Samtalið átti sér stað þar sem Kim sat ásamt móður sinni Kris Jenner, systur sinni Khloé og ömmu sinni MJ. Hún var að sega þeim frá nánum kynnum sínum og þáverandi kærasta hennar Pete Davidson. „Við Pete vorum að gista á The Beverly Hills hótelinu síðustu helgi.
Við sátum fyrir framan arineldinn og töluðum saman í marga klukkutíma. Ég sagði: Amma mín sagði mér að maður sé virkilega að lifa lífinu þegar maður stundar kynlíf fyrir framan arininn. Þannig að við stunduðum kynlíf fyrir framan arineldinn, þér til heiðurs,“ sagði Kim. Hún bætti því svo við að hún gerði sér grein fyrir því að það væri furðulegt.
„Ekki í anddyrinu?“ Svaraði amma hennar þá áhyggjufull. Kim fullvissaði ömmu sínu um að það hafi ekki gerst í anddyri hótelsins. „Hversu furðulegt er það að hugsa um ömmu þína áður en þú stundar kynlíf?“ spurði Kim.
„Ég veit en ég var einu sinni ung,“ sagði amma hennar þá.
