Arsenal, Chelsea og Liverpool vilja vera eins og City Group Valur Páll Eiríksson skrifar 28. september 2022 14:30 John Henry er aðaleigandi FSG sem á meirihluta í Liverpool. Nordicphotos/Getty Ensk stórlið vilja feta í fótspor Manchester City og eiga fjölda félaga sem mynda net um hnöttinn. City Group, sem á Manchester City, á einnig meirihluta í félögum í ellefu öðrum löndum um allan heim. Todd Boehly, nýr eigandi Chelsea, er strax kominn á fullt í leit að félögum til að festa kaup á eftir að hafa gengið frá kaupunum á Chelsea í sumar. Santos frá Brasilíu er sagt hafa hafnað tilraun hans til kaupa félagið og þá er Tom Glick, yfirmaður fjárfestinga hjá Chelsea, sagður vera að skoða möguleika í Belgíu og Portúgal. Að eiga slíkt net félaga er sagt koma sér vel til að þróa leikmenn fyrir ensku félögin og þá geta þau laðað að sér unga og efnilega leikmenn innan heimalandanna. City Group á fjögur félög í Evrópu, utan Manchester City; Girona á Spáni, Lommel í Belgíu, franska liðið Troyes og þá bættist Palermo á Ítalíu við í sumar. Þess utan á fjárfestingafélagið Yokohama Marinos í Japan, Sichuan Jiuniu í Kína, auk City-liðanna Melbourne City í Ástralíu, Montevideo City í Úrúgvæ, Mumbai City á Indlandi og New York City í Bandaríkjunum. Manchester, Melbourne, Mumbai og New York City urðu öll landsmeistarar í sinni deild árið 2021. FSG og Kroenke sterk vestanhafs Stan Kroenke, eigandi Arsenal, er sagður skoða kaup á félögum í Brasilíu, Belgíu og Portúgal. Kroenke er víðamikill innan bandarískra íþrótta en hann á NFL-meistara Los Angeles Rams, sem unnu Ofurskálina í febrúar. Hann á einnig Colorado Rapids í MLS-deildinni í fótbolta, Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta auk Colorado Avalanche í NHL-deildinni í íshokkí. Fenway Sports Group, sem á Liverpool, á tvö stór lið í bandarísku íþróttunum. Stórliðið Boston Red Sox í MLB-deildinni í hafnabolta hefur verið í þeirra eigu um hríð sem og Pittsburgh Penguins í NHL. FSG seldi hins vegar stóran hlut í RedBird Capital í fyrra, en það félag keypti ítölsku meistarana AC Milan í ágúst og á einnig 85% hlut í Toulouse frá Frakklandi. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er sagt ýta á eftir félögum að byggja upp net sem þetta. Erfiðara reynist nú en áður fyrir erlenda leikmenn að fá atvinnuleyfi á Englandi og er þá hægt að byggja leikmenn upp hjá venslaliðunum til að auka líkur á leyfi síðar meir. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Todd Boehly, nýr eigandi Chelsea, er strax kominn á fullt í leit að félögum til að festa kaup á eftir að hafa gengið frá kaupunum á Chelsea í sumar. Santos frá Brasilíu er sagt hafa hafnað tilraun hans til kaupa félagið og þá er Tom Glick, yfirmaður fjárfestinga hjá Chelsea, sagður vera að skoða möguleika í Belgíu og Portúgal. Að eiga slíkt net félaga er sagt koma sér vel til að þróa leikmenn fyrir ensku félögin og þá geta þau laðað að sér unga og efnilega leikmenn innan heimalandanna. City Group á fjögur félög í Evrópu, utan Manchester City; Girona á Spáni, Lommel í Belgíu, franska liðið Troyes og þá bættist Palermo á Ítalíu við í sumar. Þess utan á fjárfestingafélagið Yokohama Marinos í Japan, Sichuan Jiuniu í Kína, auk City-liðanna Melbourne City í Ástralíu, Montevideo City í Úrúgvæ, Mumbai City á Indlandi og New York City í Bandaríkjunum. Manchester, Melbourne, Mumbai og New York City urðu öll landsmeistarar í sinni deild árið 2021. FSG og Kroenke sterk vestanhafs Stan Kroenke, eigandi Arsenal, er sagður skoða kaup á félögum í Brasilíu, Belgíu og Portúgal. Kroenke er víðamikill innan bandarískra íþrótta en hann á NFL-meistara Los Angeles Rams, sem unnu Ofurskálina í febrúar. Hann á einnig Colorado Rapids í MLS-deildinni í fótbolta, Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta auk Colorado Avalanche í NHL-deildinni í íshokkí. Fenway Sports Group, sem á Liverpool, á tvö stór lið í bandarísku íþróttunum. Stórliðið Boston Red Sox í MLB-deildinni í hafnabolta hefur verið í þeirra eigu um hríð sem og Pittsburgh Penguins í NHL. FSG seldi hins vegar stóran hlut í RedBird Capital í fyrra, en það félag keypti ítölsku meistarana AC Milan í ágúst og á einnig 85% hlut í Toulouse frá Frakklandi. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er sagt ýta á eftir félögum að byggja upp net sem þetta. Erfiðara reynist nú en áður fyrir erlenda leikmenn að fá atvinnuleyfi á Englandi og er þá hægt að byggja leikmenn upp hjá venslaliðunum til að auka líkur á leyfi síðar meir.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira