Henry líkir Mbappé við dekraðan krakka: „Eins og hann hafi aldrei heyrt orðið nei á ævinni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2022 10:30 Henry kallar eftir meiri fagmennsku frá Mbappé. Catherine Ivill/Getty Images Fyrrum franski framherjinn Thierry Henry segir landa sinn Kylian Mbappé bera keim af dekruðum krakka sem hafi aldrei verið neitað um neitt. Mbappé er sagður vilja fara frá Paris Saint-Germain aðeins örfáum mánuðum eftir að hafa skrifað undir nýjan samning. Samningur Mbappé við Paris Saint-Germain átti að renna út í sumar og hann var mikið orðaður við Real Madríd á Spáni. Hann ákvað hins vegar að vera áfram í frönsku höfuðborginni og mikið var rætt um geigvænleg loforð PSG til framherjans samhliða samningnum. „Þeir lofuðu honum að kaupa nýjan framherja svo hann fengi að sína spila sína bestu stöðu til hliðar við framherjann, að Neymar yrði seldur, að þeir myndu kaupa miðvörð og Mbappé yrði miðpunktur alls. Ekkert af þessu hefur gerst,“ sagði franski blaðamaðurinn Julien Laurens. Vegna þess að Mbappé fær ekki að spila sína uppáhaldsstöðu er hann því sagður vilja fara frá félaginu en mál hans var til umræðu í Meistaradeildarþætti CBS í gærkvöld þar sem Thierry Henry, goðsögn í frönskum fótbolta, og Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, ræddu Mbappé. Ef stjórinn biður þig um að gera eitthvað þá gerir þú það „Við vitum að honum líkar ekki við stöðuna. Enginn hefur gaman að því að vera berskjaldaður og spila stöðu sem undirstrikar veikleika manns. En félagið á alltaf að vera stærra en leikmaðurinn. Spurningin er hvort félagið hafi látið honum líða eins og hann sé stærri en liðið,“ segir Henry sem tók þá dæmi af sjálfum sér hjá Barcelona en Henry hafði afrekað töluvert meira en Mbappé þegar hann skipti til spænska stórliðsins árið 2007, þá þrítugur. „Takandi dæmi af sjálfum mér. Mér fannst ekki gaman að spila á kantinum hjá Barcelona. Ég þoldi það ekki. En ég þurfti að gera það fyrir liðið. Ég, með mína 100 plús landsleiki og 51 landsliðsmark, þurfti að fara á vinstri kantinn. Ég heyrði engan segja, vá þvílík fórnfýsi að hann spili á kantinum á meðan aðrir með færri landsleiki og mörk spila frammi,“ „En það var alltaf ein regla: Ef stjórinn biður þig um að gera eitthvað þá gerir þú það fyrir hag liðsins. Það er ef liðið er að vinna, ef liðið væri að tapa myndi ég skilja gremjuna,“ "There's only one rule, the boss is asking you to do something, you do it for the good of the team." "There's too much ego, too much power for a 24-year-old player."Thierry Henry, @Carra23 & @LaurensJulien discuss Kylian Mbappé and reports that he wants to leave PSG. pic.twitter.com/2tVzg8fx4z— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) October 11, 2022 Of mikið egó og of mikil völd Carragher talar þá um loforðin sem Mbappé voru gerð þar sem virtist sem svo að honum væri gefin völd sem enginn leikmaður á að hafa. „Tilfinningin mín í sumar var ekki aðeins að Mbappé væri gerður að stjörnu liðsins heldur var nánast eins og hann væri orðinn yfirmaður knattspyrnumála. Að hann hefði ákvörðunarrétt þegar kæmi að ráðningu þjálfarans og hvaða leikmenn ætti að kaupa,“ sagði Carragher. „Fyrir mér er eins og hann hafi aldrei heyrt orðið nei á ævinni,“ sagði Henry þá. „Við elskum öll Mbappé sem leikmann. Hann er ótrúlegur. En það er of mikið egó og völd fyrir 24 ára gamlan leikmann. Eins og Thierry segir, það þarf einhver einfaldlega að segja við hann nei,“ sagði Carragher. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Samningur Mbappé við Paris Saint-Germain átti að renna út í sumar og hann var mikið orðaður við Real Madríd á Spáni. Hann ákvað hins vegar að vera áfram í frönsku höfuðborginni og mikið var rætt um geigvænleg loforð PSG til framherjans samhliða samningnum. „Þeir lofuðu honum að kaupa nýjan framherja svo hann fengi að sína spila sína bestu stöðu til hliðar við framherjann, að Neymar yrði seldur, að þeir myndu kaupa miðvörð og Mbappé yrði miðpunktur alls. Ekkert af þessu hefur gerst,“ sagði franski blaðamaðurinn Julien Laurens. Vegna þess að Mbappé fær ekki að spila sína uppáhaldsstöðu er hann því sagður vilja fara frá félaginu en mál hans var til umræðu í Meistaradeildarþætti CBS í gærkvöld þar sem Thierry Henry, goðsögn í frönskum fótbolta, og Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, ræddu Mbappé. Ef stjórinn biður þig um að gera eitthvað þá gerir þú það „Við vitum að honum líkar ekki við stöðuna. Enginn hefur gaman að því að vera berskjaldaður og spila stöðu sem undirstrikar veikleika manns. En félagið á alltaf að vera stærra en leikmaðurinn. Spurningin er hvort félagið hafi látið honum líða eins og hann sé stærri en liðið,“ segir Henry sem tók þá dæmi af sjálfum sér hjá Barcelona en Henry hafði afrekað töluvert meira en Mbappé þegar hann skipti til spænska stórliðsins árið 2007, þá þrítugur. „Takandi dæmi af sjálfum mér. Mér fannst ekki gaman að spila á kantinum hjá Barcelona. Ég þoldi það ekki. En ég þurfti að gera það fyrir liðið. Ég, með mína 100 plús landsleiki og 51 landsliðsmark, þurfti að fara á vinstri kantinn. Ég heyrði engan segja, vá þvílík fórnfýsi að hann spili á kantinum á meðan aðrir með færri landsleiki og mörk spila frammi,“ „En það var alltaf ein regla: Ef stjórinn biður þig um að gera eitthvað þá gerir þú það fyrir hag liðsins. Það er ef liðið er að vinna, ef liðið væri að tapa myndi ég skilja gremjuna,“ "There's only one rule, the boss is asking you to do something, you do it for the good of the team." "There's too much ego, too much power for a 24-year-old player."Thierry Henry, @Carra23 & @LaurensJulien discuss Kylian Mbappé and reports that he wants to leave PSG. pic.twitter.com/2tVzg8fx4z— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) October 11, 2022 Of mikið egó og of mikil völd Carragher talar þá um loforðin sem Mbappé voru gerð þar sem virtist sem svo að honum væri gefin völd sem enginn leikmaður á að hafa. „Tilfinningin mín í sumar var ekki aðeins að Mbappé væri gerður að stjörnu liðsins heldur var nánast eins og hann væri orðinn yfirmaður knattspyrnumála. Að hann hefði ákvörðunarrétt þegar kæmi að ráðningu þjálfarans og hvaða leikmenn ætti að kaupa,“ sagði Carragher. „Fyrir mér er eins og hann hafi aldrei heyrt orðið nei á ævinni,“ sagði Henry þá. „Við elskum öll Mbappé sem leikmann. Hann er ótrúlegur. En það er of mikið egó og völd fyrir 24 ára gamlan leikmann. Eins og Thierry segir, það þarf einhver einfaldlega að segja við hann nei,“ sagði Carragher. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira