn héldu í kjölfarið blaðamannafund þar sem greint var frá því að krafan hefði ekki verið um afsögn á þeim tíma, en þær hafi verið fullvissaðar um breytingar - sem lítið hafi borið á síðan. Spánn á leik við Svíþjóð þann 7. október næst komandi. Liðið komst í átta liða úrslit á EM í sumar undir stjórn Vilda hvar þær spænsku töpuðu fyrir Englandi, sem vann mótið.
Spænski boltinn Spánn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira