Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ná enn árangri í austri og reyna að umkringja rússneska hermenn Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2022 15:52 Úkraínskir hermenn aðstoða særðan félaga. AP/Leo Correa Úkraínumenn virðast enn ná góðum árangri í áframhaldandi gagnsókn þeirra gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar eru sagðir í töluverðum vandræðum með hverkvaðningu og hafa verið að senda lítið sem ekkert þjálfaða menn á víglínurnar í Úkraínu. Úkraínumenn eru að reyna að bæta stöðu sína fyrir rigningar haustsins og veturinn og Rússar eru að reyna að halda aftur af þeim. Sókn Úkraínumanna í suðri gengur enn hægt og virðist verulega kostnaðarsöm, en flæði fregna þaðan er töluvert minna en úr austri. Reyna að umkringja Rússa í Lyman Úkraínumenn hafa unnið hörðum höndum að því að halda áfram að þrýsta á Rússa í austurhluta landsins, eftir að hafa rekið þá frá Kharkív. Nú virðist sem Úkraínumenn vinni að því að umkringja hersveitir Rússa í borginni Lyman í Donetsk-héraði. Úkraínskir hermenn hafa þegar myndað stórt gat í víglínum Rússa norður af Lyman og hafa fregnir borist af því að þeir hafi náð þó nokkrum bæjum og þorpum á svæðinu á sitt vald í dag. Eftir að Rússar hörfuðu að mestu frá Kharkív-héraði mynduðu þeir nýja varnarlínu við Oskilá. Úkraínumenn hafa þá komst yfir ána á nokkrum stöðum og eru að sækja fram gegn Rússum að nýju. Úkraínskir hermenn á ferðinn í Kharkív-héraði.Getty/Metin Aktas Úkraínumenn ráku um helgina rússneska hermenn frá bænum Kupyansk á landamærum Karkív-héraðs og Luhansk. Þetta er enn norðar á víglínunni, eins og sjá má á kortinu hér neðar. Í samtali við Wall Street Journal sagði einn af æðstu embættismönnum Úkraínu á svæðinu að nokkrar rússneskar herdeildir hefðu verið sigraðar og frelsun Kupyansk opnaði leið fyrir úkraínska herinn til að sækja enn frekar inn í Luhansk-hérað, sem Úkraínumenn hörfuðu frá í sumar. Luhansk-hérað er eina héraðið af þeim fjórum sem Rússar ætla að innlima í næstu viku, sem Rússar stjórna nærri því öllu. Sjá einnig: Segir Pútín hafa gert „stór mistök“ Hér má sjá kort frá hugveitunni Institute for the study og war, sem gert var í gær. Þarna má glögglega sjá hvar Úkraínumenn hafa brotið sér leið í gegnum varnarlínu Rússa norður af Lyman. Í dag hafa svo borist fregnir af frekari velgengngi Úkraínumanna á svæðinu. Bláa svæðið er það svæði sem Úkraínumenn hafa lagt undir sig á undanförnum vikum. #Ukrainian forces likely control #Maliivka in #Kharkiv Oblast. /3 https://t.co/NWwoNeL86Q pic.twitter.com/bR22hXZtse— ISW (@TheStudyofWar) September 26, 2022 Rússar hafa á undanförnum vikum verið á hælunum á öllum vígvöllum Úkraínu, að undanskildum vígvellinum við Bakhmut í Donetsk-héraði. Þar hafa málaliðar Wagner-Group haldið árásum áfram gegn úkraínska hernum og náð hægum árangri. Á kortinu hér að ofan má sjá nokkur gul svæði í Donetsk-héraði þar sem Rússar hafa verið að sækja hægt og rólega fram. Það eru einu svæðin þar sem Rússar hafa sótt fram um nokkurra mánaða skeið. Erfiðir bardagar í Kherson Af sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðri er tiltölulega lítið að frétta. Úkraínskir hermenn hafa sótt fram gegn Rússum og gera það enn en með gífurlegum kostnaði og er mannfall sagt mikið. Þar eru Úkraínumenn sagðir berjast gegn bestu hermönnum Rússlands. Úkraínumenn hafa lagt mikið púður í það að skera á birgðalínur Rússa með HIMARS-flugskeytakerfum og annarskonar árásum á skotfærageymslur og brýr yfir Dniproá. Rússar hafa átt í erfiðleikum með flutning birgða og hermanna á norðurbakka ánar. Sjá einnig: Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast hafa upplýsingar um að forsvarsmenn Rússneska hersins hafi beðið um leyfi til þess að hörfa frá svæðinu og suður yfir Dniproá en Vladimír Pútin, forseti, hafi neitað því. Öfugt við skyndisókn Úkraínumanna í Kharkív fyrr í þessum mánuði hafa þeir ekki náð að brjóta sér leið í gegnum víglínur Rússa og stökkva þeim á flótta. Hart hefur verið barist um hvern einasta bæ og þorp. Blaðamenn New York Times tóku nýverið viðtöl við hermenn og aðra á svæðinu og vörpuðu ljósi á þá miklu erfiðleika sem Úkraínumenn eiga í í suðri. Þeir segjast þó ekki eiga annarra kosta völ en að sækja fram og reka Rússa á brott. Héraðið er gífurlega mikilvægt og meðal annars vegna þess að það veitir aðgang að Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Hér má sjá stutt myndband sem sýnir flugskeyti sem skotið var úr rússneskri þyrlu hæfa BMP-2 bryndreka í Kherson-héraði. #Ukraine: A Ukrainian BMP-2 infantry fighting vehicle was destroyed by a Russian LMUR/Izdeliye 305 helicopter-launched air-to-surface guided missile in #Kherson Oblast. pic.twitter.com/fAuupzZSLl— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 26, 2022 Rússar eru sagðir hafa byggt upp góðar varnir á svæðinu enda höfðu þeir góðan tíma til þess áður en sókn Úkraínumanna hófst. Rússar hafa grafið góðar skotgrafir, neðanjarðarbyrgi og vel varinn byssustæði, auk þess sem þeir hafa grafið góðar og vel varðar holur fyrir skriðdreka sína. Þaðan geta Rússar skotið á Úkraínumenn sem eiga erfitt með að svara fyrir sig. Það versta virðist þó vera hve flatt Kherson-hérað er og hve erfitt er að verjast stórskotaliði þar. Eins og segir í frétt NYT, þá ber hver úkraínskur hermaður riffill en flestir hafa ekki hleypt af skoti. Lang flestir þeirra sem falla, gera það vegna sprengjuregns frá stórskotaliðsvopnum en þar hafa Rússar haft yfirhöndina. Einn læknir sem rætt var við sagði að af þeim hundruðum hermanna sem hún hefði hlúð að, hefði ekki einn þeirra verið með skotsár. „Það eru svo margir að springa í loft upp,“ sagði hún. „Stundum eru bara líkamshlutar eftir.“ Hermenn sem blaðamenn NYT ræddu við sögðu skort á skotfærum í stórskotalið Úkraínumanna og kölluðu eftir frekari aðstoð frá bakjörlum Úkraínu. Stöðuna í Kherson-héraði má sjá á meðfylgjandi korti. Bláa svæðið er það svæði sem Úkraínumenn hafa lagt undir sig á undanförnum vikum. #Russian sources claim that Russian forces hit #Ukraine s Operational Command South headquarters in #Odesa with Shahed-136 drones on September 25. /5https://t.co/NWwoNeL86Q pic.twitter.com/punnclcEwU— ISW (@TheStudyofWar) September 26, 2022 Íranskir drónar reynst Rússum vel Rússar fengu nýverið senda dróna frá Íran sem þeir eru sagðir hafa notað með góðum árangri í Kherson-héraði að undanförnu. Drónar þessir eru hannaðir til að fljúga á skotmörk eins og skrið- og bryndreka og varnarbyrgi og springa í loft upp. Þeir kallast Shahed-136 en Rússar fengu einnig dróna sem kallast Mohajer-6 en þeir geta borið sprengjur og verið notaðir til eftirlits. Viðmælendur Politico segja Rússa hafa notað þessa dróna með góðum árangri. Erfitt sé að sjá þá á ratsjám og sömuleiðis að skjóta þá niður. Þeir hermenn sem rætt var við segja Úkraínumenn þurfa nýjar og nútímalegri loftvarnir en þeir hafa fengið hingað til til að verjast þessum árásum Rússa. Sjá einnig: Vilja fleiri vopn eftir vel heppnaða gagnsókn Rússar notuðu Shaded-136 dróna nýverið til að gera árásir á höfuðstöðvar úkraínska hersins í suðurhluta landsins í Odessa. Hér að neðan má sjá stutt myndband sem sýnir hvernig drónarnir virka. Today Odessa was again attacked by Shahed-136 kamikaze drones, which Russia got from Iran. Ukrainian army mastered to successfully land Russian aircraft, and these drones will follow. For that Ukraine needs more Western modern air defense systems. Drone launcher video below. pic.twitter.com/jZvYupj2IR— Maria Avdeeva (@maria_avdv) September 25, 2022 Úkraínumenn hafa þó verið að fá ný vopn frá Bandaríkjunum og þar á meðal eru tvö loftvarnarkerfi sem kallast NASAMS og eru framleidd í Noregi. Þau eru hönnuð til að skjóta niður skotmörk eins og flugvélar og flugskeyti í þrjátíu til fimmtíu kílómetra fjarlægð. Þetta eru fyrstu slíku loftvarnarkerfin sem Úkraínumenn fá frá Vesturlöndum. Þessi kerfi geta Úkraínumenn notað til að vernda mikilvæg skotmörk gegn flugskeyta- og drónaárásum Rússa. Pres. Vladimir Zelensky said that Ukraine received NASAMS air defense systems. pic.twitter.com/qVcUaf4jE5— Jason Jay Smart (@officejjsmart) September 25, 2022 Í dag var svo í fyrsta sinn birt myndband af BGM-71 flugskeytakerfi á Humvee í höndum Úkraínumanna. Það hafa þeir líklegast fengið til bandaríkjunum en flugskeytakerfið er hægt að nota til að gera nákvæmar árásir yfir langar vegalengdir á skrið- og bryndreka auk annarra skotmarka. First video of a M1046 Humvee BGM-71 TOW ATGM Carrier deployed by Ukrainian forces in Kharkiv Oblast.#Russia #Ukraine pic.twitter.com/0v5EtORRbi— BlueSauron (@Blue_Sauron) September 26, 2022 Viðurkenna „mistök“ við herkvaðningu Rússneski herinn hefur átt í manneklu í marga mánuði og hefur það komið niður á innrás Rússa og gert Úkraínumönnum kleift að ná frumkvæðinu í átökunum. Þannig hafa Úkraínumenn stjórnað hvar barist er og hvenær á undanförnum vikum. Umfangsmikil herkvaðning stendur nú yfir í Rússlandi og er markmiðið að bæta stöðu rússneska hersins á skömmum tíma. Ríkisstjórn Pútíns hefur sagt að til standi að kveðja um þrjú hundruð þúsund manns í herinn en rússneskir fjölmiðlar segja heimilt að kveðja um þrisvar sinnum fleiri til herþjónustu. Menn sem kvaddir hafa verið í rússneska herinn í Bataysk í Rostov-on-Don-héraði.AP Þá var tilkynnt á dögunum að lögum Rússlands hefði verið breytt á þann veg að hermönnum hefði verið gert ólöglegt að gefast upp, flýja og ýmislegt annað. Refsingar gegn því að koma sér undan herkvaðningu voru einnig hertar. Sjá einnig: Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Herkvaðning var opinberuð sem „sértæk“ og átti eingöngu að snúa að mönnum með reynslu af herþjónustu og aðra þjálfun sem rússneski herinn hefur þörf á. Fregnir hafa þó borist af því að menn með enga reynslu hafi verið kvaddir í herinn í massavís og hafa eldri menn og nemendur fengið herkvaðningu. Rússar hafa þar að auki sent menn á víglínurnar án nokkurrar þjálfunar. Komið hefur til umfangsmikilla mótmæla vegna herkvaðningarinnar og hefur verið ráðist á embættismenn og hermenn sem komið hafa að herkvaðningunni. Maður sem kveðja átti í herinn skaut í morgun yfirmann herkvaðningarinnar í Irkutsk í Síberíu. Myndband af því hefur verið í dreifingu í dag. Footage purporting to show a would-be conscript shooting a military recruitment officer in Irkutsk, Siberia. Earlier reports that the man died in hospital are unconfirmed. There will be a lot more of this, I suspect. #mobilization pic.twitter.com/8QX9pgAtfm— Oliver Carroll (@olliecarroll) September 26, 2022 Sömuleiðis hafa margir Rússar reynt að flýja land á undanförnum dögum. Myndefni frá landamærum Rússlands og Georgíu sýndi að í morgun voru langar raðir við landamærin og voru hermenn sendir á vettvang. The FSB says it's sent an armored personnel carrier to the Russian border with Georgia, where the longest lines to leave the country have formed.It claimed it sent border guards to stop reservists from leaving the country without going through passport control, per @ru_rbc. pic.twitter.com/4lSP8L5wiD— max seddon (@maxseddon) September 26, 2022 Dmitry Peskov, talsmaður Pútins, sagði í morgun að ekki væri búið að taka ákvörðun um að loka þeim landamærum Rússlands sem enn eru opin vegna flótta ungra manna frá Rússlandi. Hann sagði einnig við blaðamenn í morgun að mistök hefðu verið gerð við herkvaðninguna og verið væri að leiðrétta þau, samkvæmt fréttaveitunni RIA sem er í eigu rússneska ríkisins. Pútin hafi málað sig út í horn Washington Post hefur eftir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, að slæmt gengi Rússa í Úkraínu hafi komið Pútín í vandræði. Hann hafi málað sig út í horn og hafi vitað að um leið og hann fór út í herkvaðningu myndi það leiða til mótmæla og deilna. Samhliða stigmögnun Rússa á átökunum í Úkraínu, hafa rússneskir embættismenn og Pútín sjálfur hótað mögulegri notkun kjarnorkuvopna. Sullivan sagði einnig í fjölmiðlum vestanhafs í gær að ráðamenn í Bandaríkjunum hefðu ekki séð nein ummerki um undirbúning fyrir slíkar árásir í Rússlandi. Þá hefðu Bandaríkjamenn ítrekað komið þeim skilaboðum til Rússa að kjarnorkuvopnaárás myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir Rússland. Hann fór ekki nánar út í hvað hann meinti eða hvort hann væri að tala um hernaðarlegar eða efnahagslegar afleiðingar. Heimildarmenn New York Times innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna segja að enn séu taldar litlar líkur á því að Rússar beiti kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Þær séu þó hærri en þær voru í febrúar og mars og það sé vegna þess að Pútín hafi ekki lengur trú á því að rússneski herinn hafi getu til að hernema alla Úkraínu eða jafnvel halda þeim svæðum sem þeir stjórna. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. 26. september 2022 10:24 „Mannkynsins vegna, þarf Úkraína að sigra“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra gagnrýndi innrás Rússa í Úkraínu harðlega í ræðu hennar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir. Hún minnti á hið fornkveðna; að með lögum skal land byggja, en eigi með ólögum eyða. 24. september 2022 23:38 Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59 Segja íbúa hersetinna svæða þvingaða til að greiða atkvæði Stjórnvöld í Kænugarði fullyrða að íbúar á hersetnum svæðum hafi verið hótað refsingum taki þeir ekki þátt í atkvæðagreiðslu sem leppstjórnir Rússa halda nú um helgina um hvort svæðin skuli innlimuð í Rússland. 23. september 2022 16:20 SÞ: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna á sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, að sögn yfirmanns rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Vísbendingar hafa fundist um fjölda aftaka þar sem fólk hefur verið skorið á háls eða skotið í höfuðið. 23. september 2022 12:36 Sagði mikilvægt að gefa Rússum ekki andrými til að efla varnir sínar Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti virðist ekki gefa mikið fyrir tilraunir Rússa til að stigmagna átökin í Úkraínu með því að boða til herkvaðningar. 22. september 2022 07:23 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Úkraínumenn eru að reyna að bæta stöðu sína fyrir rigningar haustsins og veturinn og Rússar eru að reyna að halda aftur af þeim. Sókn Úkraínumanna í suðri gengur enn hægt og virðist verulega kostnaðarsöm, en flæði fregna þaðan er töluvert minna en úr austri. Reyna að umkringja Rússa í Lyman Úkraínumenn hafa unnið hörðum höndum að því að halda áfram að þrýsta á Rússa í austurhluta landsins, eftir að hafa rekið þá frá Kharkív. Nú virðist sem Úkraínumenn vinni að því að umkringja hersveitir Rússa í borginni Lyman í Donetsk-héraði. Úkraínskir hermenn hafa þegar myndað stórt gat í víglínum Rússa norður af Lyman og hafa fregnir borist af því að þeir hafi náð þó nokkrum bæjum og þorpum á svæðinu á sitt vald í dag. Eftir að Rússar hörfuðu að mestu frá Kharkív-héraði mynduðu þeir nýja varnarlínu við Oskilá. Úkraínumenn hafa þá komst yfir ána á nokkrum stöðum og eru að sækja fram gegn Rússum að nýju. Úkraínskir hermenn á ferðinn í Kharkív-héraði.Getty/Metin Aktas Úkraínumenn ráku um helgina rússneska hermenn frá bænum Kupyansk á landamærum Karkív-héraðs og Luhansk. Þetta er enn norðar á víglínunni, eins og sjá má á kortinu hér neðar. Í samtali við Wall Street Journal sagði einn af æðstu embættismönnum Úkraínu á svæðinu að nokkrar rússneskar herdeildir hefðu verið sigraðar og frelsun Kupyansk opnaði leið fyrir úkraínska herinn til að sækja enn frekar inn í Luhansk-hérað, sem Úkraínumenn hörfuðu frá í sumar. Luhansk-hérað er eina héraðið af þeim fjórum sem Rússar ætla að innlima í næstu viku, sem Rússar stjórna nærri því öllu. Sjá einnig: Segir Pútín hafa gert „stór mistök“ Hér má sjá kort frá hugveitunni Institute for the study og war, sem gert var í gær. Þarna má glögglega sjá hvar Úkraínumenn hafa brotið sér leið í gegnum varnarlínu Rússa norður af Lyman. Í dag hafa svo borist fregnir af frekari velgengngi Úkraínumanna á svæðinu. Bláa svæðið er það svæði sem Úkraínumenn hafa lagt undir sig á undanförnum vikum. #Ukrainian forces likely control #Maliivka in #Kharkiv Oblast. /3 https://t.co/NWwoNeL86Q pic.twitter.com/bR22hXZtse— ISW (@TheStudyofWar) September 26, 2022 Rússar hafa á undanförnum vikum verið á hælunum á öllum vígvöllum Úkraínu, að undanskildum vígvellinum við Bakhmut í Donetsk-héraði. Þar hafa málaliðar Wagner-Group haldið árásum áfram gegn úkraínska hernum og náð hægum árangri. Á kortinu hér að ofan má sjá nokkur gul svæði í Donetsk-héraði þar sem Rússar hafa verið að sækja hægt og rólega fram. Það eru einu svæðin þar sem Rússar hafa sótt fram um nokkurra mánaða skeið. Erfiðir bardagar í Kherson Af sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðri er tiltölulega lítið að frétta. Úkraínskir hermenn hafa sótt fram gegn Rússum og gera það enn en með gífurlegum kostnaði og er mannfall sagt mikið. Þar eru Úkraínumenn sagðir berjast gegn bestu hermönnum Rússlands. Úkraínumenn hafa lagt mikið púður í það að skera á birgðalínur Rússa með HIMARS-flugskeytakerfum og annarskonar árásum á skotfærageymslur og brýr yfir Dniproá. Rússar hafa átt í erfiðleikum með flutning birgða og hermanna á norðurbakka ánar. Sjá einnig: Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast hafa upplýsingar um að forsvarsmenn Rússneska hersins hafi beðið um leyfi til þess að hörfa frá svæðinu og suður yfir Dniproá en Vladimír Pútin, forseti, hafi neitað því. Öfugt við skyndisókn Úkraínumanna í Kharkív fyrr í þessum mánuði hafa þeir ekki náð að brjóta sér leið í gegnum víglínur Rússa og stökkva þeim á flótta. Hart hefur verið barist um hvern einasta bæ og þorp. Blaðamenn New York Times tóku nýverið viðtöl við hermenn og aðra á svæðinu og vörpuðu ljósi á þá miklu erfiðleika sem Úkraínumenn eiga í í suðri. Þeir segjast þó ekki eiga annarra kosta völ en að sækja fram og reka Rússa á brott. Héraðið er gífurlega mikilvægt og meðal annars vegna þess að það veitir aðgang að Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Hér má sjá stutt myndband sem sýnir flugskeyti sem skotið var úr rússneskri þyrlu hæfa BMP-2 bryndreka í Kherson-héraði. #Ukraine: A Ukrainian BMP-2 infantry fighting vehicle was destroyed by a Russian LMUR/Izdeliye 305 helicopter-launched air-to-surface guided missile in #Kherson Oblast. pic.twitter.com/fAuupzZSLl— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 26, 2022 Rússar eru sagðir hafa byggt upp góðar varnir á svæðinu enda höfðu þeir góðan tíma til þess áður en sókn Úkraínumanna hófst. Rússar hafa grafið góðar skotgrafir, neðanjarðarbyrgi og vel varinn byssustæði, auk þess sem þeir hafa grafið góðar og vel varðar holur fyrir skriðdreka sína. Þaðan geta Rússar skotið á Úkraínumenn sem eiga erfitt með að svara fyrir sig. Það versta virðist þó vera hve flatt Kherson-hérað er og hve erfitt er að verjast stórskotaliði þar. Eins og segir í frétt NYT, þá ber hver úkraínskur hermaður riffill en flestir hafa ekki hleypt af skoti. Lang flestir þeirra sem falla, gera það vegna sprengjuregns frá stórskotaliðsvopnum en þar hafa Rússar haft yfirhöndina. Einn læknir sem rætt var við sagði að af þeim hundruðum hermanna sem hún hefði hlúð að, hefði ekki einn þeirra verið með skotsár. „Það eru svo margir að springa í loft upp,“ sagði hún. „Stundum eru bara líkamshlutar eftir.“ Hermenn sem blaðamenn NYT ræddu við sögðu skort á skotfærum í stórskotalið Úkraínumanna og kölluðu eftir frekari aðstoð frá bakjörlum Úkraínu. Stöðuna í Kherson-héraði má sjá á meðfylgjandi korti. Bláa svæðið er það svæði sem Úkraínumenn hafa lagt undir sig á undanförnum vikum. #Russian sources claim that Russian forces hit #Ukraine s Operational Command South headquarters in #Odesa with Shahed-136 drones on September 25. /5https://t.co/NWwoNeL86Q pic.twitter.com/punnclcEwU— ISW (@TheStudyofWar) September 26, 2022 Íranskir drónar reynst Rússum vel Rússar fengu nýverið senda dróna frá Íran sem þeir eru sagðir hafa notað með góðum árangri í Kherson-héraði að undanförnu. Drónar þessir eru hannaðir til að fljúga á skotmörk eins og skrið- og bryndreka og varnarbyrgi og springa í loft upp. Þeir kallast Shahed-136 en Rússar fengu einnig dróna sem kallast Mohajer-6 en þeir geta borið sprengjur og verið notaðir til eftirlits. Viðmælendur Politico segja Rússa hafa notað þessa dróna með góðum árangri. Erfitt sé að sjá þá á ratsjám og sömuleiðis að skjóta þá niður. Þeir hermenn sem rætt var við segja Úkraínumenn þurfa nýjar og nútímalegri loftvarnir en þeir hafa fengið hingað til til að verjast þessum árásum Rússa. Sjá einnig: Vilja fleiri vopn eftir vel heppnaða gagnsókn Rússar notuðu Shaded-136 dróna nýverið til að gera árásir á höfuðstöðvar úkraínska hersins í suðurhluta landsins í Odessa. Hér að neðan má sjá stutt myndband sem sýnir hvernig drónarnir virka. Today Odessa was again attacked by Shahed-136 kamikaze drones, which Russia got from Iran. Ukrainian army mastered to successfully land Russian aircraft, and these drones will follow. For that Ukraine needs more Western modern air defense systems. Drone launcher video below. pic.twitter.com/jZvYupj2IR— Maria Avdeeva (@maria_avdv) September 25, 2022 Úkraínumenn hafa þó verið að fá ný vopn frá Bandaríkjunum og þar á meðal eru tvö loftvarnarkerfi sem kallast NASAMS og eru framleidd í Noregi. Þau eru hönnuð til að skjóta niður skotmörk eins og flugvélar og flugskeyti í þrjátíu til fimmtíu kílómetra fjarlægð. Þetta eru fyrstu slíku loftvarnarkerfin sem Úkraínumenn fá frá Vesturlöndum. Þessi kerfi geta Úkraínumenn notað til að vernda mikilvæg skotmörk gegn flugskeyta- og drónaárásum Rússa. Pres. Vladimir Zelensky said that Ukraine received NASAMS air defense systems. pic.twitter.com/qVcUaf4jE5— Jason Jay Smart (@officejjsmart) September 25, 2022 Í dag var svo í fyrsta sinn birt myndband af BGM-71 flugskeytakerfi á Humvee í höndum Úkraínumanna. Það hafa þeir líklegast fengið til bandaríkjunum en flugskeytakerfið er hægt að nota til að gera nákvæmar árásir yfir langar vegalengdir á skrið- og bryndreka auk annarra skotmarka. First video of a M1046 Humvee BGM-71 TOW ATGM Carrier deployed by Ukrainian forces in Kharkiv Oblast.#Russia #Ukraine pic.twitter.com/0v5EtORRbi— BlueSauron (@Blue_Sauron) September 26, 2022 Viðurkenna „mistök“ við herkvaðningu Rússneski herinn hefur átt í manneklu í marga mánuði og hefur það komið niður á innrás Rússa og gert Úkraínumönnum kleift að ná frumkvæðinu í átökunum. Þannig hafa Úkraínumenn stjórnað hvar barist er og hvenær á undanförnum vikum. Umfangsmikil herkvaðning stendur nú yfir í Rússlandi og er markmiðið að bæta stöðu rússneska hersins á skömmum tíma. Ríkisstjórn Pútíns hefur sagt að til standi að kveðja um þrjú hundruð þúsund manns í herinn en rússneskir fjölmiðlar segja heimilt að kveðja um þrisvar sinnum fleiri til herþjónustu. Menn sem kvaddir hafa verið í rússneska herinn í Bataysk í Rostov-on-Don-héraði.AP Þá var tilkynnt á dögunum að lögum Rússlands hefði verið breytt á þann veg að hermönnum hefði verið gert ólöglegt að gefast upp, flýja og ýmislegt annað. Refsingar gegn því að koma sér undan herkvaðningu voru einnig hertar. Sjá einnig: Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Herkvaðning var opinberuð sem „sértæk“ og átti eingöngu að snúa að mönnum með reynslu af herþjónustu og aðra þjálfun sem rússneski herinn hefur þörf á. Fregnir hafa þó borist af því að menn með enga reynslu hafi verið kvaddir í herinn í massavís og hafa eldri menn og nemendur fengið herkvaðningu. Rússar hafa þar að auki sent menn á víglínurnar án nokkurrar þjálfunar. Komið hefur til umfangsmikilla mótmæla vegna herkvaðningarinnar og hefur verið ráðist á embættismenn og hermenn sem komið hafa að herkvaðningunni. Maður sem kveðja átti í herinn skaut í morgun yfirmann herkvaðningarinnar í Irkutsk í Síberíu. Myndband af því hefur verið í dreifingu í dag. Footage purporting to show a would-be conscript shooting a military recruitment officer in Irkutsk, Siberia. Earlier reports that the man died in hospital are unconfirmed. There will be a lot more of this, I suspect. #mobilization pic.twitter.com/8QX9pgAtfm— Oliver Carroll (@olliecarroll) September 26, 2022 Sömuleiðis hafa margir Rússar reynt að flýja land á undanförnum dögum. Myndefni frá landamærum Rússlands og Georgíu sýndi að í morgun voru langar raðir við landamærin og voru hermenn sendir á vettvang. The FSB says it's sent an armored personnel carrier to the Russian border with Georgia, where the longest lines to leave the country have formed.It claimed it sent border guards to stop reservists from leaving the country without going through passport control, per @ru_rbc. pic.twitter.com/4lSP8L5wiD— max seddon (@maxseddon) September 26, 2022 Dmitry Peskov, talsmaður Pútins, sagði í morgun að ekki væri búið að taka ákvörðun um að loka þeim landamærum Rússlands sem enn eru opin vegna flótta ungra manna frá Rússlandi. Hann sagði einnig við blaðamenn í morgun að mistök hefðu verið gerð við herkvaðninguna og verið væri að leiðrétta þau, samkvæmt fréttaveitunni RIA sem er í eigu rússneska ríkisins. Pútin hafi málað sig út í horn Washington Post hefur eftir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, að slæmt gengi Rússa í Úkraínu hafi komið Pútín í vandræði. Hann hafi málað sig út í horn og hafi vitað að um leið og hann fór út í herkvaðningu myndi það leiða til mótmæla og deilna. Samhliða stigmögnun Rússa á átökunum í Úkraínu, hafa rússneskir embættismenn og Pútín sjálfur hótað mögulegri notkun kjarnorkuvopna. Sullivan sagði einnig í fjölmiðlum vestanhafs í gær að ráðamenn í Bandaríkjunum hefðu ekki séð nein ummerki um undirbúning fyrir slíkar árásir í Rússlandi. Þá hefðu Bandaríkjamenn ítrekað komið þeim skilaboðum til Rússa að kjarnorkuvopnaárás myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir Rússland. Hann fór ekki nánar út í hvað hann meinti eða hvort hann væri að tala um hernaðarlegar eða efnahagslegar afleiðingar. Heimildarmenn New York Times innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna segja að enn séu taldar litlar líkur á því að Rússar beiti kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Þær séu þó hærri en þær voru í febrúar og mars og það sé vegna þess að Pútín hafi ekki lengur trú á því að rússneski herinn hafi getu til að hernema alla Úkraínu eða jafnvel halda þeim svæðum sem þeir stjórna.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. 26. september 2022 10:24 „Mannkynsins vegna, þarf Úkraína að sigra“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra gagnrýndi innrás Rússa í Úkraínu harðlega í ræðu hennar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir. Hún minnti á hið fornkveðna; að með lögum skal land byggja, en eigi með ólögum eyða. 24. september 2022 23:38 Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59 Segja íbúa hersetinna svæða þvingaða til að greiða atkvæði Stjórnvöld í Kænugarði fullyrða að íbúar á hersetnum svæðum hafi verið hótað refsingum taki þeir ekki þátt í atkvæðagreiðslu sem leppstjórnir Rússa halda nú um helgina um hvort svæðin skuli innlimuð í Rússland. 23. september 2022 16:20 SÞ: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna á sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, að sögn yfirmanns rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Vísbendingar hafa fundist um fjölda aftaka þar sem fólk hefur verið skorið á háls eða skotið í höfuðið. 23. september 2022 12:36 Sagði mikilvægt að gefa Rússum ekki andrými til að efla varnir sínar Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti virðist ekki gefa mikið fyrir tilraunir Rússa til að stigmagna átökin í Úkraínu með því að boða til herkvaðningar. 22. september 2022 07:23 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. 26. september 2022 10:24
„Mannkynsins vegna, þarf Úkraína að sigra“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra gagnrýndi innrás Rússa í Úkraínu harðlega í ræðu hennar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir. Hún minnti á hið fornkveðna; að með lögum skal land byggja, en eigi með ólögum eyða. 24. september 2022 23:38
Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59
Segja íbúa hersetinna svæða þvingaða til að greiða atkvæði Stjórnvöld í Kænugarði fullyrða að íbúar á hersetnum svæðum hafi verið hótað refsingum taki þeir ekki þátt í atkvæðagreiðslu sem leppstjórnir Rússa halda nú um helgina um hvort svæðin skuli innlimuð í Rússland. 23. september 2022 16:20
SÞ: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna á sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, að sögn yfirmanns rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Vísbendingar hafa fundist um fjölda aftaka þar sem fólk hefur verið skorið á háls eða skotið í höfuðið. 23. september 2022 12:36
Sagði mikilvægt að gefa Rússum ekki andrými til að efla varnir sínar Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti virðist ekki gefa mikið fyrir tilraunir Rússa til að stigmagna átökin í Úkraínu með því að boða til herkvaðningar. 22. september 2022 07:23