Arsenal, Chelsea og Liverpool vilja vera eins og City Group Valur Páll Eiríksson skrifar 28. september 2022 14:30 John Henry er aðaleigandi FSG sem á meirihluta í Liverpool. Nordicphotos/Getty Ensk stórlið vilja feta í fótspor Manchester City og eiga fjölda félaga sem mynda net um hnöttinn. City Group, sem á Manchester City, á einnig meirihluta í félögum í ellefu öðrum löndum um allan heim. Todd Boehly, nýr eigandi Chelsea, er strax kominn á fullt í leit að félögum til að festa kaup á eftir að hafa gengið frá kaupunum á Chelsea í sumar. Santos frá Brasilíu er sagt hafa hafnað tilraun hans til kaupa félagið og þá er Tom Glick, yfirmaður fjárfestinga hjá Chelsea, sagður vera að skoða möguleika í Belgíu og Portúgal. Að eiga slíkt net félaga er sagt koma sér vel til að þróa leikmenn fyrir ensku félögin og þá geta þau laðað að sér unga og efnilega leikmenn innan heimalandanna. City Group á fjögur félög í Evrópu, utan Manchester City; Girona á Spáni, Lommel í Belgíu, franska liðið Troyes og þá bættist Palermo á Ítalíu við í sumar. Þess utan á fjárfestingafélagið Yokohama Marinos í Japan, Sichuan Jiuniu í Kína, auk City-liðanna Melbourne City í Ástralíu, Montevideo City í Úrúgvæ, Mumbai City á Indlandi og New York City í Bandaríkjunum. Manchester, Melbourne, Mumbai og New York City urðu öll landsmeistarar í sinni deild árið 2021. FSG og Kroenke sterk vestanhafs Stan Kroenke, eigandi Arsenal, er sagður skoða kaup á félögum í Brasilíu, Belgíu og Portúgal. Kroenke er víðamikill innan bandarískra íþrótta en hann á NFL-meistara Los Angeles Rams, sem unnu Ofurskálina í febrúar. Hann á einnig Colorado Rapids í MLS-deildinni í fótbolta, Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta auk Colorado Avalanche í NHL-deildinni í íshokkí. Fenway Sports Group, sem á Liverpool, á tvö stór lið í bandarísku íþróttunum. Stórliðið Boston Red Sox í MLB-deildinni í hafnabolta hefur verið í þeirra eigu um hríð sem og Pittsburgh Penguins í NHL. FSG seldi hins vegar stóran hlut í RedBird Capital í fyrra, en það félag keypti ítölsku meistarana AC Milan í ágúst og á einnig 85% hlut í Toulouse frá Frakklandi. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er sagt ýta á eftir félögum að byggja upp net sem þetta. Erfiðara reynist nú en áður fyrir erlenda leikmenn að fá atvinnuleyfi á Englandi og er þá hægt að byggja leikmenn upp hjá venslaliðunum til að auka líkur á leyfi síðar meir. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira
Todd Boehly, nýr eigandi Chelsea, er strax kominn á fullt í leit að félögum til að festa kaup á eftir að hafa gengið frá kaupunum á Chelsea í sumar. Santos frá Brasilíu er sagt hafa hafnað tilraun hans til kaupa félagið og þá er Tom Glick, yfirmaður fjárfestinga hjá Chelsea, sagður vera að skoða möguleika í Belgíu og Portúgal. Að eiga slíkt net félaga er sagt koma sér vel til að þróa leikmenn fyrir ensku félögin og þá geta þau laðað að sér unga og efnilega leikmenn innan heimalandanna. City Group á fjögur félög í Evrópu, utan Manchester City; Girona á Spáni, Lommel í Belgíu, franska liðið Troyes og þá bættist Palermo á Ítalíu við í sumar. Þess utan á fjárfestingafélagið Yokohama Marinos í Japan, Sichuan Jiuniu í Kína, auk City-liðanna Melbourne City í Ástralíu, Montevideo City í Úrúgvæ, Mumbai City á Indlandi og New York City í Bandaríkjunum. Manchester, Melbourne, Mumbai og New York City urðu öll landsmeistarar í sinni deild árið 2021. FSG og Kroenke sterk vestanhafs Stan Kroenke, eigandi Arsenal, er sagður skoða kaup á félögum í Brasilíu, Belgíu og Portúgal. Kroenke er víðamikill innan bandarískra íþrótta en hann á NFL-meistara Los Angeles Rams, sem unnu Ofurskálina í febrúar. Hann á einnig Colorado Rapids í MLS-deildinni í fótbolta, Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta auk Colorado Avalanche í NHL-deildinni í íshokkí. Fenway Sports Group, sem á Liverpool, á tvö stór lið í bandarísku íþróttunum. Stórliðið Boston Red Sox í MLB-deildinni í hafnabolta hefur verið í þeirra eigu um hríð sem og Pittsburgh Penguins í NHL. FSG seldi hins vegar stóran hlut í RedBird Capital í fyrra, en það félag keypti ítölsku meistarana AC Milan í ágúst og á einnig 85% hlut í Toulouse frá Frakklandi. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er sagt ýta á eftir félögum að byggja upp net sem þetta. Erfiðara reynist nú en áður fyrir erlenda leikmenn að fá atvinnuleyfi á Englandi og er þá hægt að byggja leikmenn upp hjá venslaliðunum til að auka líkur á leyfi síðar meir.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira