Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2022 15:33 Eftir rekistefnu í flugvélinni í morgun, milli flugliða og Margrétar Friðriksdóttur, ákváð áhöfnin að kalla til lögreglu og fékk Margrét ekki að fljúga með vélinni til Munchen. vísir/vilhelm/aðsend Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. Flugþjónar kölluðu til lögreglu eftir að til mikillar rekistefnu kom í flugvélinni. Margrét var afar ósátt við það hvernig flugþjónarnir vildu höndla með handfarangur hennar auk þess sem þeir skipuðu henni að setja upp grímu. „Ég var á leiðinni til Moskvu en átti að millilenda í Munchen. Ég var með dýran búnað í handfarangri, svona cabin bag, sem ég hef ferðast með útum allt með fullt af flugfélögum. Ég var búin að greiða fyrir töskuna en þá segja þau mér að það sé ekkert pláss fyrir hana í vélinni og vildu setja hana í farangursrýmið. Með þessum dýra búnaði!“ segir Margrét í samtali við Vísi. Og fer ekki leynt með að hún er afar ósátt við það viðmót sem henni mætti. Í lögreglufylgd frá borði Margrét segir að þegar hún kom að sæti sínu hafi hún séð að þar var pláss fyrir þrjár töskur en þær í flugliðahópnum hafi verið alveg harðar á því að hún fengi ekki að hafa töskuna í farþegarýminu. Umræddar töskur sem Margrét fékk ekki að hafa með sér í flugvélina.margrét friðriksdóttir „Það er oft sem farangur týnist en þær voru ekkert ánægðar með að ég væri að benda þeim á að það væri pláss. Og svo segja þær að það sé grímuskylda,“ segir Margrét og þá hafi nú eiginlega steininn tekið úr. Hún var stödd í íslenskri lögsögu og þar sé ekki grímuskylda. „Og sú sem sagði þetta við mig var ekki með grímu sjálf!“ Þessi samskipti leiddu svo til þess að ákveðið var að Margrét fengi ekki að fljúga með vélinni. „Þeim fannst ég vera með eitthvað vesen og sögðu að ég fengi ekki að fljúga með. Og var ég þó búin að setja upp grímu. Þær sögðust vilja hringja á lögregluna og ég sagði þeim bara að gera það,“ segir Margrét. Hún stóð svo ásamt flugliðum við útganginn og þaðan mátti sjá inn í opinn flugstjóraklefann. Margrét sagði nokkur vel valin orð við flugstjórann, spurði hvort hún ætti virkilega ekki að fá að fluga með þeim? Hennar skilningur er sá að flugstjóranum hafi fundist þetta hið einkennilegasta. Og þegar lögreglan kom og fylgdu henni að þjónustuborðinu, þá hafi það allt verið með friði og spekt. Erna Ýr allslaus í Moskvu Margrét segir að nú sé unnið að því að fá flugmiðann endurgreiddan og hún segir ekki ósennilegt að hún eigi kröfu á hendur Icelandair, því tjónið sé tilfinnanlegt. Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður Fréttarinnar er þegar komin út en þær tvær ætluðu að fara til Rússlands og þaðan til hersetinna svæða í Úkraínu. Nú sé hins vegar komið babb í bátinn því Margrét er með búnaðinn og Erna Ýr því vanbúin til að taka upp það sem fyrir augu ber. Margrét segir það rétt að um sé að ræða boðsferð, væntanlega kostuð að rússneskum stjórnvöldum en það hefur þó ekki fengist staðfest nákvæmlega hver stendur straum af því. Það eru einhverjir sjóðir, að sögn Margrétar. „Konráð Magnússon stendur fyrir þessu og hann leitaði eftir blaðamönnum, sagðist vera að leita óháðum blaðamönnum til að fjalla um ástandið og við þáðum þetta boð. Ekki veitir af,“ segir Margrét. Hún segir að nú sé unnið að því að koma henni út, væntanlega þá með öðru flugi Icelandair. „Þeir verða að redda þessu.“ Fjölmiðlar Icelandair Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Sjá meira
Flugþjónar kölluðu til lögreglu eftir að til mikillar rekistefnu kom í flugvélinni. Margrét var afar ósátt við það hvernig flugþjónarnir vildu höndla með handfarangur hennar auk þess sem þeir skipuðu henni að setja upp grímu. „Ég var á leiðinni til Moskvu en átti að millilenda í Munchen. Ég var með dýran búnað í handfarangri, svona cabin bag, sem ég hef ferðast með útum allt með fullt af flugfélögum. Ég var búin að greiða fyrir töskuna en þá segja þau mér að það sé ekkert pláss fyrir hana í vélinni og vildu setja hana í farangursrýmið. Með þessum dýra búnaði!“ segir Margrét í samtali við Vísi. Og fer ekki leynt með að hún er afar ósátt við það viðmót sem henni mætti. Í lögreglufylgd frá borði Margrét segir að þegar hún kom að sæti sínu hafi hún séð að þar var pláss fyrir þrjár töskur en þær í flugliðahópnum hafi verið alveg harðar á því að hún fengi ekki að hafa töskuna í farþegarýminu. Umræddar töskur sem Margrét fékk ekki að hafa með sér í flugvélina.margrét friðriksdóttir „Það er oft sem farangur týnist en þær voru ekkert ánægðar með að ég væri að benda þeim á að það væri pláss. Og svo segja þær að það sé grímuskylda,“ segir Margrét og þá hafi nú eiginlega steininn tekið úr. Hún var stödd í íslenskri lögsögu og þar sé ekki grímuskylda. „Og sú sem sagði þetta við mig var ekki með grímu sjálf!“ Þessi samskipti leiddu svo til þess að ákveðið var að Margrét fengi ekki að fljúga með vélinni. „Þeim fannst ég vera með eitthvað vesen og sögðu að ég fengi ekki að fljúga með. Og var ég þó búin að setja upp grímu. Þær sögðust vilja hringja á lögregluna og ég sagði þeim bara að gera það,“ segir Margrét. Hún stóð svo ásamt flugliðum við útganginn og þaðan mátti sjá inn í opinn flugstjóraklefann. Margrét sagði nokkur vel valin orð við flugstjórann, spurði hvort hún ætti virkilega ekki að fá að fluga með þeim? Hennar skilningur er sá að flugstjóranum hafi fundist þetta hið einkennilegasta. Og þegar lögreglan kom og fylgdu henni að þjónustuborðinu, þá hafi það allt verið með friði og spekt. Erna Ýr allslaus í Moskvu Margrét segir að nú sé unnið að því að fá flugmiðann endurgreiddan og hún segir ekki ósennilegt að hún eigi kröfu á hendur Icelandair, því tjónið sé tilfinnanlegt. Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður Fréttarinnar er þegar komin út en þær tvær ætluðu að fara til Rússlands og þaðan til hersetinna svæða í Úkraínu. Nú sé hins vegar komið babb í bátinn því Margrét er með búnaðinn og Erna Ýr því vanbúin til að taka upp það sem fyrir augu ber. Margrét segir það rétt að um sé að ræða boðsferð, væntanlega kostuð að rússneskum stjórnvöldum en það hefur þó ekki fengist staðfest nákvæmlega hver stendur straum af því. Það eru einhverjir sjóðir, að sögn Margrétar. „Konráð Magnússon stendur fyrir þessu og hann leitaði eftir blaðamönnum, sagðist vera að leita óháðum blaðamönnum til að fjalla um ástandið og við þáðum þetta boð. Ekki veitir af,“ segir Margrét. Hún segir að nú sé unnið að því að koma henni út, væntanlega þá með öðru flugi Icelandair. „Þeir verða að redda þessu.“
Fjölmiðlar Icelandair Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Sjá meira