Fótbolti

Wilson: Við þurfum gullskó án Haaland

Atli Arason skrifar
Callum Wilson fagnar einu af þremur mörkum sínum á tímabilinu.
Callum Wilson fagnar einu af þremur mörkum sínum á tímabilinu. Getty Images

Callum Wilson, framherji Newcastle United, grínaðist með að enska úrvalsdeildin yrði að innleiða silfurskó vegna þess að aðrir leikmenn deildarinnar eiga ekki möguleika að keppast við Erling Haaland um gullskóinn.

„Sú keppni [gullskórinn] er búinn. Hann [Haaland] ætti að fá sín eign verðlaun og við hinir keppumst um skóinn. Við þurfum silfurskó þessa dagana af því að aðrir framherjar þurfa eitthvað til keppast um í sanngjarni keppni,“ sagði kaldhæðinn Wilson í The Footballer‘s Football hlaðvarpinu hjá BBC.

Haaland hefur til þessa skorað 14 mörk í deildinni, helmingi meira en næst markahæsti leikmaðurinn, Harry Kane hjá Tottenham, sem hefur gert sjö mörk.

Haaland, Kane og Wilson verða allir í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni í dag. Wilson og samherjar í Newcastle spila við Brentford klukkan 14.00 á meðan Haaland og liðsfélagar í City spila gegn Southampton á sama tíma. Harry Kane og Tottenham taka svo á móti Brighton í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni klukkan 16.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×