FH vill að Hafnarfjarðarbær loki vinnustöðum og skólum snemma í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2022 07:31 Oliver Heiðarsson fagnar marki sínu í bikarúrslitaleiknum á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Leikur FH og Leiknir fer fram á vinnu- og skólatíma í dag eftir að seinka þurfti leiknum um einn dag vegna veðurs. Þetta er leikur sem gæti ráðið örlögum liðanna í Bestu deildinni og FH-ingar vilja passa upp á það að fá sína stuðningsmenn á völlinn þótt að leikurinn fari fram á þessum óvanalega tíma. Leikurinn hefst klukkan 15.15 þar sem það er engin flóðlýsing í Kaplakrika. Það ætti að öllu eðlilegu að hafa slæm áhrif á mætingu á leikinn því vinnustaðir og skólar enn í fullum gangi. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en bæði FH og Leiknir þurfa á góðum stuðningi út stúkunni í væntanlega miklum baráttuleik um áframhaldandi sæti í efstu deild. FH-ingar tóku því þá ákvörðun að senda bæjarstjórn og öðrum auðmönnum í Hafnarfjarðabæ orðsendingu á samfélagsmiðlum þar sem FH-ingar biðla til þeirra sem ráða í bænum. „Kæra bæjarstjórn og aðrir auðmenn“ byrjar orðsendingin frá stuðningsfólki FH á samfélagsmiðlinum fhingar á Instagram. „FH er sigursælasta knattspyrnulið og jafnframt stolt bæjarins. Teljum við því nauðsynlegt að bærinn loki skrifstofum sínum, stofnunum og skólum snemma á mánudaginn til að tryggja að harðduglegt starfsfólk hin opinbera komist á leikinn mikilvæga,“ segir enn fremur og þar er biðlað sérstaklega til auðmanna. „Að sama skapi hverjum við auðmenn til að loka verksmiðjum sínum snemma þennan sama dag. Með þeim hætti má tryggja að hinar vinnandi stéttir geti veitt FH stuðning sinn.“ „Velgjörðarmenn félagsins hafa þegar boðist til að bjóða upp á ókeypis aðgöngumiða á leikinn til að vega upp á móti því vinnutapi sem alþýðan verður fyrir af þessum sökum,“ segir að lokum í orðsendingunni áður en er endað að vonast eftir skjótum og jákvæðum viðbrögðum eins og sjá má hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 15.15 þar sem það er engin flóðlýsing í Kaplakrika. Það ætti að öllu eðlilegu að hafa slæm áhrif á mætingu á leikinn því vinnustaðir og skólar enn í fullum gangi. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en bæði FH og Leiknir þurfa á góðum stuðningi út stúkunni í væntanlega miklum baráttuleik um áframhaldandi sæti í efstu deild. FH-ingar tóku því þá ákvörðun að senda bæjarstjórn og öðrum auðmönnum í Hafnarfjarðabæ orðsendingu á samfélagsmiðlum þar sem FH-ingar biðla til þeirra sem ráða í bænum. „Kæra bæjarstjórn og aðrir auðmenn“ byrjar orðsendingin frá stuðningsfólki FH á samfélagsmiðlinum fhingar á Instagram. „FH er sigursælasta knattspyrnulið og jafnframt stolt bæjarins. Teljum við því nauðsynlegt að bærinn loki skrifstofum sínum, stofnunum og skólum snemma á mánudaginn til að tryggja að harðduglegt starfsfólk hin opinbera komist á leikinn mikilvæga,“ segir enn fremur og þar er biðlað sérstaklega til auðmanna. „Að sama skapi hverjum við auðmenn til að loka verksmiðjum sínum snemma þennan sama dag. Með þeim hætti má tryggja að hinar vinnandi stéttir geti veitt FH stuðning sinn.“ „Velgjörðarmenn félagsins hafa þegar boðist til að bjóða upp á ókeypis aðgöngumiða á leikinn til að vega upp á móti því vinnutapi sem alþýðan verður fyrir af þessum sökum,“ segir að lokum í orðsendingunni áður en er endað að vonast eftir skjótum og jákvæðum viðbrögðum eins og sjá má hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira