Neyðarskýli fyrir heimilislausa verða ekki opnuð á daginn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. október 2022 20:01 Heiða Björg er formaður velferðarráðs borgarinnar. Vísir/Vilhelm Neyðarskýli fyrir heimilislausa verða ekki opnuð á daginn. Þetta segir formaður Velferðarráðs borgarinnar sem vill fjölga búsetuúrræðum en ekki neyðarskýlum. Heimilislaus maður segir nauðsynlegt að virkja þá sem búa á götunni enda hafi þeir margt til brunns að bera. Í gær greindum við frá mikilli aðsókn í Konukot. Neyðarskýlið er yfirfullt flestar nætur og húsnæðið sprungið utan af starfseminni. Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að unnið sé að þarfagreiningu á starfseminni og að koma muni í ljós á næstunni hvort þörf sé á stærra húsnæði. „Og höfum verið að skoða að koma upp fleiri millihúsalausnum, þannig að þú fáir úthlutað í herbergi með meiri stuðningi og svo í sérstaka íbúð,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Með lungnabólgu í frostinu Heimilislausir karlmenn sögðust í fréttum okkar í gær ósáttir við að vera reknir úr neyðarskýli á daginn í öllum veðrum og allskonar ástandi. Davíð er einn þeirra. Hann greindist með lungnabólgu í síðustu viku og hefur verið á vappinu um borgina í kuldanum í dag. „Við öfum bara Samhjálp til að fara í á daginn milli tíu og tvö og svo eftir það erum við bara bókstaflega á götunni í öllu veðri,“ segir Davíð Þór Jónsson, einn stofnenda hagsmunasamtaka um réttindi vímuefnanotenda. Davíð Þór Jónsson vill að heimilislausir verði virkjaðir.bjarni einarsson Heiða Björg segir að það standi ekki til að hafa neyðarskýli opin á daginn. „Hugmyndafræðin um neyðarskýli er að þangað getur þú komið og gist ef þú hefur engan stað til þess að gista. Það er ekki búseta, þannig að þú býrð ekki þar. Þetta er í rauninni það sem á að standa til boða og við viljum í raun ekki að fólk ílengist þar. Áherslan hefur ekki verið að fjölga neyðarskýlum. Áherslan hefur verið að fjölga búsetuúrræðum.“ Hún segir borgina hafa úthlutað 130 íbúðum til heimilislausra síðan í upphafi þar síðasta árs. „Þar getur þú komið þér fyrir í búsetu og eignast heimili en það getur þú ekki gert í neyðarskýli.“ Segir vel hægt að virkja heimilislausa 61 er á biðlista eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Þriðjungur þeirra sem gista í neyðarskýlum borgarinnar eru með lögheimili í öðru sveitarfélagi og geta því ekki sótt um húsnæði hjá borginni. Samhjálp hefur opið fyrir heimilislausa frá klukkan tíu til tvö á daginn auk þess sem hjálparstofnun Kirkjunnar þjónustar heimilislausar konur á daginn. „Það eru alltaf staðir fyrir alla en neyðarskýlin verða ekki opnuð. Bókasöfn borgarinnar standa öllum opin alltaf. Þar er hægt að fá kaffi, setjast og hafa það gott,“ segir Heiða. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki hérna. Þannig það væri hægt að virkja þennan hóp ef það væri eitthvað úrræði svipað og konurnar eru með í Skjólinu. Það er eitthvað svoleiðis sem ég myndi vilja sjá fyrir mér,“ segir Davíð. Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Í gær greindum við frá mikilli aðsókn í Konukot. Neyðarskýlið er yfirfullt flestar nætur og húsnæðið sprungið utan af starfseminni. Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að unnið sé að þarfagreiningu á starfseminni og að koma muni í ljós á næstunni hvort þörf sé á stærra húsnæði. „Og höfum verið að skoða að koma upp fleiri millihúsalausnum, þannig að þú fáir úthlutað í herbergi með meiri stuðningi og svo í sérstaka íbúð,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Með lungnabólgu í frostinu Heimilislausir karlmenn sögðust í fréttum okkar í gær ósáttir við að vera reknir úr neyðarskýli á daginn í öllum veðrum og allskonar ástandi. Davíð er einn þeirra. Hann greindist með lungnabólgu í síðustu viku og hefur verið á vappinu um borgina í kuldanum í dag. „Við öfum bara Samhjálp til að fara í á daginn milli tíu og tvö og svo eftir það erum við bara bókstaflega á götunni í öllu veðri,“ segir Davíð Þór Jónsson, einn stofnenda hagsmunasamtaka um réttindi vímuefnanotenda. Davíð Þór Jónsson vill að heimilislausir verði virkjaðir.bjarni einarsson Heiða Björg segir að það standi ekki til að hafa neyðarskýli opin á daginn. „Hugmyndafræðin um neyðarskýli er að þangað getur þú komið og gist ef þú hefur engan stað til þess að gista. Það er ekki búseta, þannig að þú býrð ekki þar. Þetta er í rauninni það sem á að standa til boða og við viljum í raun ekki að fólk ílengist þar. Áherslan hefur ekki verið að fjölga neyðarskýlum. Áherslan hefur verið að fjölga búsetuúrræðum.“ Hún segir borgina hafa úthlutað 130 íbúðum til heimilislausra síðan í upphafi þar síðasta árs. „Þar getur þú komið þér fyrir í búsetu og eignast heimili en það getur þú ekki gert í neyðarskýli.“ Segir vel hægt að virkja heimilislausa 61 er á biðlista eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Þriðjungur þeirra sem gista í neyðarskýlum borgarinnar eru með lögheimili í öðru sveitarfélagi og geta því ekki sótt um húsnæði hjá borginni. Samhjálp hefur opið fyrir heimilislausa frá klukkan tíu til tvö á daginn auk þess sem hjálparstofnun Kirkjunnar þjónustar heimilislausar konur á daginn. „Það eru alltaf staðir fyrir alla en neyðarskýlin verða ekki opnuð. Bókasöfn borgarinnar standa öllum opin alltaf. Þar er hægt að fá kaffi, setjast og hafa það gott,“ segir Heiða. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki hérna. Þannig það væri hægt að virkja þennan hóp ef það væri eitthvað úrræði svipað og konurnar eru með í Skjólinu. Það er eitthvað svoleiðis sem ég myndi vilja sjá fyrir mér,“ segir Davíð.
Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira