Neyðarskýli fyrir heimilislausa verða ekki opnuð á daginn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. október 2022 20:01 Heiða Björg er formaður velferðarráðs borgarinnar. Vísir/Vilhelm Neyðarskýli fyrir heimilislausa verða ekki opnuð á daginn. Þetta segir formaður Velferðarráðs borgarinnar sem vill fjölga búsetuúrræðum en ekki neyðarskýlum. Heimilislaus maður segir nauðsynlegt að virkja þá sem búa á götunni enda hafi þeir margt til brunns að bera. Í gær greindum við frá mikilli aðsókn í Konukot. Neyðarskýlið er yfirfullt flestar nætur og húsnæðið sprungið utan af starfseminni. Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að unnið sé að þarfagreiningu á starfseminni og að koma muni í ljós á næstunni hvort þörf sé á stærra húsnæði. „Og höfum verið að skoða að koma upp fleiri millihúsalausnum, þannig að þú fáir úthlutað í herbergi með meiri stuðningi og svo í sérstaka íbúð,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Með lungnabólgu í frostinu Heimilislausir karlmenn sögðust í fréttum okkar í gær ósáttir við að vera reknir úr neyðarskýli á daginn í öllum veðrum og allskonar ástandi. Davíð er einn þeirra. Hann greindist með lungnabólgu í síðustu viku og hefur verið á vappinu um borgina í kuldanum í dag. „Við öfum bara Samhjálp til að fara í á daginn milli tíu og tvö og svo eftir það erum við bara bókstaflega á götunni í öllu veðri,“ segir Davíð Þór Jónsson, einn stofnenda hagsmunasamtaka um réttindi vímuefnanotenda. Davíð Þór Jónsson vill að heimilislausir verði virkjaðir.bjarni einarsson Heiða Björg segir að það standi ekki til að hafa neyðarskýli opin á daginn. „Hugmyndafræðin um neyðarskýli er að þangað getur þú komið og gist ef þú hefur engan stað til þess að gista. Það er ekki búseta, þannig að þú býrð ekki þar. Þetta er í rauninni það sem á að standa til boða og við viljum í raun ekki að fólk ílengist þar. Áherslan hefur ekki verið að fjölga neyðarskýlum. Áherslan hefur verið að fjölga búsetuúrræðum.“ Hún segir borgina hafa úthlutað 130 íbúðum til heimilislausra síðan í upphafi þar síðasta árs. „Þar getur þú komið þér fyrir í búsetu og eignast heimili en það getur þú ekki gert í neyðarskýli.“ Segir vel hægt að virkja heimilislausa 61 er á biðlista eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Þriðjungur þeirra sem gista í neyðarskýlum borgarinnar eru með lögheimili í öðru sveitarfélagi og geta því ekki sótt um húsnæði hjá borginni. Samhjálp hefur opið fyrir heimilislausa frá klukkan tíu til tvö á daginn auk þess sem hjálparstofnun Kirkjunnar þjónustar heimilislausar konur á daginn. „Það eru alltaf staðir fyrir alla en neyðarskýlin verða ekki opnuð. Bókasöfn borgarinnar standa öllum opin alltaf. Þar er hægt að fá kaffi, setjast og hafa það gott,“ segir Heiða. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki hérna. Þannig það væri hægt að virkja þennan hóp ef það væri eitthvað úrræði svipað og konurnar eru með í Skjólinu. Það er eitthvað svoleiðis sem ég myndi vilja sjá fyrir mér,“ segir Davíð. Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Í gær greindum við frá mikilli aðsókn í Konukot. Neyðarskýlið er yfirfullt flestar nætur og húsnæðið sprungið utan af starfseminni. Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að unnið sé að þarfagreiningu á starfseminni og að koma muni í ljós á næstunni hvort þörf sé á stærra húsnæði. „Og höfum verið að skoða að koma upp fleiri millihúsalausnum, þannig að þú fáir úthlutað í herbergi með meiri stuðningi og svo í sérstaka íbúð,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Með lungnabólgu í frostinu Heimilislausir karlmenn sögðust í fréttum okkar í gær ósáttir við að vera reknir úr neyðarskýli á daginn í öllum veðrum og allskonar ástandi. Davíð er einn þeirra. Hann greindist með lungnabólgu í síðustu viku og hefur verið á vappinu um borgina í kuldanum í dag. „Við öfum bara Samhjálp til að fara í á daginn milli tíu og tvö og svo eftir það erum við bara bókstaflega á götunni í öllu veðri,“ segir Davíð Þór Jónsson, einn stofnenda hagsmunasamtaka um réttindi vímuefnanotenda. Davíð Þór Jónsson vill að heimilislausir verði virkjaðir.bjarni einarsson Heiða Björg segir að það standi ekki til að hafa neyðarskýli opin á daginn. „Hugmyndafræðin um neyðarskýli er að þangað getur þú komið og gist ef þú hefur engan stað til þess að gista. Það er ekki búseta, þannig að þú býrð ekki þar. Þetta er í rauninni það sem á að standa til boða og við viljum í raun ekki að fólk ílengist þar. Áherslan hefur ekki verið að fjölga neyðarskýlum. Áherslan hefur verið að fjölga búsetuúrræðum.“ Hún segir borgina hafa úthlutað 130 íbúðum til heimilislausra síðan í upphafi þar síðasta árs. „Þar getur þú komið þér fyrir í búsetu og eignast heimili en það getur þú ekki gert í neyðarskýli.“ Segir vel hægt að virkja heimilislausa 61 er á biðlista eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Þriðjungur þeirra sem gista í neyðarskýlum borgarinnar eru með lögheimili í öðru sveitarfélagi og geta því ekki sótt um húsnæði hjá borginni. Samhjálp hefur opið fyrir heimilislausa frá klukkan tíu til tvö á daginn auk þess sem hjálparstofnun Kirkjunnar þjónustar heimilislausar konur á daginn. „Það eru alltaf staðir fyrir alla en neyðarskýlin verða ekki opnuð. Bókasöfn borgarinnar standa öllum opin alltaf. Þar er hægt að fá kaffi, setjast og hafa það gott,“ segir Heiða. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki hérna. Þannig það væri hægt að virkja þennan hóp ef það væri eitthvað úrræði svipað og konurnar eru með í Skjólinu. Það er eitthvað svoleiðis sem ég myndi vilja sjá fyrir mér,“ segir Davíð.
Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira