Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2022 07:53 Petreaus fór fyrir hermönnum Bandaríkjanna og Nató í Afganistan en lét af því starfi árið 2011 til að taka við CIA. epa/S. Sabawoon David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. Sagði hann að bandamenn myndu tortíma öllum hersveitum Rússlands í Úkraínu og hergögnum þeirra, auk þess að sökkva Svartahafsflota Rússa. Í viðtali við ABC News, sem birtist í gær, sagðist Petreaus ekki hafa rætt við Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden Bandaríkjaforseta, um möguleg viðbrögð Bandaríkjanna við kjarnorkuvopnanotkun Rússa. Hins vegar væri þetta ein möguleg sviðsmynd. Petreaus benti á að notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu væri ekki nóg til þess að virkja ákvæði 5 í sáttamála Nató, sem kveður á um viðbrögð allra aðildarríkjanna vegna árásar á eitt þeirra, þar sem Úkraína væri ekki aðildarríki. Hins vegar myndi notkun kjarnorkuvopna ein og sér kalla á viðbrögð. Þá mætti túlka það sem svo að um væri að ræða árás á aðildarríki ef kjarnorkumengnun bærist inn á landsvæði þeirra. Petreaus sagði bandamenn ekki myndu vilja láta draga sig í stigmagnandi kjarnorkustríð en viðbrögðin yrðu að vera á þann veg að það væri alveg ljóst að notkun kjarnorkuvopna yrði ekki liðin. Hershöfðinginn fyrrverandi sagðist telja Vladimir Pútín Rússlandsforseta vera kominn í öngstræti á vígvellinum; engar herkvaðningar, innlimanir eða hótanir um notkun kjarnorkuvopna gætu snúið þróun stríðsins honum í hag. Hins vegar þyrfti að taka hótununum alvarlega. Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Sagði hann að bandamenn myndu tortíma öllum hersveitum Rússlands í Úkraínu og hergögnum þeirra, auk þess að sökkva Svartahafsflota Rússa. Í viðtali við ABC News, sem birtist í gær, sagðist Petreaus ekki hafa rætt við Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden Bandaríkjaforseta, um möguleg viðbrögð Bandaríkjanna við kjarnorkuvopnanotkun Rússa. Hins vegar væri þetta ein möguleg sviðsmynd. Petreaus benti á að notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu væri ekki nóg til þess að virkja ákvæði 5 í sáttamála Nató, sem kveður á um viðbrögð allra aðildarríkjanna vegna árásar á eitt þeirra, þar sem Úkraína væri ekki aðildarríki. Hins vegar myndi notkun kjarnorkuvopna ein og sér kalla á viðbrögð. Þá mætti túlka það sem svo að um væri að ræða árás á aðildarríki ef kjarnorkumengnun bærist inn á landsvæði þeirra. Petreaus sagði bandamenn ekki myndu vilja láta draga sig í stigmagnandi kjarnorkustríð en viðbrögðin yrðu að vera á þann veg að það væri alveg ljóst að notkun kjarnorkuvopna yrði ekki liðin. Hershöfðinginn fyrrverandi sagðist telja Vladimir Pútín Rússlandsforseta vera kominn í öngstræti á vígvellinum; engar herkvaðningar, innlimanir eða hótanir um notkun kjarnorkuvopna gætu snúið þróun stríðsins honum í hag. Hins vegar þyrfti að taka hótununum alvarlega.
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira