Manchester City sektað um 260 þúsund pund Atli Arason skrifar 8. október 2022 10:00 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, fagnar Englandsmeistaratitlinum eftir sigurinn á Aston Villa í lokaleik síðasta tímabils. Getty Images Manchester City hefur verið sektað um 260 þúsund pund, rúmlega 36 milljónir króna, vegna óláta stuðningsmanna liðsins á síðasta leiktímabili. Eftir leikslok í 3-2 sigri City á heimavelli gegn Aston Villa í lokaleik síðasta tímabils réðst fjöldi stuðningsmanna City inn á leikvöllinn, þegar það varð endanlega ljóst að City yrði enskur meistari eftir baráttu við Liverpool alveg fram í lokaumferðina. Robin Olsen, markvörður Villa, varð fyrir árás af stuðningsmanni City á meðan aðrir stuðningsmenn óttuðust um líf sitt í troðningnum. City viðurkenndi fyrir enska knattspyrnusambandinu að félaginu hafi mistekist að tryggja öryggi áhorfenda á leiknum og mun því greiða sektina við fyrsta tækifæri. Innrásir stuðningsmanna (e. pitch invasions) voru tíðar á síðustu vikum síðasta leiktímabils á Englandi. Everton fékk til að mynda 300 þúsund punda sekt eftir innrás stuðningsmanna þeirra þegar Everton tryggði sæti sitt í úrvalsdeildinni með sigri á Crystal Palace undir lok síðasta tímabils. Þá fékk stuðningsmaður Nottingham Forest 6 mánaða fangelsisdóm fyrir að ráðast að Billy Sharp, leikmanni Sheffield United, eftir innrás stuðningsmanna Forest á leikvöll sinn þegar liðið vann undanúrslitaleik umspils um sæti í úrvalsdeildinni í maí síðastliðinn. Alls voru 441 innrás stuðningsmanna á leikvelli í bæði Englandi og Wales á síðasta leiktímabili sem gerir fjölgun upp á 127 prósent frá tímabilinu 2018/19, sem var síðasta leiktímabilið þar sem Covid takmarkanir höfðu ekki áhrif á áhorfendafjölda. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30 Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum. 8. júní 2022 12:30 Stuðningsmaður skallaði fyrirliða Sheffield United í gær Paul Heckingbottom, knattspyrnustjóri Sheffield United, þurfti ekki aðeins að tala um svekkjandi tap á móti Nottingham Forest í umspili ensku b-deildarinnar í gær heldur einnig skammarlega framkomu stuðningsmanns í leikslok. 18. maí 2022 08:00 Roy Keane: Það verður einhver stunginn Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni. 25. maí 2022 23:00 „Einn fáviti skemmdi ótrúlegt kvöld af fótbolta“ Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, varð fyrir fólskulegri árás eftir leik Nottingham Forest og Sheffield United í undanúrslitum í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær. 18. maí 2022 20:07 Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp. 21. maí 2022 08:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Sjá meira
Eftir leikslok í 3-2 sigri City á heimavelli gegn Aston Villa í lokaleik síðasta tímabils réðst fjöldi stuðningsmanna City inn á leikvöllinn, þegar það varð endanlega ljóst að City yrði enskur meistari eftir baráttu við Liverpool alveg fram í lokaumferðina. Robin Olsen, markvörður Villa, varð fyrir árás af stuðningsmanni City á meðan aðrir stuðningsmenn óttuðust um líf sitt í troðningnum. City viðurkenndi fyrir enska knattspyrnusambandinu að félaginu hafi mistekist að tryggja öryggi áhorfenda á leiknum og mun því greiða sektina við fyrsta tækifæri. Innrásir stuðningsmanna (e. pitch invasions) voru tíðar á síðustu vikum síðasta leiktímabils á Englandi. Everton fékk til að mynda 300 þúsund punda sekt eftir innrás stuðningsmanna þeirra þegar Everton tryggði sæti sitt í úrvalsdeildinni með sigri á Crystal Palace undir lok síðasta tímabils. Þá fékk stuðningsmaður Nottingham Forest 6 mánaða fangelsisdóm fyrir að ráðast að Billy Sharp, leikmanni Sheffield United, eftir innrás stuðningsmanna Forest á leikvöll sinn þegar liðið vann undanúrslitaleik umspils um sæti í úrvalsdeildinni í maí síðastliðinn. Alls voru 441 innrás stuðningsmanna á leikvelli í bæði Englandi og Wales á síðasta leiktímabili sem gerir fjölgun upp á 127 prósent frá tímabilinu 2018/19, sem var síðasta leiktímabilið þar sem Covid takmarkanir höfðu ekki áhrif á áhorfendafjölda.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30 Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum. 8. júní 2022 12:30 Stuðningsmaður skallaði fyrirliða Sheffield United í gær Paul Heckingbottom, knattspyrnustjóri Sheffield United, þurfti ekki aðeins að tala um svekkjandi tap á móti Nottingham Forest í umspili ensku b-deildarinnar í gær heldur einnig skammarlega framkomu stuðningsmanns í leikslok. 18. maí 2022 08:00 Roy Keane: Það verður einhver stunginn Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni. 25. maí 2022 23:00 „Einn fáviti skemmdi ótrúlegt kvöld af fótbolta“ Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, varð fyrir fólskulegri árás eftir leik Nottingham Forest og Sheffield United í undanúrslitum í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær. 18. maí 2022 20:07 Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp. 21. maí 2022 08:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Sjá meira
Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30
Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum. 8. júní 2022 12:30
Stuðningsmaður skallaði fyrirliða Sheffield United í gær Paul Heckingbottom, knattspyrnustjóri Sheffield United, þurfti ekki aðeins að tala um svekkjandi tap á móti Nottingham Forest í umspili ensku b-deildarinnar í gær heldur einnig skammarlega framkomu stuðningsmanns í leikslok. 18. maí 2022 08:00
Roy Keane: Það verður einhver stunginn Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni. 25. maí 2022 23:00
„Einn fáviti skemmdi ótrúlegt kvöld af fótbolta“ Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, varð fyrir fólskulegri árás eftir leik Nottingham Forest og Sheffield United í undanúrslitum í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær. 18. maí 2022 20:07
Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp. 21. maí 2022 08:00