Herdís samdi tónlistina fyrir væntanlega stórmynd í Hollywood Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. september 2022 20:01 Tónskáldið Herdís Stefánsdóttir samdi tónlistina fyrir væntanlega kvikmynd leikstjórans M. Night Shyamalan, Knock at the Cabin. Vísir/Vilhelm „Þetta er eiginlega svona röð atvika sem að leiða mann á svona stað,“ segir tónskáldið Herdís Stefánsdóttir í viðtali við Bítið í morgun. Herdís sér um tónlistina í kvikmyndinni Knock at the Cabin sem er nýjasta mynd leikstjórans M. Night Shyamalan. Hann er meðal annars þekktur fyrir stórmyndina The Sixth Sense með Bruce Willis í aðalhlutverki. „Þetta gerðist í raun og veru síðasta haust. Þá fékk ég símtal frá umboðskonunni minni í Hollywood sem hringir í mig seint um kvöld og segir: „Herdís, veistu hvaða leikstjóri M. Night Shyamalan er?“ Og ég var alveg já, ég veit hver hann er.“ Þá sagði umboðskonan henni að Shyamalan vildi tala við hana í símann sem fyrst og Herdís segist ekki hafa áttað sig á því hvernig hann vissi hver hún var. View this post on Instagram A post shared by M. Night Shyamalan (@mnight) Skrifaði myndina út frá tónlist Herdísar Herdís hefur unnið í ýmsum stórum tónlistarverkefnum að undanförnu. Hún samdi meðal annars tónlist fyrir sjónvarpsseríurnar Verbúðin, Y: The Last Man og The Essex Serpent með Tom Hiddlestone og Claire Danes í aðalhlutverkum. Þá hefur hún einnig gefið sjálf út lög undir listamannsnafninu Kónguló. View this post on Instagram A post shared by Herdi s Stefa nsdo ttir (@herdisstef) Áhugi Shyamalan kom Herdísi í opna skjöldu en hann hafði heyrt tónlistina hennar við þættina Y: The Last Man. „Hann hafði verið að skrifa story boardið að Knock at the Cabin við tónlistina mína og var mjög innblásinn af henni.“ View this post on Instagram A post shared by Knock At The Cabin (@knockatthecabin) Frábær og kröfuharður Herdís segir ferlið hafa gengið ótrúlega vel og þetta sé lang stærsta verkefnið sem hún hefur tekið hingað til. Samstarfið við Shyamalan var mjög gott og á sama tíma krefjandi. „Hann er frábær og við kynntumst í sumar og urðum vinir. Hann er æðisleg manneskja en hann er mjög kröfuharður.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. Tónlist Bíó og sjónvarp Hollywood Menning Bítið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Horfist í augu við ótta sinn á kóngulóm með nýju tónlistarverkefni Tónlistarkonan Herdís Stefánsdóttir var að senda frá sér lagið Be Human undir listamannsnafninu Kónguló. Herdís hefur komið víða að í tónlistarheiminum bæði hérlendis sem og erlendis en þetta er fyrsta útgáfa hennar sem sóló listamaður. Blaðamaður tók púlsinn á Herdísi og fékk að heyra nánar frá þessu nýja tónlistarverkefni. 10. júní 2022 14:31 Þessi hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin Hljómsveitin FLOTT og Mono Town, rapparinn Birnir og tónlistarkonurnar Bríet og Anna Gréta Sigurðardóttir hlutu öll tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu fyrr í kvöld. 30. mars 2022 22:43 Verkalýðslög og drykkjuvísur helsti innblásturinn Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Holm eru höfundar tónlistarinnar í Verbúðinni en þau hafa sannað sig sem ein mest spennandi kvikmyndatónskáld landsins. 11. febrúar 2022 16:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Þetta gerðist í raun og veru síðasta haust. Þá fékk ég símtal frá umboðskonunni minni í Hollywood sem hringir í mig seint um kvöld og segir: „Herdís, veistu hvaða leikstjóri M. Night Shyamalan er?“ Og ég var alveg já, ég veit hver hann er.“ Þá sagði umboðskonan henni að Shyamalan vildi tala við hana í símann sem fyrst og Herdís segist ekki hafa áttað sig á því hvernig hann vissi hver hún var. View this post on Instagram A post shared by M. Night Shyamalan (@mnight) Skrifaði myndina út frá tónlist Herdísar Herdís hefur unnið í ýmsum stórum tónlistarverkefnum að undanförnu. Hún samdi meðal annars tónlist fyrir sjónvarpsseríurnar Verbúðin, Y: The Last Man og The Essex Serpent með Tom Hiddlestone og Claire Danes í aðalhlutverkum. Þá hefur hún einnig gefið sjálf út lög undir listamannsnafninu Kónguló. View this post on Instagram A post shared by Herdi s Stefa nsdo ttir (@herdisstef) Áhugi Shyamalan kom Herdísi í opna skjöldu en hann hafði heyrt tónlistina hennar við þættina Y: The Last Man. „Hann hafði verið að skrifa story boardið að Knock at the Cabin við tónlistina mína og var mjög innblásinn af henni.“ View this post on Instagram A post shared by Knock At The Cabin (@knockatthecabin) Frábær og kröfuharður Herdís segir ferlið hafa gengið ótrúlega vel og þetta sé lang stærsta verkefnið sem hún hefur tekið hingað til. Samstarfið við Shyamalan var mjög gott og á sama tíma krefjandi. „Hann er frábær og við kynntumst í sumar og urðum vinir. Hann er æðisleg manneskja en hann er mjög kröfuharður.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan.
Tónlist Bíó og sjónvarp Hollywood Menning Bítið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Horfist í augu við ótta sinn á kóngulóm með nýju tónlistarverkefni Tónlistarkonan Herdís Stefánsdóttir var að senda frá sér lagið Be Human undir listamannsnafninu Kónguló. Herdís hefur komið víða að í tónlistarheiminum bæði hérlendis sem og erlendis en þetta er fyrsta útgáfa hennar sem sóló listamaður. Blaðamaður tók púlsinn á Herdísi og fékk að heyra nánar frá þessu nýja tónlistarverkefni. 10. júní 2022 14:31 Þessi hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin Hljómsveitin FLOTT og Mono Town, rapparinn Birnir og tónlistarkonurnar Bríet og Anna Gréta Sigurðardóttir hlutu öll tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu fyrr í kvöld. 30. mars 2022 22:43 Verkalýðslög og drykkjuvísur helsti innblásturinn Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Holm eru höfundar tónlistarinnar í Verbúðinni en þau hafa sannað sig sem ein mest spennandi kvikmyndatónskáld landsins. 11. febrúar 2022 16:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Horfist í augu við ótta sinn á kóngulóm með nýju tónlistarverkefni Tónlistarkonan Herdís Stefánsdóttir var að senda frá sér lagið Be Human undir listamannsnafninu Kónguló. Herdís hefur komið víða að í tónlistarheiminum bæði hérlendis sem og erlendis en þetta er fyrsta útgáfa hennar sem sóló listamaður. Blaðamaður tók púlsinn á Herdísi og fékk að heyra nánar frá þessu nýja tónlistarverkefni. 10. júní 2022 14:31
Þessi hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin Hljómsveitin FLOTT og Mono Town, rapparinn Birnir og tónlistarkonurnar Bríet og Anna Gréta Sigurðardóttir hlutu öll tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu fyrr í kvöld. 30. mars 2022 22:43
Verkalýðslög og drykkjuvísur helsti innblásturinn Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Holm eru höfundar tónlistarinnar í Verbúðinni en þau hafa sannað sig sem ein mest spennandi kvikmyndatónskáld landsins. 11. febrúar 2022 16:00