Fótbolti

Roma í Meistara­deildar­sæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurmark kvöldsins kom af vítapunktinum.
Sigurmark kvöldsins kom af vítapunktinum. EPA-EFE/LUCA ZENNARO

Rómverjar unnu 1-0 útisigur á Sampdoria í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurinn lyftir lærisveinum José Mourinho upp í fjórða sæti deildarinnar.

Gengi Roma að undanförnu hefur verið slitrótt svo eftir jafntefli gegn Real Betis í Evrópudeildinni í miðri viku mátti reikna með sigri í kvöld. Lorenzo Pellegrini skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu strax á níundu mínútu.

Þó Mourinho hafi stillt upp bæði Andrea Belotti og Tammy Abraham í fremstu línu þá komst hvorugur framherjinn á blað en það kom ekki að sök í þetta skipti. Sóknarleikur liðsins hefur samt sem áður verið dapur það sem af er leiktíð en liðið hefur aðeins skorað 13 mörk í tíu leikjum.

Varnarleikur Rómverja hefur hins vegar verið frábær í Serie A þar sem liðið hefur aðeins fengið á sig níu mörk. Það skilaði þeim 1-0 sigri í dag sem lyftir Roma upp í 4. sæti deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum minna en topplið Napoli og tveimur minna en Atalanta sem situr í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×